Jórunn Viðar er látin Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2017 22:15 Jórunn var sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989. Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, lést í dag, 98 ára að aldri. Jórunn fæddist í Reykjavík þann 7. desember 1918 , dóttir hjónanna Katrínar og Einars Viðar. Jórunn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík átján ára gömul og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og sigldi svo til Berlínar þar sem hún hóf framhaldsnám í píanóleik við Hochschule für Musik. Á árunum 1943 til 1945 nam hún tónsmíðar við Juilliard School of Music í New York hjá Vittorio Giannini. Að námi loknu sneri hún aftur til Íslands og átti eftir að vera mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi, bæði sem píanóleikari og tónskáld. Á meðal merkustu verka Jórunnar má nefna ballettana Eld og Ólaf Liljurós, tónlistina við kvikmyndina Síðasta bæinn í dalnum og píanókonsertinn Sláttu. Þá samdi hún fjölmörg þjóðþekkt sönglög á borð við jólalögin Jól og Það á að gefa börnum brauð. Hún var lengi eina konan í Tónskáldafélagi Íslands. Jórunn Viðar var valin borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1999, hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og Menningarverðlaun DV 2009. Jórunn var á lista yfir þá sem fá heiðurslaun listamanna og var hún sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989. Jórunn giftist Lárusi Fjeldsted forstjóra (f. 1918, d. 1985) og eignuðust þau þrjú börn: Lárus (f. 1942); Katrínu (f. 1946) og Lovísu (f. 1951). Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, lést í dag, 98 ára að aldri. Jórunn fæddist í Reykjavík þann 7. desember 1918 , dóttir hjónanna Katrínar og Einars Viðar. Jórunn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík átján ára gömul og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og sigldi svo til Berlínar þar sem hún hóf framhaldsnám í píanóleik við Hochschule für Musik. Á árunum 1943 til 1945 nam hún tónsmíðar við Juilliard School of Music í New York hjá Vittorio Giannini. Að námi loknu sneri hún aftur til Íslands og átti eftir að vera mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi, bæði sem píanóleikari og tónskáld. Á meðal merkustu verka Jórunnar má nefna ballettana Eld og Ólaf Liljurós, tónlistina við kvikmyndina Síðasta bæinn í dalnum og píanókonsertinn Sláttu. Þá samdi hún fjölmörg þjóðþekkt sönglög á borð við jólalögin Jól og Það á að gefa börnum brauð. Hún var lengi eina konan í Tónskáldafélagi Íslands. Jórunn Viðar var valin borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1999, hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og Menningarverðlaun DV 2009. Jórunn var á lista yfir þá sem fá heiðurslaun listamanna og var hún sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989. Jórunn giftist Lárusi Fjeldsted forstjóra (f. 1918, d. 1985) og eignuðust þau þrjú börn: Lárus (f. 1942); Katrínu (f. 1946) og Lovísu (f. 1951).
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira