Lífið

J.K Rowling og Piers Morgan deila um Trump á Twitter

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Piers Morgan og J.K. Rowling.
Piers Morgan og J.K. Rowling. Vísir/afp
Rithöfundurinn J.K Rowling og sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan deila um þessar mundir harkalega á samfélagsmiðlum. Þar hafa samskipti þeirra á Twitter farið hæst, en efni deilna þeirra eru skoðanir þeirra á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Forsaga málsins er sú að Piers Morgan mætti til viðtals í sjónvarpsþætti Bill Maher, þar sem hann var harðlega gagnrýndur fyrir þá skoðun sína að Donald Trump, væri þrátt fyrir allt, skárri kostur sem forseti, heldur en Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata, sem laut í lægra haldi fyrir Trump, í forsetakosningunum í nóvember síðastliðinn.

Myndband af því þegar annar viðmælandi þáttarins, grínistinn Jim Jefferies, segir Morgan til syndanna fyrir skoðanir sínar, hefur verið dreift á samfélagsmiðlum, og deildi rithöfundurinn því meðal annars með þeim orðum að það kætti hana mjög.

Í kjölfar þeirra ummæla fór Morgan mikinn á eigin Twitter-síðu, þar sem hann sagði Rowling eingöngu vilja móðga þá sem væru henni ósammála í stjórnmálum. Hann benti á að hún hefði ávallt verið „í tapliðinu,“ eins og þegar hún hefði stutt Hillary Clinton, Verkamannaflokkinn og áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu.

Rowling lét hins vegar ekki deigan síga og hélt áfram að skjóta á Morgan á Twitter síðu sinni, þar sem hún benti honum meðal annars á að ef hann hefði lesið Harry Potter, myndi hann vita hvernig færi fyrir þeim sem fylgdu kúgurum í blindni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.