Körfubolti

Hrafn hefur náð í þrefalt fleiri stig á móti KR en á móti Stólunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafn Kristjánsson.
Hrafn Kristjánsson. Vísir/Ernir
Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í kvöld í lokaleik 18. umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta en leikurinn verður i beinni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar en með sigri þá ná Stólarnir örðu sætinu af Stjörnunni og tryggja sér jafnframt betri innbyrðisstöðu á móti Stjörnumönnum í vetur.  Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.05.

Hrafn Kristjánsson er á sínu þriðja tímabili með Stjörnuliðið og Stólarnir hafa eiginlega verið grýlan hans frá því að hann mætti í Garðabæinn.

Stjarnan er aðeins búið að vinna 1 af 5 deildarleikjum sínum á móti Tindastól undir stjórn Hrafns.

Sem dæmi hafa Íslandsmeistararnir og deildarmeistararnir í KR aðeins náð að fagna tvisvar sigri í fimm deildarleikjum sínum á móti lærisveinum Hrafns.

Þetta er mikil breyting frá því í þjálfaratíð Teits Örlygssonar en undir hans stjórn unnu Stjörnumenn 6 af 9 deildarleikjum sínum á móti Tindastól.

Israel Martin, þjálfari Tindastóls, hefur fagnað sigri í öllum þremur deildarleikjum sínum á móti Stjörnunni þar á meðal er fyrri leikur liðanna í vetur sem var fyrsti leikur Martin eftir að hann tók á nýjan leik við Stólunum.

Síðustu fimm deildarleikir Tindastóls og Stjörnunnar:

18-11-2016 Tindastóll vann með 8 stigum í Ásgarði (91-83)

18-10-2015 Tindastóll vann með 11 stigum á Sauðárkróki (79-68)

15-01-2016 Stjarnan vann með 5 stigum í Ásgarði (81-76)

08-01-2015 Tindastóll vann með 9 stigum á Sauðárkróki (91-82)

09-10-2014 Tindastóll vann með 5 stigum í Ásgarði (85-80)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×