Fótbolti

Bale bað liðsfélagana afsökunar á heimskulega rauða spjaldinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, bað liðsfélaga sína afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í 3-3 jafnteflinu gegn Las Palmas í gærkvöldi en frá þessu greindi Zinedine Zidane, þjálfari Real, eftir leikinn.

Real er í harðri baráttu við Barcelona um spænska meistaratitilinn og má ekki við að tapa stigum gegn liðum eins og Las Palmas. Nú er Barcelona komið á toppinn þó Real eigi einn leik til góða en liðin eiga eftir að mætast í seinni El Clásico tímabilsins.

Bale fékk tvö gul spjöld með afar skömmu millibili í byrjun seinni hálfleiks en leikmenn Las Palmas nýttu sér liðsmuninn og komust í 3-1 áður en Cristiano Ronaldo dró Madrídinga að landi með tveimur mörkum undir lok leiks.

„Hann baðst afsökunar. Hann er ekki ánægður með sjálfan sig,“ sagði Zidane við blaðamenn sem spurðu hann út í rauða spjaldið sem velski leikamaðurinn fékk.

„Svona getur gerst. Þetta er hluti af leiknum og við breytum því ekki. Ég var vanalega ánægður eftir leiki en ég hef ekki verið ánægður eftir leiki undanfarin. Þetta er búið að vera langt tímabil en við erum að reyna að breyta þessu,“ sagði Zinedine Zidane.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×