Trump kynnir nýja ferðabannstilskipun í dag Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2017 12:52 Donald Trump. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag skrifa undir nýja forsetatilskipun sem er ætlað að koma í stað ferðabannstilskipunarinnar sem bandarískir dómstólar felldu úr gildi í síðasta mánuði. Fyrri tilskipun bannaði ríkisborgurum frá Írak, Sýrlandi, Súdan, Íran, Sómalíu, Líbíu og Jemen að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því morgun að stærsta breytingin með nýju tilskipuninni sé að hún nái ekki til írakskra ríkisborgara og fari vægari höndum um ríkisborgara þeirra ríkja sem tilskipunin nær til og hafa þegar fengið samþykkta vegabréfsáritun og öðlast atvinnuréttindi í landinu. Aðalráðgjafi Trump, Steve Bannon, Jared Kushner, tengdasonur Trump, og starfsmenn í bandaríska dómsmálaráðuneytinu hafa unnið saman að því síðustu daga að fínpússa tilskipunina. Fyrri tilskipun kom í veg fyrir að flóttamenn gætu sótt um hæli í Bandaríkjunum næstu 120 daga. Þá yrðu öllum sýrlenskum flóttamönnum meinuð innganga ótímabundið. Tilskipunin olli mikilli ringulreið á flugvöllum víða um heim og var henni harðlega mótmælt. Alríkisdómari dæmdi síðar að tilskipunin stríddi gegn stjórnarskrá landsins. Trump sagðist þá ætla að fara með málið alla leið til hæstaréttar landsins, en hætti að lokum við og sagðist ætla að skrifa undir breytta tilskipun.Uppfært 14:50: Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, segir í samtali við Fox News að Trump muni skrifa undir tilskipunina síðar í dag. Bannið muni taka gildi 16. mars næstkomandi. Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag skrifa undir nýja forsetatilskipun sem er ætlað að koma í stað ferðabannstilskipunarinnar sem bandarískir dómstólar felldu úr gildi í síðasta mánuði. Fyrri tilskipun bannaði ríkisborgurum frá Írak, Sýrlandi, Súdan, Íran, Sómalíu, Líbíu og Jemen að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því morgun að stærsta breytingin með nýju tilskipuninni sé að hún nái ekki til írakskra ríkisborgara og fari vægari höndum um ríkisborgara þeirra ríkja sem tilskipunin nær til og hafa þegar fengið samþykkta vegabréfsáritun og öðlast atvinnuréttindi í landinu. Aðalráðgjafi Trump, Steve Bannon, Jared Kushner, tengdasonur Trump, og starfsmenn í bandaríska dómsmálaráðuneytinu hafa unnið saman að því síðustu daga að fínpússa tilskipunina. Fyrri tilskipun kom í veg fyrir að flóttamenn gætu sótt um hæli í Bandaríkjunum næstu 120 daga. Þá yrðu öllum sýrlenskum flóttamönnum meinuð innganga ótímabundið. Tilskipunin olli mikilli ringulreið á flugvöllum víða um heim og var henni harðlega mótmælt. Alríkisdómari dæmdi síðar að tilskipunin stríddi gegn stjórnarskrá landsins. Trump sagðist þá ætla að fara með málið alla leið til hæstaréttar landsins, en hætti að lokum við og sagðist ætla að skrifa undir breytta tilskipun.Uppfært 14:50: Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, segir í samtali við Fox News að Trump muni skrifa undir tilskipunina síðar í dag. Bannið muni taka gildi 16. mars næstkomandi.
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53