Fyrsta heimilið – stórt skref 3. mars 2017 14:00 Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir að fólk komi oft til að spá og spekúlera og reyni að átta sig á markaðnum. MYND/STEFÁN KYNNING Það eru stór skref að flytja að heiman úr foreldrahúsum. Því fylgir aukið sjálfstæði og frelsi en einnig aukin ábyrgð og skyldur. Ísskápurinn hættir að fyllast sjálfkrafa og húsálfurinn hættir að koma og þrífa. Þetta er hins vegar mikilvægt og nauðsynlegt skref að taka. Búseti er húsnæðissamvinnufélag sem á 34 ára farsæla sögu. Félagið er rekið án hagnaðarsjónarmiða en með sjálfbærni að leiðarljósi. Félagið fær ekki opinbera niðurgreiðslu, er opið öllum og er í eigu allra félagsmanna. Það kostar einungis 5.500 krónur á ári að vera félagsmaður. Með því opnar maður tækifæri til húsnæðis en það er hins vegar margra ára bið í elstu og ódýrustu eignirnar. Auðveldast er að fá nýjar eignir. Kannski eru margir sem ekki þekkja starfsemina.Íbúðir Búseta eru misstórar.Gísli Örn Bjarnhéðinsson er framkvæmdastjóri Búseta. Hann segir að fólk komi oft til að spá og spekúlera, reyni að átta sig á markaðnum og hvernig starfsemin virki. „Við reynum að útskýra og ráðleggja fólki og skilja mismunandi kosti og galla húsnæðisvalkosta,“ segir hann. „Lífið er endalaust val, mismunandi leiðir, mismunandi kostir og gallar við hverja leið. Það sama gildi um húsnæði, plúsar og mínusar. Besta lausnin er því ekki endilega ein ákveðin leið fyrir alla. Hér á landi er fyrst og fremst um þrjá valkosti að ræða, leiguhúsnæði, búseturéttarhúsnæði og eigin kaup. Erlendis eru fleiri leiðir í boði þar sem húsnæðismarkaðir eru þroskaðri og stærri,“ útskýrir Gísli. Leiguíbúðir – langur biðlisti Leiguíbúð er algeng sem fyrsta heimili. Kostir leiguíbúða eru litlar skyldur og þekktar mánaðargreiðslur en um leið fylgja þeim takmörkuð réttindi og öryggi. Leiga er yfirleitt dýrasta húsnæðisformið til lengri tíma litið enda greiðir leigjandi leigu miðað við 100% verðmæti íbúðarinnar sem hann nýtir auk kostnaðar. Skortur er á traustum leigusölum hér á landi sem hækka ekki stöðugt leiguna í hvert sinn sem fasteignaverð hækkar. Leigu fylgir hins vegar meira frelsi er snýr að óvæntum viðhaldsgreiðslum og óljósri framtíð vegna vinnu og sambúðar. Fyrir ungt fólk sem er að fara í sína fyrstu sambúð þá getur leiga hentað mjög vel og einnig þeim sem eru að horfa til skemmri tíma og hafa takmarkað eigið fé eða vilja ekki binda sig við fasteign – ævintýrin bíða og framtíðin er óljós þegar maður er ungur. Fasteign getur einnig verið flókið fyrirbæri að reka. Leigufélag Búseta er með um 200 leiguíbúðir en þar er biðlisti á annað ár.Nýjar íbúðir við Háteigsveg og Þverholt.Fyrstu íbúðarkaup Að kaupa fasteign er einnig valkostur en því fylgir meiri skuldbinding og krefst þess að kaupendur eigi 15-25% eigið fé og standist greiðslumat. Kaup á fasteign hefur bæði kosti og galla. Helsti kosturinn er auðvitað möguleikinn að fasteignin hækki mikið í verði. Þú ræður flestum málum sjálf/ur í samvinnu við húsfélagið. Það kostar þó meira að kaupa í upphafi og eigandi tekur áhættu vegna viðhalds og ástands íbúðar. Hann tekur einnig stór lán sem hann er í ábyrgð fyrir og losnar ekki frá nema að selja. Tímasetning kaupa skiptir miklu máli því fasteignamarkaðinum má líkja við rússíbana sem fer upp og niður. Það er ekki heldur alltaf auðvelt að selja. Þú getur bæði aukið við eigið fé þitt ef fasteignaverð hækkar hratt og umfram verðbólgu en einnig tapað ef verðið lækkar eða verðbólga er mikil. Þá er mikilvægt að gera ráð fyrir óvæntum útgjöldum og viðhaldi sem getur verið um 1-3% á ári að meðaltali af verðmæti fasteignarinnar, allt eftir aldri, húsgerð og viðhaldssögu. Með ákveðinni einföldun má segja að það er mikilvægt fyrir fólk sem ætlar að kaupa að horfa til lengri eignartíma en styttri og að hafa svigrúm til að takast á við áföll og viðhaldsskuldbindingar í greiðslubyrði sinni. Búseturéttur algengur erlendis Búseturéttur er síðan þriðja húsnæðisformið, algengt erlendis en minna þekkt hér á landi. Fyrir fróðleiksfúsa er hægt er að gúgla co-op housing fyrir þá sem vilja kynna sér ólík form og eðli þeirra. Með búseturéttinum er reynt að fara bil beggja, það er leigu og kaupa. Segja má að þú kaupir hluta og leigir hluta. Þú hefur meiri réttindi en leigjandi en einnig meiri skyldur og ábyrgð. Með kaupum á búseturétti ertu líkt og eigandi í þeim skilningi að það er ekki hægt að segja þér upp eða hækka mánaðargjaldið nema fyrir því liggi eðlilegar ástæður t.d. hækkun fasteignagjalda. Það er enginn fjárfestir að taka arðsemi af fasteigninni eins og í leigu – þú ert eigandinn að félaginu ásamt þúsundum annarra. Félagið safnar fyrir viðhaldi, því allir borga í viðhaldsjóð sem er samtrygging sem er þannig jafnað út yfir tíma. Hjá Búseta fær fólk því ekki milljón króna bakreikning vegna þakleka og það hefur gott aðgengi að þjónustu. Greiðslubyrðin er því alla jafna lægri og þekktari en með því að kaupa ef allt er reiknað og sambærilegar eignir eru bornar saman. Það kostar lítið að kaupa búseturétt og það kostar lítið að selja. Helsti ókostur búseturéttarformsins er sá að ef það verða miklar verðhækkanir á fasteign yfir langan tíma þá hækkar eigið fé þitt einungis í takt við vísitölu neysluverðs, þegar þú ákveður að selja búseturéttinn þinn. Mikilvægt er einnig að átta sig á að búseturétturinn sem þú kaupir er þitt eigið fé og í honum felst þín áhætta. Ávinningurinn er lægri mánaðarleg greiðslubyrði því peningurinn liggur ekki inni á bók hjá Búseta heldur fór til að greiða smiðnum fyrir húsið hjá þeim sem fyrst keypti og skiptir síðan um hendur þegar fólk flytur. Það er því skynsamlegt að halda áfram að spara og leggja til hliðar ef þess er kostur.Öruggt húsnæði veitir fólki góða tilfinningu.Nýjar, litlar íbúðir Eitt af því sem er erfiðast fyrir ungt fólk í dag er að byrja og safna sér nægu eigin fé. Í dag er Búseti að bjóða upp á svokallaða A-leið. Þar gefst fyrstu kaupendum tækifæri til að kaupa búseturétt að andvirði 20% með aðeins um 5% greiðslu, eða að lágmarki tvær milljónir. Afganginn, hin 15 prósentin, eignast kaupandi smátt og smátt og eignast þannig um 20% eftir 15 ár eða styttri tíma því alltaf má greiða hraðar til að lækka greiðslubyrðina. Það má líkja þessu við að eignast hluta af leigunni sem er einsdæmi hér á landi. Þetta er núna í boði fyrir nýjar eignir við Einholt/Þverholt. Um er að ræða stúdíó og tveggja herbergja með bílastæði í kjallara sem eru verðlagðar frá 30 milljónum króna. Það verður að teljast hagstætt verð því tveggja herbergja íbúð í úthverfi í 20-30 ára gömlu húsi án bílastæðis í kjallara kosta um 30 milljónir í dag. Búseturétturinn er því frá 6 til 7 milljónum króna og þannig er hægt að sleppa inn með aðeins tvær milljónir í glænýtt húsnæði miðsvæðis í borginni. Þegar aðstæður breytast eða fjölskyldan stækkar er hægt að færa sig í stærra eða kaupa fasteign þar sem eignin hefur aukist. Því miður eru þessar eignir allar uppseldar í bili en í lok árs má reikna með að boðnar verði til sölu um 80 búseturéttaríbúðir þar sem tæpleg 50 eru stúdíó og tveggja herbergja sem verða afhentar á vordögum 2018. Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
KYNNING Það eru stór skref að flytja að heiman úr foreldrahúsum. Því fylgir aukið sjálfstæði og frelsi en einnig aukin ábyrgð og skyldur. Ísskápurinn hættir að fyllast sjálfkrafa og húsálfurinn hættir að koma og þrífa. Þetta er hins vegar mikilvægt og nauðsynlegt skref að taka. Búseti er húsnæðissamvinnufélag sem á 34 ára farsæla sögu. Félagið er rekið án hagnaðarsjónarmiða en með sjálfbærni að leiðarljósi. Félagið fær ekki opinbera niðurgreiðslu, er opið öllum og er í eigu allra félagsmanna. Það kostar einungis 5.500 krónur á ári að vera félagsmaður. Með því opnar maður tækifæri til húsnæðis en það er hins vegar margra ára bið í elstu og ódýrustu eignirnar. Auðveldast er að fá nýjar eignir. Kannski eru margir sem ekki þekkja starfsemina.Íbúðir Búseta eru misstórar.Gísli Örn Bjarnhéðinsson er framkvæmdastjóri Búseta. Hann segir að fólk komi oft til að spá og spekúlera, reyni að átta sig á markaðnum og hvernig starfsemin virki. „Við reynum að útskýra og ráðleggja fólki og skilja mismunandi kosti og galla húsnæðisvalkosta,“ segir hann. „Lífið er endalaust val, mismunandi leiðir, mismunandi kostir og gallar við hverja leið. Það sama gildi um húsnæði, plúsar og mínusar. Besta lausnin er því ekki endilega ein ákveðin leið fyrir alla. Hér á landi er fyrst og fremst um þrjá valkosti að ræða, leiguhúsnæði, búseturéttarhúsnæði og eigin kaup. Erlendis eru fleiri leiðir í boði þar sem húsnæðismarkaðir eru þroskaðri og stærri,“ útskýrir Gísli. Leiguíbúðir – langur biðlisti Leiguíbúð er algeng sem fyrsta heimili. Kostir leiguíbúða eru litlar skyldur og þekktar mánaðargreiðslur en um leið fylgja þeim takmörkuð réttindi og öryggi. Leiga er yfirleitt dýrasta húsnæðisformið til lengri tíma litið enda greiðir leigjandi leigu miðað við 100% verðmæti íbúðarinnar sem hann nýtir auk kostnaðar. Skortur er á traustum leigusölum hér á landi sem hækka ekki stöðugt leiguna í hvert sinn sem fasteignaverð hækkar. Leigu fylgir hins vegar meira frelsi er snýr að óvæntum viðhaldsgreiðslum og óljósri framtíð vegna vinnu og sambúðar. Fyrir ungt fólk sem er að fara í sína fyrstu sambúð þá getur leiga hentað mjög vel og einnig þeim sem eru að horfa til skemmri tíma og hafa takmarkað eigið fé eða vilja ekki binda sig við fasteign – ævintýrin bíða og framtíðin er óljós þegar maður er ungur. Fasteign getur einnig verið flókið fyrirbæri að reka. Leigufélag Búseta er með um 200 leiguíbúðir en þar er biðlisti á annað ár.Nýjar íbúðir við Háteigsveg og Þverholt.Fyrstu íbúðarkaup Að kaupa fasteign er einnig valkostur en því fylgir meiri skuldbinding og krefst þess að kaupendur eigi 15-25% eigið fé og standist greiðslumat. Kaup á fasteign hefur bæði kosti og galla. Helsti kosturinn er auðvitað möguleikinn að fasteignin hækki mikið í verði. Þú ræður flestum málum sjálf/ur í samvinnu við húsfélagið. Það kostar þó meira að kaupa í upphafi og eigandi tekur áhættu vegna viðhalds og ástands íbúðar. Hann tekur einnig stór lán sem hann er í ábyrgð fyrir og losnar ekki frá nema að selja. Tímasetning kaupa skiptir miklu máli því fasteignamarkaðinum má líkja við rússíbana sem fer upp og niður. Það er ekki heldur alltaf auðvelt að selja. Þú getur bæði aukið við eigið fé þitt ef fasteignaverð hækkar hratt og umfram verðbólgu en einnig tapað ef verðið lækkar eða verðbólga er mikil. Þá er mikilvægt að gera ráð fyrir óvæntum útgjöldum og viðhaldi sem getur verið um 1-3% á ári að meðaltali af verðmæti fasteignarinnar, allt