Með átta starfsmenn í fullri vinnu: "Þurfum ekkert að kaupa okkur vinsældir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2017 10:30 Egill Ploder fer á kostum í myndbandinu við lagið sem nýtur gríðarlegra vinsælda. „Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder Ottósson úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. „Lagið er einnig gríðarlega vinsælt á Spotify og við erum bara gríðarlega þakklát fyrir þessar viðtökur.“ Lagið NeiNei með Áttunni er komið með 217.000 áhorf á YouTube en það birtist fyrst á síðunni þann 17. febrúar. Sumir tjáðu sig um miklar vinsældir lagsins á Twitter og vildu meina að Áttan hefði keypt þessi áhorf. Nökkvi Fjalar, einn af forsvarsmönnum hópsins, steig í kjölfarið fram og sýndi fram á að nánast öll traffíkin hefði komið innanlands frá og því mjög ólíklegt að áhorfin séu keypt. „Ég held að þetta fólk átti sig ekki á því hversu megnug við erum. Við erum með stóran aðdáendahóp og fólk er mikið að fylgjast með okkur. Lagið er greinilega að ná vel til fólksins. Það er aldrei inni í myndinni hjá okkur að kaupa áhorf. Áttan er bara fyrirtæki og aldrei inni í myndinni að kaupa okkur einhverjar vinsældir.“ Egill segir að fyrirtækið stækki sífellt meira og meira. „Við erum með átta starfsmenn sem eru í fullri vinnu hjá okkur sem eru að vinna í því á hverjum einasta degi að gera flotta hluti og reyna gera gott efni fyrir fólkið. Það er alltaf erfitt að reyna vera fyndin og skemmtilegur á hverjum einasta degi.“ Hann segir að fréttaflutningur Fréttablaðsins af málinu hafi verið of neikvæður. „Við bjuggumst kannski við smá jákvæðari umfjöllun þar sem lagið er mjög vinsælt. Við fengum bara eina spurningu og hún var um hvort við hefðum keypt okkur áhorf sem okkur fannst heldur leiðinlegt, því við myndum aldrei kaupa okkur áhorf. Það er eitthvað sem við myndum aldrei láta okkur detta í hug.“ Egill segir að Áttan væri ekkert án „the haters“. „Það er samt ekkert útá Fréttablaðið eða Vísi að setja. Þeir eru búnir að skrifa þvílíkt margar frábærar greinar um okkur og við eigum þeim mjög mikið að þakka. Þetta var bara ein grein sem okkur fannst bara heldur óheppileg. En með þessa svokölluðu „haters“ þá hefur þessi umræða verið alveg frá því að við byrjuðum þetta fyrir þremur árum síðan. Við höfum fengið okkar skammt af gagnrýni, bæði jákvæðri og neikvæðir. Twitter er bara ekki okkar markhópur eins og staðan er núna og það er bara allt í góðu. Við ætlum ekkert að setja út á það að fólk fíli ekki okkar efni. Það er bara mjög erfitt að gera öllum til geðs.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Egill sem var gestur í Brennslunni í morgun.Hér að neðan má síðan hlusta á vinsælasta lag landsins í dag. Áttan Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
„Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder Ottósson úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. „Lagið er einnig gríðarlega vinsælt á Spotify og við erum bara gríðarlega þakklát fyrir þessar viðtökur.“ Lagið NeiNei með Áttunni er komið með 217.000 áhorf á YouTube en það birtist fyrst á síðunni þann 17. febrúar. Sumir tjáðu sig um miklar vinsældir lagsins á Twitter og vildu meina að Áttan hefði keypt þessi áhorf. Nökkvi Fjalar, einn af forsvarsmönnum hópsins, steig í kjölfarið fram og sýndi fram á að nánast öll traffíkin hefði komið innanlands frá og því mjög ólíklegt að áhorfin séu keypt. „Ég held að þetta fólk átti sig ekki á því hversu megnug við erum. Við erum með stóran aðdáendahóp og fólk er mikið að fylgjast með okkur. Lagið er greinilega að ná vel til fólksins. Það er aldrei inni í myndinni hjá okkur að kaupa áhorf. Áttan er bara fyrirtæki og aldrei inni í myndinni að kaupa okkur einhverjar vinsældir.“ Egill segir að fyrirtækið stækki sífellt meira og meira. „Við erum með átta starfsmenn sem eru í fullri vinnu hjá okkur sem eru að vinna í því á hverjum einasta degi að gera flotta hluti og reyna gera gott efni fyrir fólkið. Það er alltaf erfitt að reyna vera fyndin og skemmtilegur á hverjum einasta degi.“ Hann segir að fréttaflutningur Fréttablaðsins af málinu hafi verið of neikvæður. „Við bjuggumst kannski við smá jákvæðari umfjöllun þar sem lagið er mjög vinsælt. Við fengum bara eina spurningu og hún var um hvort við hefðum keypt okkur áhorf sem okkur fannst heldur leiðinlegt, því við myndum aldrei kaupa okkur áhorf. Það er eitthvað sem við myndum aldrei láta okkur detta í hug.“ Egill segir að Áttan væri ekkert án „the haters“. „Það er samt ekkert útá Fréttablaðið eða Vísi að setja. Þeir eru búnir að skrifa þvílíkt margar frábærar greinar um okkur og við eigum þeim mjög mikið að þakka. Þetta var bara ein grein sem okkur fannst bara heldur óheppileg. En með þessa svokölluðu „haters“ þá hefur þessi umræða verið alveg frá því að við byrjuðum þetta fyrir þremur árum síðan. Við höfum fengið okkar skammt af gagnrýni, bæði jákvæðri og neikvæðir. Twitter er bara ekki okkar markhópur eins og staðan er núna og það er bara allt í góðu. Við ætlum ekkert að setja út á það að fólk fíli ekki okkar efni. Það er bara mjög erfitt að gera öllum til geðs.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Egill sem var gestur í Brennslunni í morgun.Hér að neðan má síðan hlusta á vinsælasta lag landsins í dag.
Áttan Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp