Jórunn Viðar er látin Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2017 22:15 Jórunn var sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989. Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, lést í dag, 98 ára að aldri. Jórunn fæddist í Reykjavík þann 7. desember 1918 , dóttir hjónanna Katrínar og Einars Viðar. Jórunn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík átján ára gömul og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og sigldi svo til Berlínar þar sem hún hóf framhaldsnám í píanóleik við Hochschule für Musik. Á árunum 1943 til 1945 nam hún tónsmíðar við Juilliard School of Music í New York hjá Vittorio Giannini. Að námi loknu sneri hún aftur til Íslands og átti eftir að vera mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi, bæði sem píanóleikari og tónskáld. Á meðal merkustu verka Jórunnar má nefna ballettana Eld og Ólaf Liljurós, tónlistina við kvikmyndina Síðasta bæinn í dalnum og píanókonsertinn Sláttu. Þá samdi hún fjölmörg þjóðþekkt sönglög á borð við jólalögin Jól og Það á að gefa börnum brauð. Hún var lengi eina konan í Tónskáldafélagi Íslands. Jórunn Viðar var valin borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1999, hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og Menningarverðlaun DV 2009. Jórunn var á lista yfir þá sem fá heiðurslaun listamanna og var hún sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989. Jórunn giftist Lárusi Fjeldsted forstjóra (f. 1918, d. 1985) og eignuðust þau þrjú börn: Lárus (f. 1942); Katrínu (f. 1946) og Lovísu (f. 1951). Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, lést í dag, 98 ára að aldri. Jórunn fæddist í Reykjavík þann 7. desember 1918 , dóttir hjónanna Katrínar og Einars Viðar. Jórunn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík átján ára gömul og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og sigldi svo til Berlínar þar sem hún hóf framhaldsnám í píanóleik við Hochschule für Musik. Á árunum 1943 til 1945 nam hún tónsmíðar við Juilliard School of Music í New York hjá Vittorio Giannini. Að námi loknu sneri hún aftur til Íslands og átti eftir að vera mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi, bæði sem píanóleikari og tónskáld. Á meðal merkustu verka Jórunnar má nefna ballettana Eld og Ólaf Liljurós, tónlistina við kvikmyndina Síðasta bæinn í dalnum og píanókonsertinn Sláttu. Þá samdi hún fjölmörg þjóðþekkt sönglög á borð við jólalögin Jól og Það á að gefa börnum brauð. Hún var lengi eina konan í Tónskáldafélagi Íslands. Jórunn Viðar var valin borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1999, hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og Menningarverðlaun DV 2009. Jórunn var á lista yfir þá sem fá heiðurslaun listamanna og var hún sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989. Jórunn giftist Lárusi Fjeldsted forstjóra (f. 1918, d. 1985) og eignuðust þau þrjú börn: Lárus (f. 1942); Katrínu (f. 1946) og Lovísu (f. 1951).
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira