Fótbolti

„Messi er sá besti í sögunni“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. vísir/getty
Luis Suárez, framherji Barcelona, er þeirrar skoðunar að samherji hans hjá Katalóníurisanum, Lionel Messi, sé besti leikmaður allra tíma.

Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað titilinn besti fótboltamaður heims undanfarin ár og eru ávallt deilur um hvor sé betri. Suárez er fastur á sinni skoðun.

„Messi er sá besti í sögunni,“ segir Suárez í viðtali við Onda Cero, en úrúgvæski framherjinn er búinn að spila með Messi í þrjú ár og saman eru þeir á toppnum yfir markahæstu menn í spænsku 1. deildinni.

„Hann er líka frábær maður sem bauð mig velkominn til Barcelona.“

Luis Suárez hefur farið á kostum síðan hann gekk í raðir Barcelona frá Liverpool og orðið bæði Spánar- og Evrópumeistari. Hlutirnir hefðu getað farið öðruvísi þegar hann yfirgaf Anfield.

„Ég átti líka í viðræðum við Real Madrid en þegar Barcelona kom inn í myndina hikaði ég ekki,“ segir Luis Suárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×