Ein stærsta uppsetning í Eldborg frá upphafi Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. febrúar 2017 09:30 Eins og má sjá verður þetta engin venjuleg bíósýning. „Ég er auðvitað alltaf að leita að einhverju skemmtilegu og áhugaverðu fyrir Ísland og ég rakst á þetta – Lord of the Rings in Concert. Þessi sýning hefur gengið rosalega vel alls staðar í heiminum og hefur verið að seljast upp á 10 til 15 þúsund manna stöðum í Þýskalandi og víðar til dæmis. Þetta er auðvitað risaverkefni og ég var ekki viss um hvort við kæmum þessu einu sinni inn á lítinn stað eins og Eldborg. Það þarf að stækka sviðið þannig að ég næ ekki að nýta alla Eldborg því að við þurfum að rúma alveg 230 manns á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari en hann mun púsla saman stærðarinnar hóp tónlistarmanna í sumar sem munu flytja tónlist Howards Shore úr fyrstu mynd Hringadróttinssögu um leið og myndin myndin er sýnd á risatjaldi. Að þessu verkefni koma gríðarmargir tónlistarmenn úr mörgum áttum, en um ræðir 84 manna sinfóníuhljómsveit sem meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og SinfóníaNord skipa, kóra Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Hljómeykis og barnakór Kársnesskóla auk stjórnenda og einsöngvara. Stjórnandinn er sérfræðingur í þessari tilteknu uppsetningu og ferðast um heiminn við að aðstoða við uppsetningu og stjórnar svo öllu heila klabbinu. Með þessu fylgir svo hópur tæknimanna, bæði hljóðtæknimenn og aðrir sem sjá um að koma með myndina og setja allt upp. „Við sýnum sem sagt The Fellowship of the Ring, fyrstu mynd þríleiksins, núna 25. og 26. ágúst. Þetta verður hljómleikabíó þarna í Eldborg. Þetta hefur verið langur undirbúningur, Þorvaldur Bjarni mun undirbúa sinfóníuna, en síðan kemur erlendur stjórnandi og þetta er auðvitað allt unnið í samvinnu við Warner Brothers. Mesti undirbúningurinn síðustu þrjá mánuðina hefur farið í að sjá hvort þetta sé yfirhöfuð gerlegt og nú er allt nokkurn veginn að verða klappað og klárt. Þetta er örugglega eitt stærsta og viðamesta verk sem hefur verið sett upp í Eldborg frá upphafi, alveg pottþétt. Sumir taka ekki mikið eftir tónlistinni þegar þeir eru í bíó, eða eru allavega ekki að pæla mikið í henni. En ef hún væri fjarlægð, þá myndi myndin auðvitað vera ansi skrítin. Þessi mynd fékk Óskarinn og tónlistin fékk einnig Óskarsverðlaunin. Því verður enn meira spennandi að sjá þessa frábæru mynd með tónlistina í aðalhlutverki. Það er alveg magnað þegar orkarnir til dæmis koma og karlakórarnir hefja upp dimmar raddirnar og síðan englahljómurinn og asísku áhrifin þegar álfarnir eru í forgrunni og svo framvegis. Ég held að þetta verði algjörlega ný upplifun á þessari frábæru mynd,“ segir Guðbjartur að lokum. Miðasalan hefst þriðjudaginn næstkomandi, þann 14. febrúar, og mun hún bæði fara fram á tix.is og sömuleiðis á harpa.is. Sýningin verður svo í lok ágúst. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Ég er auðvitað alltaf að leita að einhverju skemmtilegu og áhugaverðu fyrir Ísland og ég rakst á þetta – Lord of the Rings in Concert. Þessi sýning hefur gengið rosalega vel alls staðar í heiminum og hefur verið að seljast upp á 10 til 15 þúsund manna stöðum í Þýskalandi og víðar til dæmis. Þetta er auðvitað risaverkefni og ég var ekki viss um hvort við kæmum þessu einu sinni inn á lítinn stað eins og Eldborg. Það þarf að stækka sviðið þannig að ég næ ekki að nýta alla Eldborg því að við þurfum að rúma alveg 230 manns á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari en hann mun púsla saman stærðarinnar hóp tónlistarmanna í sumar sem munu flytja tónlist Howards Shore úr fyrstu mynd Hringadróttinssögu um leið og myndin myndin er sýnd á risatjaldi. Að þessu verkefni koma gríðarmargir tónlistarmenn úr mörgum áttum, en um ræðir 84 manna sinfóníuhljómsveit sem meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og SinfóníaNord skipa, kóra Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Hljómeykis og barnakór Kársnesskóla auk stjórnenda og einsöngvara. Stjórnandinn er sérfræðingur í þessari tilteknu uppsetningu og ferðast um heiminn við að aðstoða við uppsetningu og stjórnar svo öllu heila klabbinu. Með þessu fylgir svo hópur tæknimanna, bæði hljóðtæknimenn og aðrir sem sjá um að koma með myndina og setja allt upp. „Við sýnum sem sagt The Fellowship of the Ring, fyrstu mynd þríleiksins, núna 25. og 26. ágúst. Þetta verður hljómleikabíó þarna í Eldborg. Þetta hefur verið langur undirbúningur, Þorvaldur Bjarni mun undirbúa sinfóníuna, en síðan kemur erlendur stjórnandi og þetta er auðvitað allt unnið í samvinnu við Warner Brothers. Mesti undirbúningurinn síðustu þrjá mánuðina hefur farið í að sjá hvort þetta sé yfirhöfuð gerlegt og nú er allt nokkurn veginn að verða klappað og klárt. Þetta er örugglega eitt stærsta og viðamesta verk sem hefur verið sett upp í Eldborg frá upphafi, alveg pottþétt. Sumir taka ekki mikið eftir tónlistinni þegar þeir eru í bíó, eða eru allavega ekki að pæla mikið í henni. En ef hún væri fjarlægð, þá myndi myndin auðvitað vera ansi skrítin. Þessi mynd fékk Óskarinn og tónlistin fékk einnig Óskarsverðlaunin. Því verður enn meira spennandi að sjá þessa frábæru mynd með tónlistina í aðalhlutverki. Það er alveg magnað þegar orkarnir til dæmis koma og karlakórarnir hefja upp dimmar raddirnar og síðan englahljómurinn og asísku áhrifin þegar álfarnir eru í forgrunni og svo framvegis. Ég held að þetta verði algjörlega ný upplifun á þessari frábæru mynd,“ segir Guðbjartur að lokum. Miðasalan hefst þriðjudaginn næstkomandi, þann 14. febrúar, og mun hún bæði fara fram á tix.is og sömuleiðis á harpa.is. Sýningin verður svo í lok ágúst.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira