Írakar ná flugvellinum í Mosul Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2017 12:12 Öryggissveitir Írak eru studdar af Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum. Vísir/AFP Írakar hafa tekið flugvöll Mosul frá vígamönnum Íslamska ríkisins eftir um fjögurra tíma bardaga. Um er að ræða stóran lið í frelsun vesturhluta borgarinnar. Austurhluti Mosul var frelsaður í síðasta mánuði og aðgerðir í vestri hófust fyrr í vikunni. Mosul er næst stærsta borg Írak og hefur verið undir oki ISIS frá sumrinu 2014, þegar vígamenn gerðu skyndisókn á Írak og hertóku stóran hluta landsins. Öryggissveitir Írak eru studdar af Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum, en írakskir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að erlendir hermenn hefðu tekið þátt í aðgerðunum á og við flugvöllinn. Sveitirnar eru einnig sagðar standa í bardögum við ISIS-liða í nærliggjandi herstöð.Flugvöllurinn þykir mjög mikilvægur, þrátt fyrir að flugbrautin sé ónýt.Vísir/GraphicNewsVesturhluti borgarinnar er minni en austurhluti hennar, en hann er þéttbýlli og íbúar hans eru taldir vera hliðhollari ISIS en aðrir íbúar. Talið er að um 750 þúsund almennir borgarar haldi til í austurhluta Mosul. Þeir höfðu þó verið varaðir við aðgerðinni, en bæklingum var varpað yfir borgina þar sem íbúar voru varaðir við komandi bardögum. Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í janúar að um helmingur allra þeirra sem dóu í bardögum í austurhluta borgarinnar hafi verið almennir borgarar. Vesturhluti borgarinnar er eldri en aðrir og götur þar eru þröngar. Talið er að þrengslin gætu gert öryggissveitunum erfitt fyrir og auðveldað ISIS-liðum að sitja fyrir þeim og notast við sprengjur og gildrur. Vopnaðar sveitir sjálfboðaliða standa einnig í orrustum vestur af Mosul, þar sem þeir berjast gegn ISIS-liðum um fjölda þorpa.Samkvæmt frétt BBC er flugbraut flugvallarins ónýt, en hann þykir þó mjög mikilvægur. Með því að stjórna flugvellinum geta Írakar tryggt aðkomuleiðir að borginni úr suðri. Mið-Austurlönd Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Írakar hafa tekið flugvöll Mosul frá vígamönnum Íslamska ríkisins eftir um fjögurra tíma bardaga. Um er að ræða stóran lið í frelsun vesturhluta borgarinnar. Austurhluti Mosul var frelsaður í síðasta mánuði og aðgerðir í vestri hófust fyrr í vikunni. Mosul er næst stærsta borg Írak og hefur verið undir oki ISIS frá sumrinu 2014, þegar vígamenn gerðu skyndisókn á Írak og hertóku stóran hluta landsins. Öryggissveitir Írak eru studdar af Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum, en írakskir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að erlendir hermenn hefðu tekið þátt í aðgerðunum á og við flugvöllinn. Sveitirnar eru einnig sagðar standa í bardögum við ISIS-liða í nærliggjandi herstöð.Flugvöllurinn þykir mjög mikilvægur, þrátt fyrir að flugbrautin sé ónýt.Vísir/GraphicNewsVesturhluti borgarinnar er minni en austurhluti hennar, en hann er þéttbýlli og íbúar hans eru taldir vera hliðhollari ISIS en aðrir íbúar. Talið er að um 750 þúsund almennir borgarar haldi til í austurhluta Mosul. Þeir höfðu þó verið varaðir við aðgerðinni, en bæklingum var varpað yfir borgina þar sem íbúar voru varaðir við komandi bardögum. Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í janúar að um helmingur allra þeirra sem dóu í bardögum í austurhluta borgarinnar hafi verið almennir borgarar. Vesturhluti borgarinnar er eldri en aðrir og götur þar eru þröngar. Talið er að þrengslin gætu gert öryggissveitunum erfitt fyrir og auðveldað ISIS-liðum að sitja fyrir þeim og notast við sprengjur og gildrur. Vopnaðar sveitir sjálfboðaliða standa einnig í orrustum vestur af Mosul, þar sem þeir berjast gegn ISIS-liðum um fjölda þorpa.Samkvæmt frétt BBC er flugbraut flugvallarins ónýt, en hann þykir þó mjög mikilvægur. Með því að stjórna flugvellinum geta Írakar tryggt aðkomuleiðir að borginni úr suðri.
Mið-Austurlönd Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira