Erlent

Hefja umfangsmiklar heræfingar í skugga aukinnar spennu

Samúel Karl Ólason skrifar
Allar deildir herafla ríkjanna tveggja koma að æfingunum.
Allar deildir herafla ríkjanna tveggja koma að æfingunum. Vísir/AFP
Suður-Kórea og Bandaríkin munu í næstu viku hefja umfangsmiklar árlegar heræfingar í Suður-Kóreu. Mikil spenna er nú á Kóreuskaganum vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu á undanförnum mánuðum. Yfirvöld í Pyongyang segja á hverju ári að æfingarnar séu undirbúningur fyrir innrás Bandaríkjanna og nágranna þeirra í suðri.

Samkvæmt tilkynningu frá herafla Suður-Kóreu og Bandaríkjanna segir að yfirvöldum í Pyongyang hafi verið tilkynnt í gegnum Sameinuðu þjóðirnar að um æfingu sé að ræða.

Yfirlit yfir THAAD eldflaugavarnarkerfið svokallaða.Vísir/Graphicnews
Æfingarnar ganga undir nafninu Operation Foal Eagle og Key Resolve og munu þær standa yfir frá 7. mars til 30. apríl.

Að þessu sinni munu um 17 þúsund bandarískir hermenn taka þátt í æfingunum. Allar deildir herafla ríkjanna tveggja koma að æfingunum.

Fyrr í vikunni samþykkti Lotte Group fyrirtækið að láta yfirvöld Suður-Kóreu fá land sem notað verður til að koma fyrir svokölluðu THAAD eldflaugavarnarkerfi. Reiknað er með því að kerfið verði virkt í lok ársins. Bæði Norður-Kóreu og Kína hafa lýst því yfir að uppsetning kerfisins sé óásættanleg.

Sjá má myndband frá æfingunum í fyrra hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×