Viðskipti innlent

Ágúst Héðinsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs Ljósvakasviðs hjá 365

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ágúst Héðinsson verður framkvæmdastjóri Ljósvakasviðs en hann hefur stýrt útvarpi og sporti undanfarin misseri.
Ágúst Héðinsson verður framkvæmdastjóri Ljósvakasviðs en hann hefur stýrt útvarpi og sporti undanfarin misseri. Vísir/Stefán
Þann 1. mars tók í gildi skipulagsbreyting og breytt skipurit hjá 365 miðlum með það að markmiði að hagræða, einfalda skipulag. Til varð Ljósvakasvið en undir því verður öll ljósvakastarfsemi 365, sjónvarps-, útvarps- og íþróttadeild. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 365.

Ágúst Héðinsson verður framkvæmdastjóri Ljósvakasviðs en hann hefur stýrt útvarpi og sporti undanfarin misseri. Jóhanna Margrét Gísladóttir mun vera Ágústi innan handar í rekstri sviðsins.

Arndís Huld Hákonardóttir tekur við sem markaðsstjóri 365 miðla hf., frá og með 1. mars. Arndís hefur unnið hjá markaðsdeild 365 undanfarin tvö ár.

„Þetta verður bara spennandi. Ég hef komið að ýmsu í þessum fjölmiðlageira í gegnum árin.Það má segja að við séum stödd í smá ólgusjó þegar kemur að dreifingu sjónvarpsefnis og það er bara spennandi áskorun að taka þátt í þessari öru þróun,“ segir Ágúst.


Tengdar fréttir

Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365

Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×