Fjölnir getur unnið sinn fyrsta titil í Egilshöllinni í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:00 Hvort verður Valur eða Fjölnir meistari í kvöld? vísir/stefán Annar af þremur bikurum sem í boði eru á undirbúningstímabilinu í fótbolta karla fer á loft í kvöld þegar úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins fer fram í Egilshöll. Þar eigast við Fjölnir og Valur en leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Gríðarlegur munur er á sögu liðanna í þessari keppni. Valsmenn hafa 21 sinni fagnað sigri í þessari keppni, síðast fyrir tveimur árum en Valur hefur leikið til úrslita undanfarin tvö ár. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar töpuðu fyrir Leikni í úrslitum í fyrra. Fjölnir hefur aldrei ungri sögu félagsins komist í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins og getur unnið sinn fyrsta bikar í sögunni verði það meistari í kvöld. Karlalið Fjölnis spilaði tvo bikarúrslitaleiki í röð árið 2007 og 2008 en tapaði í bæði skiptin. Fjölnir er eina Reykjavíkurfélagið sem hefur ekki orðið Reykjavíkurmeistari. Grafarvogsliðið er búið að spila best allra í Reykjavíkurmótinu til þessa en eins og Vísir fjallaði um síðustu viku hafa ungir miðverðir og ungur markvörður Fjölnis heillað mikið hingað til. Fjölnir er búið að spila fjóra leiki í mótinu án þess að fá á sig mark en markatala liðsins er 11-0. Fjölnir valtaði yfir KR, 3-0, í undanúrslitum þar sem Marcus Solberg skoraði tvívegis eftir að Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni í 1-0 í fyrri hálfleik. Valsmenn gerðu markalaust jafntefli við Víking þrátt fyrir að vera manni fleiri nær allan seinni hálfleikinn en tryggðu sér sigur í vítaspyrnukeppni. Valur hafnaði í öðru sæti B-riðils á eftir Fjölni með sex stig af níu mögulegum. Liðin mættust í riðlakeppninni og þar vann Fjölnir sannfærandi sigur, 3-0. Marcus Solberg, Bojan Stefán Ljubicic og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnis í þeim leik. Það kemur í ljós um klukkan 21.00 í kvöld hvort Fjölnir vinni sinn fyrsta bikar eða hvort Reykjavíkurmeistaratitlarnir verði 22 hjá Val. Íslenski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Annar af þremur bikurum sem í boði eru á undirbúningstímabilinu í fótbolta karla fer á loft í kvöld þegar úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins fer fram í Egilshöll. Þar eigast við Fjölnir og Valur en leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Gríðarlegur munur er á sögu liðanna í þessari keppni. Valsmenn hafa 21 sinni fagnað sigri í þessari keppni, síðast fyrir tveimur árum en Valur hefur leikið til úrslita undanfarin tvö ár. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar töpuðu fyrir Leikni í úrslitum í fyrra. Fjölnir hefur aldrei ungri sögu félagsins komist í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins og getur unnið sinn fyrsta bikar í sögunni verði það meistari í kvöld. Karlalið Fjölnis spilaði tvo bikarúrslitaleiki í röð árið 2007 og 2008 en tapaði í bæði skiptin. Fjölnir er eina Reykjavíkurfélagið sem hefur ekki orðið Reykjavíkurmeistari. Grafarvogsliðið er búið að spila best allra í Reykjavíkurmótinu til þessa en eins og Vísir fjallaði um síðustu viku hafa ungir miðverðir og ungur markvörður Fjölnis heillað mikið hingað til. Fjölnir er búið að spila fjóra leiki í mótinu án þess að fá á sig mark en markatala liðsins er 11-0. Fjölnir valtaði yfir KR, 3-0, í undanúrslitum þar sem Marcus Solberg skoraði tvívegis eftir að Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni í 1-0 í fyrri hálfleik. Valsmenn gerðu markalaust jafntefli við Víking þrátt fyrir að vera manni fleiri nær allan seinni hálfleikinn en tryggðu sér sigur í vítaspyrnukeppni. Valur hafnaði í öðru sæti B-riðils á eftir Fjölni með sex stig af níu mögulegum. Liðin mættust í riðlakeppninni og þar vann Fjölnir sannfærandi sigur, 3-0. Marcus Solberg, Bojan Stefán Ljubicic og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnis í þeim leik. Það kemur í ljós um klukkan 21.00 í kvöld hvort Fjölnir vinni sinn fyrsta bikar eða hvort Reykjavíkurmeistaratitlarnir verði 22 hjá Val.
Íslenski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira