Erlent

Trump heimsækir nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag fara um borð í nýjasta flugmóðurskip ríksins. Þar mun hann ræða við sjóliða og forsvarsmenn skipasmíðastöðva um uppbyggingu sína á herafla Bandaríkjanna. Trump hefur heitið því að fjölga herskipum Bandaríkjanna umtalsvert.

Fyrr í vikunni lagði ríkisstjórn Trump til að auka fjárútlát til varnarmála um 54 milljarða dala, eða um tíu prósent.

Smíði USS Gerald R. Ford hefur tafist verulega, en skipið átti upprunalega að vera tilbúið í febrúar í fyrra. Hingað til hefur smíði skipsins kostað um 12,9 milljarða dala, sem samsvara um 1,4 billjónum króna (1.370.000.000).

Sjóprófanir eru nú að hefjast og vonast er til þess að skipið verði tekið í notkun í apríl. Um er að ræða fyrsta skip nýrrar kynslóðar flugmóðurskipa sem eiga að leysa Nimitz-flokkinn af. Um 5,200 manns verða í áhöfn skipsins. Þar eru meðtaldir sjóliðar og flugmenn.

Upplýsingar um USS Gerald R. Ford. Fyrsta flugmóðurskip Ford-flokksins.Vísir/GraphicNews
Trump hefur heitið því að fjölga herskipum Bandaríkjanna verulega, eða úr 272 skipum í 350. Forsvarsmenn sjóhersins höfðu áður lagt til að þeim yrði fjölgað í 308 eftir árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×