Innlent

Jóhannes Kr. hlaut blaðamannaverðlaun ársins: Sigrún Ósk með umfjöllun ársins

Birgir Olgeirsson skrifar
Jóhannes Kr. Kristjánsson var valinn blaðamaður ársins en Sigrún Ósk hlaut blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun ársins.
Jóhannes Kr. Kristjánsson var valinn blaðamaður ársins en Sigrún Ósk hlaut blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun ársins.

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir vann í dag blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir umfjöllun ársins. Um var að ræða þáttaröðina Leitin að upprunanum sem sýnd var á Stöð 2 sem segir sögu þriggja ættleiddra kvenna og árangursríka eftirgrennslan landa á milli um rætur þeirra.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir fékk verðlaun fyrir viðtal ársins við Berglindi Ósk Guðmundsdóttur sem birtist í Stundinni. Í viðtalinu sagði Berglind sögu systur sinnar sem svipti sig lífi eftir áralanga baráttu við eiturlyfjafíkn og afleiðingar misnotkunar.

Tryggvi Aðalbjörnsson, frá RÚV, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Hlaut Tryggi þau verðlaun fyrir umfjöllun sína um brot Brúneggja ehf. gegn dýravernd og svik við neytendur og máttleysi eftirlitsstofnana til að takast á við brotin.

Loks var Jóhannes Kr. Kristjánsson, frá Reykjavík Media, valinn blaðamaður ársins fyrir ítarlega rannsóknir á þeim hluta Panamaskjalanna sem vörðuðu íslenska hagsmuni og umfjöllun, í samstarfi við aðra miðla, um mikil viðskipti í skattaskjólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×