Óvænt risaskipti í NBA-deildinni | Vandræðabarnið orðið Pelíkani Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2017 09:00 DeMarcus Cousins. Vísir/AP DeMarcus Cousins, einn besti og fyrirferðamesti stóri maður NBA-deildinni, er á leið í nýtt félag í NBA-deildinni í körfubolta eftir að Sacramento Kings og New Orleans Pelicans sættust á leikmannaskipti í nótt. Með þessum risaskiptum liðanna munu tveir stórir stjörnuleikmenn spila hlið við hlið því fyrir hjá New Orleans Pelicans er Anthony Davis sem í nótt setti stigamet með því að skora 52 stig í Stjörnuleiknum sem fór einmitt fram í New Orleans. Sacramento Kings lætur DeMarcus Cousins og Omri Casspi frá sér en fær í staðinn Buddy Hield, Tyreke Evans og Langston Galloway auk tveggja valrétta í fyrstu og annarri umferð nýliðavalsins í sumar. ESPN segir meðal annars frá. Sacramento Kings hefur þar með endanlega gefist upp á DeMarcus Cousins sem er mesti vandræðagemlingur deildarinnar. Það efast enginn um hæfileikana þar á bæ en vandamálin eru í kringum samskipti hans við aðra í liðinu ekki síst þjálfarana sem hafa komið og farið hjá Sacramento Kings á undanförnum árum. DeMarcus Cousins hefur skorað 27,8 stig að meðaltali í leik með Sacramento Kings á tímabilinu sem er það þriðja hæsta hjá leikmanni sem lið lætur fara í sögu NBA. Hinir tveir eru Wilt Chamberlain (38,9 1964-65) og Allen Iverson (31,2 2006-07). Cousins er einnig með 10,7 fráköst, 4,9 stoðsendingar og 1,3 varin skot í leik og hefur einnig bætt þriggja sitga nýtingu sína. Það er ljóst að það verður ekkert grín að eiga við þá Anthony Davis og DeMarcus Cousins sem eru eini leikmennirnir í NBA sem hafa verið með 20 stig og 10 frák0st á síðustu fjórum tímabilum. Þeir eru líka ásamt Russell Westbrook þeir einu sem eru með að minnsta kosti 25 stig og 10 fráköst í leik á þessu tímabili. Lið Sacramento Kings vann aðeins 35 prósent leikja sinna þessi tæpu sjö tímabil sem DeMarcus Cousins lék með liðinu og nú var greinilega komið á endastöð að mati manna þar á bæ. Stanslausar útistöður hans við dómara voru ekki að gera mönnum lífið auðveldlega og menn gáfust upp á því að bíða eftir að hann þroskaðist.DeMarcus Cousins Since 2010-11, leads NBA in ... Technical fouls 105 Times fouling out 46 Ejections 12 — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 20, 2017 Það fréttist af miklum áhuga New Orleans Pelicans til að fá meiri hjálp fyrir Anthony Davis í sóknarleiknum og liðið var að skoða aðra möguleika. Það að þeir skuli hafa náð í DeMarcus Cousins er mjög athyglisvert en það sýnir kannski svart á hvítu hversu erfitt samlífið hefur verið hjá Sacramento Kings að félagið er tilbúið að láta langbesta leikmanninn sinn fara. NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
DeMarcus Cousins, einn besti og fyrirferðamesti stóri maður NBA-deildinni, er á leið í nýtt félag í NBA-deildinni í körfubolta eftir að Sacramento Kings og New Orleans Pelicans sættust á leikmannaskipti í nótt. Með þessum risaskiptum liðanna munu tveir stórir stjörnuleikmenn spila hlið við hlið því fyrir hjá New Orleans Pelicans er Anthony Davis sem í nótt setti stigamet með því að skora 52 stig í Stjörnuleiknum sem fór einmitt fram í New Orleans. Sacramento Kings lætur DeMarcus Cousins og Omri Casspi frá sér en fær í staðinn Buddy Hield, Tyreke Evans og Langston Galloway auk tveggja valrétta í fyrstu og annarri umferð nýliðavalsins í sumar. ESPN segir meðal annars frá. Sacramento Kings hefur þar með endanlega gefist upp á DeMarcus Cousins sem er mesti vandræðagemlingur deildarinnar. Það efast enginn um hæfileikana þar á bæ en vandamálin eru í kringum samskipti hans við aðra í liðinu ekki síst þjálfarana sem hafa komið og farið hjá Sacramento Kings á undanförnum árum. DeMarcus Cousins hefur skorað 27,8 stig að meðaltali í leik með Sacramento Kings á tímabilinu sem er það þriðja hæsta hjá leikmanni sem lið lætur fara í sögu NBA. Hinir tveir eru Wilt Chamberlain (38,9 1964-65) og Allen Iverson (31,2 2006-07). Cousins er einnig með 10,7 fráköst, 4,9 stoðsendingar og 1,3 varin skot í leik og hefur einnig bætt þriggja sitga nýtingu sína. Það er ljóst að það verður ekkert grín að eiga við þá Anthony Davis og DeMarcus Cousins sem eru eini leikmennirnir í NBA sem hafa verið með 20 stig og 10 frák0st á síðustu fjórum tímabilum. Þeir eru líka ásamt Russell Westbrook þeir einu sem eru með að minnsta kosti 25 stig og 10 fráköst í leik á þessu tímabili. Lið Sacramento Kings vann aðeins 35 prósent leikja sinna þessi tæpu sjö tímabil sem DeMarcus Cousins lék með liðinu og nú var greinilega komið á endastöð að mati manna þar á bæ. Stanslausar útistöður hans við dómara voru ekki að gera mönnum lífið auðveldlega og menn gáfust upp á því að bíða eftir að hann þroskaðist.DeMarcus Cousins Since 2010-11, leads NBA in ... Technical fouls 105 Times fouling out 46 Ejections 12 — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 20, 2017 Það fréttist af miklum áhuga New Orleans Pelicans til að fá meiri hjálp fyrir Anthony Davis í sóknarleiknum og liðið var að skoða aðra möguleika. Það að þeir skuli hafa náð í DeMarcus Cousins er mjög athyglisvert en það sýnir kannski svart á hvítu hversu erfitt samlífið hefur verið hjá Sacramento Kings að félagið er tilbúið að láta langbesta leikmanninn sinn fara.
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira