Sport

Heimavöllur Vikings er dauðagildra fyrir fugla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn stórhættulegi US Bank Stadium.
Hinn stórhættulegi US Bank Stadium. vísir/getty
Það er nú orðið staðfest að heimavöllur NFL-liðsins Minnesota Vikings, US Bank Stadium, er hættulegasta byggingin í Minneapolis.

Það var varað við því er þessi risaglerbygging var byggð að hún yrði dauðagildra fyrir fugla á svæðinu. Á það var ekki hlustað.

Nú er búið að sanna að svartsýnisspárnar voru allar réttar.

Sjálfboðaliðar frá þremur dýraverndunarsamtökum fylgdust með gangi mála á vellinum í ellefu vikur og töldu hversu margir fuglar létu lífið við það að fljúga á bygginguna.

Tölur voru að koma í hús. Alls drápust 60 fuglar á þessum ellefu vikum og fjórtan voru alvarlega slasaðir eftir árekstur við bygginguna.

Nú er spurning hvort Víkingarnir slíðri sverðin og geri eitthvað til að koma í veg fyrir þessi fjöldamorð?

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×