Fótbolti

Ofdekraðar ofurstjörnur hjá Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
De Laurentiis er vanur að hrista upp í hlutunum.
De Laurentiis er vanur að hrista upp í hlutunum. vísir/getty
Hinn litríki forseti Napoli, Aurelio de Laurentiis, hefur aðeins tendrað bálið fyrir leik Napoli og Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.

De Laurentiis er ekki hrifinn af því hvernig stjörnur Real Madrid haga sér og segir að Real sé ekki góður staður fyrir þjálfara.

Rafa Benitez, fyrrum þjálfari Napoli, entist aðeins í sex mánuði hjá Real eftir að hafa lent í opinberum deilum við Sergio Ramos og Cristiano Ronaldo.

„Ég gladdist með Benitez er hann fékk starfið en allir þjálfarar sem semja við Real eru í hættu. Þarna eru leikmenn, ofdekraðar ofurstjörnur sem eru óhræddar við að fara á móti þjálfaranum. Það hefur áhrif á spilamennsku liðsins,“ sagði De Laurentiis.

Real vann fyrri leik liðanna 3-1 þannig að það er verk að vinna hjá drengjum De Laurentiis í kvöld. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×