eftir aldri, húsgerð og viðhaldssögu. Með ákveðinni einföldun má segja að það er mikilvægt fyrir fólk sem ætlar að kaupa að horfa til lengri eignartíma en styttri og að hafa svigrúm til að takast á við áföll og viðhaldsskuldbindingar í greiðslubyrði sinni. Búseturéttur algengur erlendis Búseturéttur er síðan þriðja húsnæðisformið, algengt erlendis en minna þekkt hér á landi. Fyrir fróðleiksfúsa er hægt er að gúgla co-op housing fyrir þá sem vilja kynna sér ólík form og eðli þeirra. Með búseturéttinum er reynt að fara bil beggja, það er leigu og kaupa. Segja má að þú kaupir hluta og leigir hluta. Þú hefur meiri réttindi en leigjandi en einnig meiri skyldur og ábyrgð. Með kaupum á búseturétti ertu líkt og eigandi í þeim skilningi að það er ekki hægt að segja þér upp eða hækka mánaðargjaldið nema fyrir því liggi eðlilegar ástæður t.d. hækkun fasteignagjalda. Það er enginn fjárfestir að taka arðsemi af fasteigninni eins og í leigu – þú ert eigandinn að félaginu ásamt þúsundum annarra. Félagið safnar fyrir viðhaldi, því allir borga í viðhaldsjóð sem er samtrygging sem er þannig jafnað út yfir tíma. Hjá Búseta fær fólk því ekki milljón króna bakreikning vegna þakleka og það hefur gott aðgengi að þjónustu. Greiðslubyrðin er því alla jafna lægri og þekktari en með því að kaupa ef allt er reiknað og sambærilegar eignir eru bornar saman. Það kostar lítið að kaupa búseturétt og það kostar lítið að selja. Helsti ókostur búseturéttarformsins er sá að ef það verða miklar verðhækkanir á fasteign yfir langan tíma þá hækkar eigið fé þitt einungis í takt við vísitölu neysluverðs, þegar þú ákveður að selja búseturéttinn þinn. Mikilvægt er einnig að átta sig á að búseturétturinn sem þú kaupir er þitt eigið fé og í honum felst þín áhætta. Ávinningurinn er lægri mánaðarleg greiðslubyrði því peningurinn liggur ekki inni á bók hjá Búseta heldur fór til að greiða smiðnum fyrir húsið hjá þeim sem fyrst keypti og skiptir síðan um hendur þegar fólk flytur. Það er því skynsamlegt að halda áfram að spara og leggja til hliðar ef þess er kostur.Öruggt húsnæði veitir fólki góða tilfinningu.Nýjar, litlar íbúðir Eitt af því sem er erfiðast fyrir ungt fólk í dag er að byrja og safna sér nægu eigin fé. Í dag er Búseti að bjóða upp á svokallaða A-leið. Þar gefst fyrstu kaupendum tækifæri til að kaupa búseturétt að andvirði 20% með aðeins um 5% greiðslu, eða að lágmarki tvær milljónir. Afganginn, hin 15 prósentin, eignast kaupandi smátt og smátt og eignast þannig um 20% eftir 15 ár eða styttri tíma því alltaf má greiða hraðar til að lækka greiðslubyrðina. Það má líkja þessu við að eignast hluta af leigunni sem er einsdæmi hér á landi. Þetta er núna í boði fyrir nýjar eignir við Einholt/Þverholt. Um er að ræða stúdíó og tveggja herbergja með bílastæði í kjallara sem eru verðlagðar frá 30 milljónum króna. Það verður að teljast hagstætt verð því tveggja herbergja íbúð í úthverfi í 20-30 ára gömlu húsi án bílastæðis í kjallara kosta um 30 milljónir í dag. Búseturétturinn er því frá 6 til 7 milljónum króna og þannig er hægt að sleppa inn með aðeins tvær milljónir í glænýtt húsnæði miðsvæðis í borginni. Þegar aðstæður breytast eða fjölskyldan stækkar er hægt að færa sig í stærra eða kaupa fasteign þar sem eignin hefur aukist. Því miður eru þessar eignir allar uppseldar í bili en í lok árs má reikna með að boðnar verði til sölu um 80 búseturéttaríbúðir þar sem tæpleg 50 eru stúdíó og tveggja herbergja sem verða afhentar á vordögum 2018.
Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira