Endurkoma Nokia STJÓRNARMAÐURINN skrifar 5. mars 2017 11:00 Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. Nokia er vissulega fjölbreytt fyrirtæki en farsímadeild félagsins var seld til Microsoft fyrir nokkrum árum. HDM Global er stofnað af gömlum Nokia-farsímakempum sem hyggjast reisa nafnið úr öskustónni. Auk þess að kaupa farsímahlutann af Microsoft hafa þeir einnig fengið leyfi hjá Nokia til að framleiða farsíma undir merkjum félagsins. Þegar markaðshlutdeild Nokia féll á nánast einni nóttu var það vegna nýrra og ferskra síma sem komu frá Apple og hinum ýmsu framleiðendum með stýrikerfið Android. Fallið var dramatískt með eindæmum en í árslok 2007 seldi Nokia annan hvern farsíma í heiminum. Fimm árum síðar var hlutfallið 3,5 prósent. Nokia var nátttröllið sem dagaði uppi. Þess vegna er nálgun Nokia nú að mörgu leyti forvitnileg. 3310 símanum er ætlað að höfða til þeirra sem vilja einfaldan síma, eða þeirra sem þurfa að hafa tvo. Síminn býður með öðrum orðum upp á afturhvarf til fortíðar. Sennilegt er að markhópurinn sé nokkuð stór. Þannig hefur það færst í aukana meðal voldugra í viðskiptalífinu í Bretlandi að vera einungis með gamlan Nokia síma sem aðeins ber símtöl og textaskilaboð. Þannig gefa þeir þau skilaboð að þeir séu ekki þrælar tölvupóstsins heldur ráði tíma sínum sjálfir. Phillip Green, eigandi Topshop, er sennilega þekktasta dæmið. Kannski er Nokia nú með puttann á púlsinum, rétt eins og þeir sváfu á verðinum fyrir um áratug? Getum við annars ekki öll verið sammála um að stundum sé nauðsynlegt að gefa snjallsímanum frí?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. Nokia er vissulega fjölbreytt fyrirtæki en farsímadeild félagsins var seld til Microsoft fyrir nokkrum árum. HDM Global er stofnað af gömlum Nokia-farsímakempum sem hyggjast reisa nafnið úr öskustónni. Auk þess að kaupa farsímahlutann af Microsoft hafa þeir einnig fengið leyfi hjá Nokia til að framleiða farsíma undir merkjum félagsins. Þegar markaðshlutdeild Nokia féll á nánast einni nóttu var það vegna nýrra og ferskra síma sem komu frá Apple og hinum ýmsu framleiðendum með stýrikerfið Android. Fallið var dramatískt með eindæmum en í árslok 2007 seldi Nokia annan hvern farsíma í heiminum. Fimm árum síðar var hlutfallið 3,5 prósent. Nokia var nátttröllið sem dagaði uppi. Þess vegna er nálgun Nokia nú að mörgu leyti forvitnileg. 3310 símanum er ætlað að höfða til þeirra sem vilja einfaldan síma, eða þeirra sem þurfa að hafa tvo. Síminn býður með öðrum orðum upp á afturhvarf til fortíðar. Sennilegt er að markhópurinn sé nokkuð stór. Þannig hefur það færst í aukana meðal voldugra í viðskiptalífinu í Bretlandi að vera einungis með gamlan Nokia síma sem aðeins ber símtöl og textaskilaboð. Þannig gefa þeir þau skilaboð að þeir séu ekki þrælar tölvupóstsins heldur ráði tíma sínum sjálfir. Phillip Green, eigandi Topshop, er sennilega þekktasta dæmið. Kannski er Nokia nú með puttann á púlsinum, rétt eins og þeir sváfu á verðinum fyrir um áratug? Getum við annars ekki öll verið sammála um að stundum sé nauðsynlegt að gefa snjallsímanum frí?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira