Fótbolti

Landsliðsþjálfari Spánar skilur vel að Enrique sé þreyttur hjá Barcelona

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Julen Lopetegui, landsliðsþjálfari Spánar í fótbolta, skilur vel að Luis Enrique þurfi að hvíla sig og ætli því að hætta sem þjálfari Spánarmeistara Barcelona.

Enrique tilkynnti eftir 6-1 sigur Börsunga á Sporting Gijón í gærkvöldi að hann lætur af störfum í lok leiktíðar en með sigrinum komst Barcelona á toppinn í deildinni þar sem Real Madrid hefur verið um langa hríð.

Enrique verður samningslaus í sumar og ætlar ekki að endurnýja samninginn við Katalóníufélagið en hann er búinn að vinna átta stóra titla síðan hann tók við liðinu. Hann vann þrennuna (deild, bikar og Meistaradeild) á sinni fyrstu leiktíð.

„Ég skil ákvörðun hans vel. Það er eðlilegt að hann sé orðinn þreyttur. Það tekur á að stýra Barcelona. Ég hef talað við hann nokkrum sinnum en aldrei um þetta málefni. Ég skil þetta samt vel,“ segir Lopetegui.

„Þetta er ákvörðun sem hann tók sjálfur og hann hefur vafalítið hugsað þetta vel. Þetta er það sem Luis finnst best. Hann getur verið stoltur af því sem hann hefur afrekað hjá Barcelona. Luis er búinn að sanna sig sem heimsklassa þjálfara,“ segir Julen Lopetegui, .


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×