Nei, Bill Gates, vélmenni munu ekki auka atvinnuleysi Lars Christensen skrifar 1. mars 2017 13:00 Ef maður lítur til baka á hagsögu heimsins þá hafa stjórnmálamenn annað slagið fundið fyrir undarlegum ótta um að ný tækni muni gera alla atvinnulausa. Að vélarnar taki yfir öll störfin. Og ef það eru ekki vélar sem koma og taka störfin þá eru það „vondu innflytjendurnir“. Upp á síðkastið hefur þessi ótti birst aftur. Þannig lagði Bill Gates, stofnandi Microsoft, nýlega til að tekinn yrði upp skattur á vélmenni. En sannleikurinn er sá að þessi ótti er aðallega útbreiddur á meðal þeirra sem eru ekki hagfræðingar. Það er nánast ómögulegt að finna hagfræðing nokkurs staðar í heiminum sem lýsir áhyggjum af því að tækniþróun (eða innflytjendur) valdi atvinnuleysi. Þvert á móti vitum við, sem hagfræðingar, að framleiðniaukning vegna tækniframfara og starfsgreinaskiptingar er grunnurinn að launahækkunum.Lögmál Says Hagfræðingar vita að það er ekkert tækniatvinnuleysi af því við skiljum það sem kallast lögmál Says sem nefnt er eftir franska hagfræðingnum Jean-Baptiste Say. Yfirleitt segjum við að lögmál Says snúist um að „framboð skapi sína eigin eftirspurn“. Þetta þýðir að þegar eitthvað er framleitt skapi það í sjálfu sér tekjur fyrir þá sem framleiða vöruna (hluthafa og starfsmenn) og að þær tekjur séu notaðar í eftirspurn eftir því sem einhver annar framleiðir. Hvað varðar tæknina þá þýðir þetta að ef tækniframfarir auka framleiðni þá leiðir það til meiri tekna sem í sjálfu sér skapar eftirspurn. Þetta þýðir líka að við getum sjálfsagt ímyndað okkur að hægt verði að skipta út leigubílstjóra með sjálfkeyrandi bíl, en það er ekki það sama og að segja að heildaratvinnuleysi muni aukast. Ef verðið á leigubílaferðum lækkar um helming þá skapar það tekjuaukningu fyrir viðskiptavininn. Þennan tekjuauka getur hann notað til að kaupa aðrar vörur og það skapar sambærileg störf.Heimskuleg hugmynd Svo ef tæknin kemur í stað starfs þá skapar hún annað. Við vitum ekki hvers konar starf það er en ef við lítum á söguna þá hefur orðið gríðarleg tækniþróun án þess að atvinnuleysi hafi aukist. Tökum Bandaríkin sem dæmi. Árið 1960 var bandarískt vinnuafl 60 milljónir manna. Í dag er það 160 milljónir. Á sama tíma hefur framleiðni aukist um 2-3% að meðaltali á ári. En hvað hefur átt sér stað varðandi hlutfall atvinnuleysis? Árið 1950 var atvinnuleysið 5,2%. Núna er það 4,9%. Svo, nei, hvorki fólksfjölgun né framleiðniaukning veldur atvinnuleysi. Þvert á móti skapar þetta velmegun. Þannig er vélmennaskattur Bills Gates bara önnur heimskuleg hugmynd sem gæti gert okkur öll fátækari. Og að lokum má geta þess að við höfum nú þegar vélmennaskatt – hann er kallaður tekjuskattur fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ef maður lítur til baka á hagsögu heimsins þá hafa stjórnmálamenn annað slagið fundið fyrir undarlegum ótta um að ný tækni muni gera alla atvinnulausa. Að vélarnar taki yfir öll störfin. Og ef það eru ekki vélar sem koma og taka störfin þá eru það „vondu innflytjendurnir“. Upp á síðkastið hefur þessi ótti birst aftur. Þannig lagði Bill Gates, stofnandi Microsoft, nýlega til að tekinn yrði upp skattur á vélmenni. En sannleikurinn er sá að þessi ótti er aðallega útbreiddur á meðal þeirra sem eru ekki hagfræðingar. Það er nánast ómögulegt að finna hagfræðing nokkurs staðar í heiminum sem lýsir áhyggjum af því að tækniþróun (eða innflytjendur) valdi atvinnuleysi. Þvert á móti vitum við, sem hagfræðingar, að framleiðniaukning vegna tækniframfara og starfsgreinaskiptingar er grunnurinn að launahækkunum.Lögmál Says Hagfræðingar vita að það er ekkert tækniatvinnuleysi af því við skiljum það sem kallast lögmál Says sem nefnt er eftir franska hagfræðingnum Jean-Baptiste Say. Yfirleitt segjum við að lögmál Says snúist um að „framboð skapi sína eigin eftirspurn“. Þetta þýðir að þegar eitthvað er framleitt skapi það í sjálfu sér tekjur fyrir þá sem framleiða vöruna (hluthafa og starfsmenn) og að þær tekjur séu notaðar í eftirspurn eftir því sem einhver annar framleiðir. Hvað varðar tæknina þá þýðir þetta að ef tækniframfarir auka framleiðni þá leiðir það til meiri tekna sem í sjálfu sér skapar eftirspurn. Þetta þýðir líka að við getum sjálfsagt ímyndað okkur að hægt verði að skipta út leigubílstjóra með sjálfkeyrandi bíl, en það er ekki það sama og að segja að heildaratvinnuleysi muni aukast. Ef verðið á leigubílaferðum lækkar um helming þá skapar það tekjuaukningu fyrir viðskiptavininn. Þennan tekjuauka getur hann notað til að kaupa aðrar vörur og það skapar sambærileg störf.Heimskuleg hugmynd Svo ef tæknin kemur í stað starfs þá skapar hún annað. Við vitum ekki hvers konar starf það er en ef við lítum á söguna þá hefur orðið gríðarleg tækniþróun án þess að atvinnuleysi hafi aukist. Tökum Bandaríkin sem dæmi. Árið 1960 var bandarískt vinnuafl 60 milljónir manna. Í dag er það 160 milljónir. Á sama tíma hefur framleiðni aukist um 2-3% að meðaltali á ári. En hvað hefur átt sér stað varðandi hlutfall atvinnuleysis? Árið 1950 var atvinnuleysið 5,2%. Núna er það 4,9%. Svo, nei, hvorki fólksfjölgun né framleiðniaukning veldur atvinnuleysi. Þvert á móti skapar þetta velmegun. Þannig er vélmennaskattur Bills Gates bara önnur heimskuleg hugmynd sem gæti gert okkur öll fátækari. Og að lokum má geta þess að við höfum nú þegar vélmennaskatt – hann er kallaður tekjuskattur fyrirtækja.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar