Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2017 14:30 Ríkisstjórn Donalds Trump hefur í hyggju að skera starfsemi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) niður við trog. Áætlun Hvíta hússins gerir ráð fyrir því að starfsmönnum hennar verði fækkað um fimmtung og fjöldi verkefna verði sleginn út af borðinu, þar á meðal aðgerðir í loftslagsmálum. Greint hefur verið frá því að Trump ætli að auka framlög til hernaðarmála um tíu prósent á næsta ári og skera verulega niður hjá öðrum stofnunum bandaríska alríkisins. Skjöl sem blaðamenn bandaríska dagblaðsins Washington Post hafa skoðað benda til þess að árlegar fjárheimildir EPA fari úr 8,2 milljörðum dollara í 6,1 milljarð. Þessi niðurskurður komi til með að hafa enn meiri áhrif á kjarnastarfsemi stofnunarinnar þar sem að stór hluti fjárheimilda hennar fer í styrki til einstakra ríkja og sveitarfélaga. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Umhverfisstofnunarinnar og hafa sumir þeirra jafnvel viljað leggja hana niður, þar á meðal Trump sjálfur í kosningabaráttunni. Trump skipaði jafnframt Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem forstjóra EPA. Sá höfðaði fjölda dómsmála gegn stofnuninni til þess að hnekkja reglum hennar um losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars í samráði við hagsmunaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði.Leggja af loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarfVerði áform Hvíta hússins að veruleika verður starfsmönnum EPA fækkað um þrjú þúsund, úr 15.000 í 12.000 samkvæmt Washington Post. Styrkir til ríkja og og framlög til verkefna sem eiga að tryggja Bandaríkjamönnum hreint loft og vatn verða skorin niður um þriðjung. Til viðbótar verða 38 mismunandi verkefni lögð af með öllu. Þau lúta meðal annars að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hreinsunarstarfi á gömlum iðnaðarsvæðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingar til EPA. Óvíst er talið hvort að þingmenn muni fallast á svo umfangsmikinn niðurskurð hjá stofnuninni. Umhverfisverndarsamtök og fyrrverandi forstjóri EPA hafa brugðist hart við fyrirhuguðum niðurskurði. „Ef þingið samþykkir þennan niðurskurð mun hann rífa hjartað og sálina úr áætlun stjórnvalda um að hafa hemil á loftmengun og tefla heilsu og velferð tuga milljóna manna um allt land í tvísýnu,“ segir S. William Becker, framkvæmdastjóri Landsambands stofnana um hreint loft (National Association of Clean Air Agencies). Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Fleiri fréttir Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump hefur í hyggju að skera starfsemi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) niður við trog. Áætlun Hvíta hússins gerir ráð fyrir því að starfsmönnum hennar verði fækkað um fimmtung og fjöldi verkefna verði sleginn út af borðinu, þar á meðal aðgerðir í loftslagsmálum. Greint hefur verið frá því að Trump ætli að auka framlög til hernaðarmála um tíu prósent á næsta ári og skera verulega niður hjá öðrum stofnunum bandaríska alríkisins. Skjöl sem blaðamenn bandaríska dagblaðsins Washington Post hafa skoðað benda til þess að árlegar fjárheimildir EPA fari úr 8,2 milljörðum dollara í 6,1 milljarð. Þessi niðurskurður komi til með að hafa enn meiri áhrif á kjarnastarfsemi stofnunarinnar þar sem að stór hluti fjárheimilda hennar fer í styrki til einstakra ríkja og sveitarfélaga. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Umhverfisstofnunarinnar og hafa sumir þeirra jafnvel viljað leggja hana niður, þar á meðal Trump sjálfur í kosningabaráttunni. Trump skipaði jafnframt Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem forstjóra EPA. Sá höfðaði fjölda dómsmála gegn stofnuninni til þess að hnekkja reglum hennar um losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars í samráði við hagsmunaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði.Leggja af loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarfVerði áform Hvíta hússins að veruleika verður starfsmönnum EPA fækkað um þrjú þúsund, úr 15.000 í 12.000 samkvæmt Washington Post. Styrkir til ríkja og og framlög til verkefna sem eiga að tryggja Bandaríkjamönnum hreint loft og vatn verða skorin niður um þriðjung. Til viðbótar verða 38 mismunandi verkefni lögð af með öllu. Þau lúta meðal annars að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hreinsunarstarfi á gömlum iðnaðarsvæðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingar til EPA. Óvíst er talið hvort að þingmenn muni fallast á svo umfangsmikinn niðurskurð hjá stofnuninni. Umhverfisverndarsamtök og fyrrverandi forstjóri EPA hafa brugðist hart við fyrirhuguðum niðurskurði. „Ef þingið samþykkir þennan niðurskurð mun hann rífa hjartað og sálina úr áætlun stjórnvalda um að hafa hemil á loftmengun og tefla heilsu og velferð tuga milljóna manna um allt land í tvísýnu,“ segir S. William Becker, framkvæmdastjóri Landsambands stofnana um hreint loft (National Association of Clean Air Agencies).
Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Fleiri fréttir Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Sjá meira