Sturlaðar staðreyndir um sigur Barcelona í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2017 11:30 Barcelona-menn fagna. Vísir/Getty Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni. Barcelona þurfti að vinna upp 4-0 tap fyrir Paris Saint Germain í fyrri leiknum og tókst það eftir ótrúlegan 6-1 sigur á Nou Camp í gærkvöldi þar sem þrjú markanna komu í blálokin. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og undir lokins var pressan ótrúleg. Leikmenn Parísarliðsins hrökkluðust hreinlega undan sóknarpressu Barcelona og Börsungum tókst hið ómögulega dyggilega studdir af blóðheitum stuðningsmönnum sínum. Twitter-síða Squawka Football er dugleg að birta allskonar tölulegar staðreyndir um alþjóðlega fótoboltann og starfsmenn síðunnar hafa verið í yfirvinnu eftir sigur Barcelona í gærkvöldi. Þar á meðal eru nokkrar sturlaðar staðreyndir. Önnur þeirra snýr að þriggja manna varnarlínu Barcelona-liðsins sem er vissulega vön því að spila framarlega á vellinum en þó sjaldan eins framarlega og í gær. Varnarlínan var skipuð þeim Gerard Piqué, Samuel Umtiti og Javier Mascherano og þessir þrír voru meira inn á vallarhelmingi Paris Saint Germain en inn á sínum eigin vallarhelmingi í leiknum í gær. Hitakortið hjá þeim er líkara framherjum heldur en varnarmönnum. Squawka tekur einnig saman magnaða tölfræði eftir 85. mínútu leiksins. Barcelona náði þá sex skotum, skoraði þrjú mörk og leikmenn Parísarliðsins náðu aðeins fjórum heppnuðum sendingum. Það sem gerir þessar fjórar sendingar enn ótrúlegri að þrjár þeirra voru upphafsspyrna eftir að Barcelona-liðið hafði skorað. Hér fyrir neðan má sjá þessar sturluðu staðreyndir um leikinn í gær en þessi sögulegu úrslit kalla svo sannarlega á öðruvísi tölfræði.HEATMAP: Barcelona's back-three spent more time in PSG's half their own tonight. In Barcelona's half (49%)In PSG's half (51%) pic.twitter.com/hd4mf9S0oW— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 After the 85th minute:Barcelona had 6 shots.Barcelona scored 3 goals.PSG completed 4 passes, 3 from kick off situations.Wow. pic.twitter.com/UN9f0Co2V8— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 PSG passes after the 85th minute mark:To Barcelona players (4)To PSG players (4)Out of touch (2) pic.twitter.com/S7iXo1rOM3— Squawka Football (@Squawka) March 9, 2017 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Sjá meira
Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni. Barcelona þurfti að vinna upp 4-0 tap fyrir Paris Saint Germain í fyrri leiknum og tókst það eftir ótrúlegan 6-1 sigur á Nou Camp í gærkvöldi þar sem þrjú markanna komu í blálokin. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og undir lokins var pressan ótrúleg. Leikmenn Parísarliðsins hrökkluðust hreinlega undan sóknarpressu Barcelona og Börsungum tókst hið ómögulega dyggilega studdir af blóðheitum stuðningsmönnum sínum. Twitter-síða Squawka Football er dugleg að birta allskonar tölulegar staðreyndir um alþjóðlega fótoboltann og starfsmenn síðunnar hafa verið í yfirvinnu eftir sigur Barcelona í gærkvöldi. Þar á meðal eru nokkrar sturlaðar staðreyndir. Önnur þeirra snýr að þriggja manna varnarlínu Barcelona-liðsins sem er vissulega vön því að spila framarlega á vellinum en þó sjaldan eins framarlega og í gær. Varnarlínan var skipuð þeim Gerard Piqué, Samuel Umtiti og Javier Mascherano og þessir þrír voru meira inn á vallarhelmingi Paris Saint Germain en inn á sínum eigin vallarhelmingi í leiknum í gær. Hitakortið hjá þeim er líkara framherjum heldur en varnarmönnum. Squawka tekur einnig saman magnaða tölfræði eftir 85. mínútu leiksins. Barcelona náði þá sex skotum, skoraði þrjú mörk og leikmenn Parísarliðsins náðu aðeins fjórum heppnuðum sendingum. Það sem gerir þessar fjórar sendingar enn ótrúlegri að þrjár þeirra voru upphafsspyrna eftir að Barcelona-liðið hafði skorað. Hér fyrir neðan má sjá þessar sturluðu staðreyndir um leikinn í gær en þessi sögulegu úrslit kalla svo sannarlega á öðruvísi tölfræði.HEATMAP: Barcelona's back-three spent more time in PSG's half their own tonight. In Barcelona's half (49%)In PSG's half (51%) pic.twitter.com/hd4mf9S0oW— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 After the 85th minute:Barcelona had 6 shots.Barcelona scored 3 goals.PSG completed 4 passes, 3 from kick off situations.Wow. pic.twitter.com/UN9f0Co2V8— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 PSG passes after the 85th minute mark:To Barcelona players (4)To PSG players (4)Out of touch (2) pic.twitter.com/S7iXo1rOM3— Squawka Football (@Squawka) March 9, 2017
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Sjá meira