Erlent

KKK-leiðtogi fannst látinn

atli ísleifsson skrifar
Frank Ancona.
Frank Ancona. msnbc, skjáskot
Einn leiðtoga haturssamtakanna Ku Klux Klan, hinn 51 árs gamli Frank Ancona, hefur fundist látinn í Missouri eftir að hafa við saknað síðan á föstudag.

Í frétt Time segir að fjölskylda sem var að veiðum í á nærri Belgrade í Missouri hafi fundið lík Ancona í gær.

Ancona var leiðtogi (e. imperial wizard) í samtökunum Traditionalist Knights of the Ku Klux Klan, sem heldur fram að hvíta kynstofninn hafi yfirburði yfir aðra. Samtökin eru þekkt fyrir hatur sitt á þeldökkum, en einnig fyrir gyðinga- og hommahatur sem og hatur á ýmsum öðrum minnihlutahópum.

Lögreglustjórinn Zach Jacobsen segir að Ancona hafi látið lífið af völdum hörmulegs og tilgangslauss ofbeldisverks, að því er fram kemur í Kansas City Star.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×