Íslensku fótboltalandsliðin á fámennum lista meðal milljónaþjóða Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Vísir/Samsett Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bætti eigið met á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. Strákarnir okkar eru komnir upp í 20. sæti listans og hafa aldrei verið ofar. Þeir komust áður hæst í 21. sæti í nóvember en þeir skutust í 22. sætið eftir frábært gengi á EM í Frakklandi síðasta sumar. Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu eru einnig í 20. sæti á FIFA-listanum en ekki hefur verið gefinn út listi hjá konunum síðan í desember. Þær féllu um fjögur sæti á síðasta lista en héldu sér inni á topp 20 þangað sem strákarnir eru nú komnir í fyrsta skipti. Ísland er nú á meðal margra milljónaþjóða sem eru með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Sumar þessara þjóða eru margfaldir heimsmeistarar þannig að þetta er svo sannarlega ekki ónýtur listi sem fótboltafólkið er á.Íslensku stelpurnar fagna sæti á EM 2017.Vísir/AntonÁ meðal þeirra átta fræknuEins og staðan er núna, eftir að karlalistinn var birtur í gær, eru átta þjóðir með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Þetta eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England, Ítalía og Ísland. Brassarnir, Þjóðverjarnir og Frakkarnir eru einu þrjár þjóðirnar með lið á topp tíu á báðum listum. Þetta eru engar smáþjóðir í fótboltaheiminum í gegnum söguna.Karlaliðin hafa samtals unnið 16 heimsmeistaratitla af þeim 20 sem í boði hafa verið og kvennamegin er Þýskaland algjört stórveldi með tíu sigra samtals frá heimsmeistara- og Evrópumótum. Árangur íslenska liðsins er ævintýralegur ef horft er til íbúafjölda landanna. Mestur er munurinn á Brasilíu á toppnum og Íslandi á botninum. Í Brasilíu búa 260 milljónir en aðeins 330 þúsund á Íslandi. Samt er Ísland með lið í karla- og kvennaflokki á topp 20. Meðalíbúafjöldi hinna landanna sjö er 81 milljón og ef við tökum út fjölmennustu og fámennustu þjóðirnar af hinum sjö, Brasilíu og Sviss, er meðalíbúafjöldi hinna fimm 52 milljónir. Þaðan er langur vegur í ríflega 330 þúsundin sem búa hér.Grafík/Birgitta Rún SveinbjörnsdóttirFrábær árangur á síðasta áriÁrið 2016 var besta fótboltaár í sögu Íslands eins og flestir þekkja. Strákarnir okkar heilluðu heiminn og komust í átta liða úrslit EM í Frakklandi á meðan stelpurnar okkar gerðu grín að sínum riðli í undankeppni EM 2017. Þar unnu þær alla leiki nema einn, skoruðu 34 mörk og fengu aðeins á sig tvö. Karlalandsliðið hélt svo áfram í undankeppni HM 2018 og fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum leikjunum. Karlalandsliðið er sem fyrr langefst af öllum Norðurlandaþjóðunum og svo sannarlega konungur norðursins en næsta þjóð er Svíar sem eru í 44. sæti, heilum 24 sætum á eftir litla Íslandi. Stelpurnar eru ofar á Evrópulistanum en strákarnir. Þær eru í ellefta sæti Evrópuþjóða en strákarnir eru komnir upp í tólfta sætið. Það yrði stórt fyrir karlalandsliðið að halda sér þar því eins og staðan er núna eru strákarnir inni í A-riðli Þjóðardeildarinnar sem fer af stað haustið 2018. Stóra markmið stelpnanna í ár er að bæta eigin árangur á EM 2017 í Hollandi en strákarnir berjast um að komast á HM 2018. Stóra markmiðið í íslenska fótboltanum gæti svo verið að koma þessum tveimur mögnuðu landsliðum á topp tíu á heimslistanum.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bætti eigið met á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. Strákarnir okkar eru komnir upp í 20. sæti listans og hafa aldrei verið ofar. Þeir komust áður hæst í 21. sæti í nóvember en þeir skutust í 22. sætið eftir frábært gengi á EM í Frakklandi síðasta sumar. Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu eru einnig í 20. sæti á FIFA-listanum en ekki hefur verið gefinn út listi hjá konunum síðan í desember. Þær féllu um fjögur sæti á síðasta lista en héldu sér inni á topp 20 þangað sem strákarnir eru nú komnir í fyrsta skipti. Ísland er nú á meðal margra milljónaþjóða sem eru með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Sumar þessara þjóða eru margfaldir heimsmeistarar þannig að þetta er svo sannarlega ekki ónýtur listi sem fótboltafólkið er á.Íslensku stelpurnar fagna sæti á EM 2017.Vísir/AntonÁ meðal þeirra átta fræknuEins og staðan er núna, eftir að karlalistinn var birtur í gær, eru átta þjóðir með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Þetta eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England, Ítalía og Ísland. Brassarnir, Þjóðverjarnir og Frakkarnir eru einu þrjár þjóðirnar með lið á topp tíu á báðum listum. Þetta eru engar smáþjóðir í fótboltaheiminum í gegnum söguna.Karlaliðin hafa samtals unnið 16 heimsmeistaratitla af þeim 20 sem í boði hafa verið og kvennamegin er Þýskaland algjört stórveldi með tíu sigra samtals frá heimsmeistara- og Evrópumótum. Árangur íslenska liðsins er ævintýralegur ef horft er til íbúafjölda landanna. Mestur er munurinn á Brasilíu á toppnum og Íslandi á botninum. Í Brasilíu búa 260 milljónir en aðeins 330 þúsund á Íslandi. Samt er Ísland með lið í karla- og kvennaflokki á topp 20. Meðalíbúafjöldi hinna landanna sjö er 81 milljón og ef við tökum út fjölmennustu og fámennustu þjóðirnar af hinum sjö, Brasilíu og Sviss, er meðalíbúafjöldi hinna fimm 52 milljónir. Þaðan er langur vegur í ríflega 330 þúsundin sem búa hér.Grafík/Birgitta Rún SveinbjörnsdóttirFrábær árangur á síðasta áriÁrið 2016 var besta fótboltaár í sögu Íslands eins og flestir þekkja. Strákarnir okkar heilluðu heiminn og komust í átta liða úrslit EM í Frakklandi á meðan stelpurnar okkar gerðu grín að sínum riðli í undankeppni EM 2017. Þar unnu þær alla leiki nema einn, skoruðu 34 mörk og fengu aðeins á sig tvö. Karlalandsliðið hélt svo áfram í undankeppni HM 2018 og fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum leikjunum. Karlalandsliðið er sem fyrr langefst af öllum Norðurlandaþjóðunum og svo sannarlega konungur norðursins en næsta þjóð er Svíar sem eru í 44. sæti, heilum 24 sætum á eftir litla Íslandi. Stelpurnar eru ofar á Evrópulistanum en strákarnir. Þær eru í ellefta sæti Evrópuþjóða en strákarnir eru komnir upp í tólfta sætið. Það yrði stórt fyrir karlalandsliðið að halda sér þar því eins og staðan er núna eru strákarnir inni í A-riðli Þjóðardeildarinnar sem fer af stað haustið 2018. Stóra markmið stelpnanna í ár er að bæta eigin árangur á EM 2017 í Hollandi en strákarnir berjast um að komast á HM 2018. Stóra markmiðið í íslenska fótboltanum gæti svo verið að koma þessum tveimur mögnuðu landsliðum á topp tíu á heimslistanum.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti