Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 83-76 | Fjórði sigur Stólanna í röð Telma Ösp Einarsdóttir í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 23. febrúar 2017 22:45 Pétur Rúnar átti afbragðs leik í kvöld. vísir/anton brink Í kvöld vann Tindastóll frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn í 19. umferð Domino‘s deildar karla. Þór Þorlákshöfn tapaði þar með sínum níunda leik á tímabilinu og færðist niður í 5. sætið. Bæði lið byruðu leikinn mjög vel og af miklum krafti. Þegar leið á leikhlutann náðu Stólarnir 13 stiga forystu. Í 2. leikhluta komu Þórsarar heldur betur til baka og var 3 stiga munur í hálfleik . Baráttan hélt áfram í seinni hálfleik og Þór gaf ekkert eftir. Liðin skiptust 4 sinnum á forystu í 3. leikhluta. Undir lokin gáfu Þórsararnir allt í þetta en það dugði þó ekki til þess að komast yfir. Tindastóll vann því 83-76 sigur á Þórsurum.Af hverju vann Tindastóll? Það var skýrt frá upphafi að Stólarnir ætluðu sér að vinna þennan leik í kvöld. Þeir byrjuðu leikinn á fyrstu mínútu af miklum krafti. Þeir voru að spila góða vörn sem orsakaði 19 tapaða bolta hjá Þór. Þetta var sannur liðssigur hjá Tindastól.Bestu menn vallarinns: Pétur átti flottan leik. Hann stýrði sóknarleiknum vel og var stigahæstur Stólanna, með 17 stig og 8 fráköst. Hester átti ágætan leik, en hann tók 9 fráköst og skilaði inn 12 stigum. Tobin átti fínan leik fyrir Þór en hann var með 24 stig. Maciej og Magnús áttu fína kafla. Halldór átti svo fína innkomu.Áhugaverð tölfræði: Tindastóll vann frákastabaráttuna 40 -31. Þó að Tindastóll hafi unnið stálu Þórsararnir boltanum 6 sinnum oftar heldur en Stólarnir.Hvað gekk illa? Þórsarar virtust eiga erfitt með að brjóta sig í gegnum vörnina hjá Tindastól, en þeir enduðu oft með að þurfa taka erfið skot. Skotnýting Þórs fyrir utan þriggjastiga línunna var ekki að hjálpa þeim en hún var 29%. Tindastóll var mun ákveðnari í frákastabaráttunni og fengu þeir oft auka sénsa sem þeir nýttu sér vel.Tindastóll-Þór Þ. 83-76 (26-18, 25-22, 20-18, 12-18)Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 19/8 fráköst/7 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 17/7 fráköst, Viðar Ágústsson 14, Helgi Rafn Viggósson 14/7 fráköst, Antonio Hester 12/9 fráköst/4 varin skot, Helgi Freyr Margeirsson 7.Þór Þ.: Tobin Carberry 24/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Breki Þórðason 13, Halldór Garðar Hermannsson 11/4 fráköst/5 stolnir, Maciej Stanislav Baginski 11/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9, Emil Karel Einarsson 6, Ragnar Örn Bragason 2.Martin: Erfitt að dekka þá Israel Martin, þjálfari Tindastólls, var sáttur eftir sigurinn á Þór Þ. í kvöld. „Þetta var mjög erfiður leikur. Við spiluðum á móti Þór og við erum með mjög ólíkan körfuboltastíl. Þeir spila í kringum þriggjastigalínuna og reyna svo að opna teiginn fyrir Kanann þeirra. Þeir skutu um 37 þrista og setja 10 niður. Við tókum varnarfráköstin og það var lykillinn í kvöld. Við vorum með um 10 fráköst fleiri. Þeir tóku bara um 6 sóknarfráköst,“ sagði Martin eftir leikinn. Hann segir að ástæðan fyrir því að Þór kom til baka í 1. leikhlutanum var að þeir hafi verið því að þeir voru með of marga stolna bolta. Þeir voru með um 20 stolna bolta sem honum fannst of mikið og verður að minnka. „Við erum að spila á móti góðu liði og þeir reyna að finna lausnir. Það er erfitt að dekka þá því þeir spila fyrir utan þriggjastigalínuna og þá fá þeir hellings pláss. Þeir eru með leikmann eins og Tobin sem er góður að keyra á körfuna. Við verðum að taka ákvörðun um hvort við ætlum að stoppa þá þegar þeir keyra á okkur eða leyfa þeim að skjóta. Í dag reyndum við að stoppa þá þegar þeir keyrðu á okkur og gefa þeim skotið. Það var að virka,“ bætti Martin við. „Það verður að berjast í 40 mínútur í hverjum leik, en að fá á okkur 76 stig er gott,“ sagði hann að lokum.Einar: Þeir voru harðari af sér Einar Árni Jóhannson, þjálfari Þórs Þ., var svekktur eftir að hafa tapað leik kvöldsins á móti Tindastóli. „Við vorum ekki nógu góðir. Það þarf að spila mjög vel ef maður ætlar koma hingað og vinna. Við vorum bara töluvert frá því. Við vorum alltof kaflaskiptir. Það komu fínir sprettir þar sem við vorum að gera ágætlega, en þess á milli vorum við ekki góðir varnarlega. Það er erfitt að vinna gott lið ef þú ætlar ekki að spila sterkann varnarleik í 40 mínútur,“ sagði Einar eftir leikinn. Hann segir að Stólarnir hafi verið harðari af sér. Þeir séu líkamlega sterkir og fastir fyrir. Hann bætir við að þeir hafi ekki verið til í að slást nema stundum og það sé vont að takast á við Tindastól í 40 mínútur. „Þeir voru að gera vel sóknarlega, fengu fullt af auðveldum körfum. Þeir voru að losa boltann inná Hester. Einföldu „cuttin“ voru þeir að fá sniðsskot fyrir og við vorum í vandræðum með að halda strákum eins og Björgvin og Pétur fyrir framan okkur. Þá er þetta bara erfitt,“ sagði Einar. Hann segir að framhaldið sé bara blóð og barátta. Þeir vissu fyrir þennan leik að þeir væru að fara í endasprettinn svo það eru tvö mikilvæg stig í boði. „Nú erum við að hugsa þetta sem einn leik í einu. Næst er það ÍR og það er risaleikur. Það eru tvö gríðarlega mikilvæg stig í boði þar og við ætlum að vinna,“ sagði Einar að lokum.Pétur: Allir að leggja í púkkið Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var sáttur með sigur kvöldsins í 19. umferð Domino‘s- deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Flottur sigur og allir að leggja í púkkið, frábær liðssigur,“ sagði Pétur við Vísi að leik loknum. Pétur Rúnar fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu í leiknum og aðspurður um hana sagði hann að honum hafi ekki fundist hann lyfta fætinum. Dómararnum fannst þó að hann hafi lyft honum. „Þá er þetta óíþróttamannsleg villa og það er þá bara svoleiðis,“ bætti hann við. Hann sagði að þeir hafi verið mjög góðir varnarlega eins og á mánudaginn. Þeir náðu að rúlla svoldið á sínum mönnum og það sé varnarlega sem þeir hafi unnið leikinn. „Þrír leikir eftir og svo úrslitakeppnin það er bara tilhlökkun í mannskapnum,“ sagði Pétur Rúnar að lokum.Halldór: Hver leikur eins og úrslitaleikur Halldór G. Hermannsson, leikmaður Þórs Þ., var frekar svektur eftir tap gegn Stólunum í kvöld. „Við áttum ekki góðan skotdag og ef maður ætlar að vinna í Síkinu þá þarf að eiga góðan skotdag. Þau voru bara ekki að falla í dag,“ sagði Halldór í samtali við Vísi eftir leik. Hann heldur að þetta hafi verið mjög erfiður leikur til að dæma, því bæði lið voru að spila mjög fast. Hann bætir við að hver leikur sé eins og úrslitaleikur eins og staðan er núna í deildinni. „Mér fannst við svolítið hægir til baka um tíma í 3. leikhluta og þá keyrðu þeir yfir okkur. Mér fannst við koma vel til baka í 4. leikhluta og veita þeim hörku leik í lokinn. Við vorum svo óheppnir að stela þessu ekki,“ sagði Halldór. Dominos-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Í kvöld vann Tindastóll frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn í 19. umferð Domino‘s deildar karla. Þór Þorlákshöfn tapaði þar með sínum níunda leik á tímabilinu og færðist niður í 5. sætið. Bæði lið byruðu leikinn mjög vel og af miklum krafti. Þegar leið á leikhlutann náðu Stólarnir 13 stiga forystu. Í 2. leikhluta komu Þórsarar heldur betur til baka og var 3 stiga munur í hálfleik . Baráttan hélt áfram í seinni hálfleik og Þór gaf ekkert eftir. Liðin skiptust 4 sinnum á forystu í 3. leikhluta. Undir lokin gáfu Þórsararnir allt í þetta en það dugði þó ekki til þess að komast yfir. Tindastóll vann því 83-76 sigur á Þórsurum.Af hverju vann Tindastóll? Það var skýrt frá upphafi að Stólarnir ætluðu sér að vinna þennan leik í kvöld. Þeir byrjuðu leikinn á fyrstu mínútu af miklum krafti. Þeir voru að spila góða vörn sem orsakaði 19 tapaða bolta hjá Þór. Þetta var sannur liðssigur hjá Tindastól.Bestu menn vallarinns: Pétur átti flottan leik. Hann stýrði sóknarleiknum vel og var stigahæstur Stólanna, með 17 stig og 8 fráköst. Hester átti ágætan leik, en hann tók 9 fráköst og skilaði inn 12 stigum. Tobin átti fínan leik fyrir Þór en hann var með 24 stig. Maciej og Magnús áttu fína kafla. Halldór átti svo fína innkomu.Áhugaverð tölfræði: Tindastóll vann frákastabaráttuna 40 -31. Þó að Tindastóll hafi unnið stálu Þórsararnir boltanum 6 sinnum oftar heldur en Stólarnir.Hvað gekk illa? Þórsarar virtust eiga erfitt með að brjóta sig í gegnum vörnina hjá Tindastól, en þeir enduðu oft með að þurfa taka erfið skot. Skotnýting Þórs fyrir utan þriggjastiga línunna var ekki að hjálpa þeim en hún var 29%. Tindastóll var mun ákveðnari í frákastabaráttunni og fengu þeir oft auka sénsa sem þeir nýttu sér vel.Tindastóll-Þór Þ. 83-76 (26-18, 25-22, 20-18, 12-18)Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 19/8 fráköst/7 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 17/7 fráköst, Viðar Ágústsson 14, Helgi Rafn Viggósson 14/7 fráköst, Antonio Hester 12/9 fráköst/4 varin skot, Helgi Freyr Margeirsson 7.Þór Þ.: Tobin Carberry 24/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Breki Þórðason 13, Halldór Garðar Hermannsson 11/4 fráköst/5 stolnir, Maciej Stanislav Baginski 11/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9, Emil Karel Einarsson 6, Ragnar Örn Bragason 2.Martin: Erfitt að dekka þá Israel Martin, þjálfari Tindastólls, var sáttur eftir sigurinn á Þór Þ. í kvöld. „Þetta var mjög erfiður leikur. Við spiluðum á móti Þór og við erum með mjög ólíkan körfuboltastíl. Þeir spila í kringum þriggjastigalínuna og reyna svo að opna teiginn fyrir Kanann þeirra. Þeir skutu um 37 þrista og setja 10 niður. Við tókum varnarfráköstin og það var lykillinn í kvöld. Við vorum með um 10 fráköst fleiri. Þeir tóku bara um 6 sóknarfráköst,“ sagði Martin eftir leikinn. Hann segir að ástæðan fyrir því að Þór kom til baka í 1. leikhlutanum var að þeir hafi verið því að þeir voru með of marga stolna bolta. Þeir voru með um 20 stolna bolta sem honum fannst of mikið og verður að minnka. „Við erum að spila á móti góðu liði og þeir reyna að finna lausnir. Það er erfitt að dekka þá því þeir spila fyrir utan þriggjastigalínuna og þá fá þeir hellings pláss. Þeir eru með leikmann eins og Tobin sem er góður að keyra á körfuna. Við verðum að taka ákvörðun um hvort við ætlum að stoppa þá þegar þeir keyra á okkur eða leyfa þeim að skjóta. Í dag reyndum við að stoppa þá þegar þeir keyrðu á okkur og gefa þeim skotið. Það var að virka,“ bætti Martin við. „Það verður að berjast í 40 mínútur í hverjum leik, en að fá á okkur 76 stig er gott,“ sagði hann að lokum.Einar: Þeir voru harðari af sér Einar Árni Jóhannson, þjálfari Þórs Þ., var svekktur eftir að hafa tapað leik kvöldsins á móti Tindastóli. „Við vorum ekki nógu góðir. Það þarf að spila mjög vel ef maður ætlar koma hingað og vinna. Við vorum bara töluvert frá því. Við vorum alltof kaflaskiptir. Það komu fínir sprettir þar sem við vorum að gera ágætlega, en þess á milli vorum við ekki góðir varnarlega. Það er erfitt að vinna gott lið ef þú ætlar ekki að spila sterkann varnarleik í 40 mínútur,“ sagði Einar eftir leikinn. Hann segir að Stólarnir hafi verið harðari af sér. Þeir séu líkamlega sterkir og fastir fyrir. Hann bætir við að þeir hafi ekki verið til í að slást nema stundum og það sé vont að takast á við Tindastól í 40 mínútur. „Þeir voru að gera vel sóknarlega, fengu fullt af auðveldum körfum. Þeir voru að losa boltann inná Hester. Einföldu „cuttin“ voru þeir að fá sniðsskot fyrir og við vorum í vandræðum með að halda strákum eins og Björgvin og Pétur fyrir framan okkur. Þá er þetta bara erfitt,“ sagði Einar. Hann segir að framhaldið sé bara blóð og barátta. Þeir vissu fyrir þennan leik að þeir væru að fara í endasprettinn svo það eru tvö mikilvæg stig í boði. „Nú erum við að hugsa þetta sem einn leik í einu. Næst er það ÍR og það er risaleikur. Það eru tvö gríðarlega mikilvæg stig í boði þar og við ætlum að vinna,“ sagði Einar að lokum.Pétur: Allir að leggja í púkkið Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var sáttur með sigur kvöldsins í 19. umferð Domino‘s- deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Flottur sigur og allir að leggja í púkkið, frábær liðssigur,“ sagði Pétur við Vísi að leik loknum. Pétur Rúnar fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu í leiknum og aðspurður um hana sagði hann að honum hafi ekki fundist hann lyfta fætinum. Dómararnum fannst þó að hann hafi lyft honum. „Þá er þetta óíþróttamannsleg villa og það er þá bara svoleiðis,“ bætti hann við. Hann sagði að þeir hafi verið mjög góðir varnarlega eins og á mánudaginn. Þeir náðu að rúlla svoldið á sínum mönnum og það sé varnarlega sem þeir hafi unnið leikinn. „Þrír leikir eftir og svo úrslitakeppnin það er bara tilhlökkun í mannskapnum,“ sagði Pétur Rúnar að lokum.Halldór: Hver leikur eins og úrslitaleikur Halldór G. Hermannsson, leikmaður Þórs Þ., var frekar svektur eftir tap gegn Stólunum í kvöld. „Við áttum ekki góðan skotdag og ef maður ætlar að vinna í Síkinu þá þarf að eiga góðan skotdag. Þau voru bara ekki að falla í dag,“ sagði Halldór í samtali við Vísi eftir leik. Hann heldur að þetta hafi verið mjög erfiður leikur til að dæma, því bæði lið voru að spila mjög fast. Hann bætir við að hver leikur sé eins og úrslitaleikur eins og staðan er núna í deildinni. „Mér fannst við svolítið hægir til baka um tíma í 3. leikhluta og þá keyrðu þeir yfir okkur. Mér fannst við koma vel til baka í 4. leikhluta og veita þeim hörku leik í lokinn. Við vorum svo óheppnir að stela þessu ekki,“ sagði Halldór.
Dominos-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira