Erlent

Trump fordæmir árásir gegn gyðingum

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á kosningafundi sínum í Flórída um helgina.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á kosningafundi sínum í Flórída um helgina. Vísir/Getty
„Gyðingahatur er hræðilegt og það verður að hætta. Það mun hætta,“ sagði Donald Trump í dag. Hann var spurður út í þá gífurlegu aukningu sem hefur orðið í hótunum gegn samfélagsmiðstöðum Gyðinga í Bandaríkjunum. Þar á meðal voru sprengjuhótanir.

Samtök gyðinga sem ganga undir nafninu JCC, segja að 69 hótanir hafi borist gegn samfélagsmiðstöðum frá því í janúar. Þar af ellefu bara í gær. Þá voru rúmlega hundrað legsteinar skemmdir í kirkjugarði gyðinga í Missouri um helgina.

Hingað til hefur hann ekki tjáð sig mikið um málið og hefur Trump verið gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu gegn gyðingahatri. Í samtali við blamaðann MSNBC sagðist hann hinsvegar í dag nota hvert tækifæri sem honum gæfist til að fordæma gyðingahatur.

Lindsay Walters, ein af talsmönnum Hvíta hússins, ítrekaði ummæli Trump í dag. Hún sagði hatur og ofbeldi sem byggi á hatri ekki eiga heima í ríki sem er byggt á frelsi einstaklinga.

David Posner frá JCC, segir að engan hafi sakað vegna hótananna sem hafa borist og líklega séu hafi þær verið í plati. Hins vegar hafi meðlimir samtakanna verulegar áhyggjur af kvötunum sem liggja að baki hótunum sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×