Körfubolti

"Er alveg hættur að skilja þetta lið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla.

Þegar fjórum umferðum er ólokið eru Haukar í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Haukar töpuðu fyrir Njarðvík á sunnudaginn, 73-78, og eftir leikinn lét Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðsins, sína menn heyra það og sakaði þá um hugleysi í sókninni.

„Þetta kom mér rosalega á óvart, þetta getuleysi í sókn hjá þeim og ég er ekkert hissa á viðbrögðum Ívars,“ sagði Kristinn Friðriksson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

„Hvernig er hugsunarhátturinn í liðinu? Hvernig eru þeir að hugsa? Eru allir orðnir hræddir við að gera eitthvað? Taka af skarið, taka stóru skotin,“ sagði Hermann Hauksson.

Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru einnig yfir árangur Hauka í jöfnum leikjum í vetur en hann er afar slakur.

„Ég skil ekki þetta lið, ég er alveg hættur að skilja þetta lið,“ sagði Kristinn.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×