Anton: Það er enginn að væla Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöllinni skrifar 25. febrúar 2017 18:31 Anton fagnar með félögum sínum. vísir/andri marinó „Ég get alveg viðurkennt það, ég horfði í að vinna titla með Val. Ég hef gert það áður og það var að sjálfsögðu markmiðið,“ sagði Anton Rúnarsson, leikstjórnandi Vals, eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. Hann segir að Valsmenn hafi sýnt mikinn styrk um helgina í ljós þess mikla leikjaálags sem hefur verið á liðinu að undanförnu. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er mikið álag á okkar liði. En það er enginn að væla yfir því, það vilja allir spila þessa leiki. Við sýndum það svo sannarlega um helgina. Við spiluðum við tvö frábær lið og mismunandi varnir en við tækluðum þetta og hausinn var rétt skrúfaður á,“ sagði Anton. Afturelding breytti um vörn um miðbik seinni hálfleiks. Anton kvaðst ánægður með hvernig Valsmenn leystu það. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn að þeir myndu spila þetta vel. Ég var búinn að undirbúa mig vel og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton. En hvað gefa síðustu fjórir leikir, bikarleikirnir tveir og Evrópuleikirnir um síðustu helgi, Valsmönnum í framhaldinu? „Rosalega mikið. Við höfum eytt miklum tíma saman og spilað marga leiki á stuttum tíma. Nú fer seinni hlutinn að byrja og þetta gefur okkur mikið fyrir hann,“ sagði Anton að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag. 25. febrúar 2017 19:45 Bikarkóngurinn Óskar Bjarni: Hefðum getað farið á taugum Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Val í fimmta sinn til bikarmeistaratitils. Hann er sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppninnar og hann var að vonum alsæll eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. 25. febrúar 2017 18:20 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
„Ég get alveg viðurkennt það, ég horfði í að vinna titla með Val. Ég hef gert það áður og það var að sjálfsögðu markmiðið,“ sagði Anton Rúnarsson, leikstjórnandi Vals, eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. Hann segir að Valsmenn hafi sýnt mikinn styrk um helgina í ljós þess mikla leikjaálags sem hefur verið á liðinu að undanförnu. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er mikið álag á okkar liði. En það er enginn að væla yfir því, það vilja allir spila þessa leiki. Við sýndum það svo sannarlega um helgina. Við spiluðum við tvö frábær lið og mismunandi varnir en við tækluðum þetta og hausinn var rétt skrúfaður á,“ sagði Anton. Afturelding breytti um vörn um miðbik seinni hálfleiks. Anton kvaðst ánægður með hvernig Valsmenn leystu það. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn að þeir myndu spila þetta vel. Ég var búinn að undirbúa mig vel og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton. En hvað gefa síðustu fjórir leikir, bikarleikirnir tveir og Evrópuleikirnir um síðustu helgi, Valsmönnum í framhaldinu? „Rosalega mikið. Við höfum eytt miklum tíma saman og spilað marga leiki á stuttum tíma. Nú fer seinni hlutinn að byrja og þetta gefur okkur mikið fyrir hann,“ sagði Anton að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag. 25. febrúar 2017 19:45 Bikarkóngurinn Óskar Bjarni: Hefðum getað farið á taugum Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Val í fimmta sinn til bikarmeistaratitils. Hann er sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppninnar og hann var að vonum alsæll eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. 25. febrúar 2017 18:20 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag. 25. febrúar 2017 19:45
Bikarkóngurinn Óskar Bjarni: Hefðum getað farið á taugum Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Val í fimmta sinn til bikarmeistaratitils. Hann er sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppninnar og hann var að vonum alsæll eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. 25. febrúar 2017 18:20