Fótbolti

Xavi ekki tilbúinn fyrir þjálfarastarf Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Xavi ætlar ekki að taka við af vini sínum, Enrique.
Xavi ætlar ekki að taka við af vini sínum, Enrique. vísir/getty
Barcelona-goðsögnin Xavi segist hafa áhuga á því að verða þjálfari Barcelona einn daginn en hefur ekki áhuga á því að taka við liðinu í sumar.

Luis Enrique mun hætta með liðið í sumar og leitin að eftirmanni hans er í fullum gangi. Nafn Xavi var eitt af þeim sem voru í umræðunni.

Xavi, sem orðinn er 37 ára, er enn að spila með Al Sadd í Katar. Eftirlaunasjóðurinn ætti því að vera í lagi.

„Að verða þjálfari Barceona er draumur hjá mér. Ég er að vinna í því að geta orðið þjálfari Barcelona. Ég á enn eftir að fá mín þjálfararéttindi,“ sagði Xavi.

„Það er margt sem ég þarf að læra og ég verð ekki orðinn tilbúinn fyrir næsta tímabil. Ég er líka enn að hugsa eins og leikmaður en ekki eins og þjálfari. Næsta tímabil verður mitt síðasta sem leikmaður og svo fer ég að hugsa eins og þjálfari.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×