Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Snærós Sindradóttir skrifar 28. febrúar 2017 17:18 Skipverjinn var handtekinn 18. janúar síðastliðinn. vísir/anton brink Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Þar með lauk nærri sex vikna langri einangrunarvist mannsins, sem hófst með gæsluvarðhaldsúrskurði 20. janúar síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar, voru uppi áhyggjur hja fangelsisyfirvöldum um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem þá dvöldu í einangrun. Afplánunarfangar á Litla Hrauni voru sagðir hafa fylgst vel með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur og handtöku skipverjanna.Í frétt blaðsins frá því í janúar segir að stemningin innan fangelsisins á Litla Hrauni hafi bent til þess að ekki yrði hægt að vista manninn á meðal annarra afplánunarfanga þar sem mikillar reiði gætti á meðal íslensku fanganna.Vildu ekki taka neina áhættu Heimildir Fréttablaðsins herma að sú staða hafi ekki breyst þrátt fyrir að nú sé lengri tími liðinn frá því að maðurinn var handtekinn. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekar deildarskiptingu og öðruvísi eftirlit. Einn heimildarmaður blaðsins komst svo að orði að stofnunin yrði að gæta þess að allir myndu lifa af flutningin úr einangrun. Í fangelsinu að Hólmsheiði hefja fangar alla jafna afplánun áður en þeir eru færðir í önnur fangelsi á Íslandi. Í fangelsinu eru einnig kvenfangar vistaðir.Vinna að ákæru Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmum sjö vikum síðan og sást síðast við Laugaveg 31. Lögregla telur fullvíst að hún hafi farið um borð í Rauða Kia Rio bifreið sem maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafði til umráða. Talið er að maðurinn hafi banað henni um borð í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og sjö, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Þrír lögreglumenn vinna nú að því að klára málið í samvinnu við héraðssaksóknara svo hægt verði að gefa út ákæru í málinu í tæka tíð. Heimild er til þess að halda manninum í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tólf vikur. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, hefur sagst hafa trú á því að rannsókn verði lokið vel innan tiltekins frests.Fangelsið á Hólmsheiði var til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið haust. Umfjöllunina má sjá að neðan. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Þar með lauk nærri sex vikna langri einangrunarvist mannsins, sem hófst með gæsluvarðhaldsúrskurði 20. janúar síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar, voru uppi áhyggjur hja fangelsisyfirvöldum um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem þá dvöldu í einangrun. Afplánunarfangar á Litla Hrauni voru sagðir hafa fylgst vel með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur og handtöku skipverjanna.Í frétt blaðsins frá því í janúar segir að stemningin innan fangelsisins á Litla Hrauni hafi bent til þess að ekki yrði hægt að vista manninn á meðal annarra afplánunarfanga þar sem mikillar reiði gætti á meðal íslensku fanganna.Vildu ekki taka neina áhættu Heimildir Fréttablaðsins herma að sú staða hafi ekki breyst þrátt fyrir að nú sé lengri tími liðinn frá því að maðurinn var handtekinn. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekar deildarskiptingu og öðruvísi eftirlit. Einn heimildarmaður blaðsins komst svo að orði að stofnunin yrði að gæta þess að allir myndu lifa af flutningin úr einangrun. Í fangelsinu að Hólmsheiði hefja fangar alla jafna afplánun áður en þeir eru færðir í önnur fangelsi á Íslandi. Í fangelsinu eru einnig kvenfangar vistaðir.Vinna að ákæru Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmum sjö vikum síðan og sást síðast við Laugaveg 31. Lögregla telur fullvíst að hún hafi farið um borð í Rauða Kia Rio bifreið sem maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafði til umráða. Talið er að maðurinn hafi banað henni um borð í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og sjö, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Þrír lögreglumenn vinna nú að því að klára málið í samvinnu við héraðssaksóknara svo hægt verði að gefa út ákæru í málinu í tæka tíð. Heimild er til þess að halda manninum í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tólf vikur. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, hefur sagst hafa trú á því að rannsókn verði lokið vel innan tiltekins frests.Fangelsið á Hólmsheiði var til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið haust. Umfjöllunina má sjá að neðan.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira