Segja tilraunaskot nýrrar eldflaugar hafa heppnast vel Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 12:09 Frá eldflaugaskotinu í gær. Vísir/AFP Stjórnvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskot nýrrar tegundar eldflauga hafa heppnast vel um helgina. Þeir segjast hafa náð miklum árangri í tilraunum sínum, sem brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta er fyrsta tilraunaskot Norður-Kóreu síðan Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna, en hann hefur sagst ætla að taka harðari afstöðu gagnvart Norður-Kóreu en forveri sinn. Undanfarin ár hafa Norður-Kóreumenn unnið hörðum höndum að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið slík vopn. Yfirvöld í Japan segja mögulegt að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og kalla eftir því að Kína taki „uppbyggilega“ stöðu gagnvart nágrönnum sínum í suðri. Kína er helsta bandalagsríki Norður-Kóreu en vopnaáætlun ríkisins hefur rekið fleyg á milli ríkjanna. Þá hafna Kínverjar öllum ásökunum um að þeir gætu verið að gera meira til að draga úr eða koma í vegn fyrir vopnaáætlunina. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í dag að rótin að aðgerðum Norður-Kóreu væri stirt samband ríkisins við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Þá sagði hann Kínverja hafa stutt við aðgerðir gegn Norður-Kóreu og að þeir séu sífellt að reyna að miðla til friðar á Kóreuskaganum.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa Kínverjar áhyggjur af því að Bandaríkin og Suður-Kórea muni flýta byggingu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu, sem ætlað verður að koma í veg fyrir eldflaugaárásir úr norðri. Með kerfinu væri mögulegt að fylgjast með hernaðaraðgerðum Kína og umsvifum.Ný eldflaugKCNA, opinber fréttaveita Norður-Kóreu, segir hina nýju eldflaug brenna eldsneyti í föstu formi, sem veldur því að hún getur flogið lengra og hægt er að skjóta henni á loft með minni fyrirvara en eldflaugum sem notast við hefðbundið eldsneyti í fljótandi formi. Þá er hún sögð geta borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin sem skotið var á loft á laugardaginn hefur fengið heitið Pukguksong-2. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ólíklegt að Norður-Kórea geti komið kjarnorkuvopnum fyrir í eldflaugum. Yfirvöld í Pyongyang hafa haldið því fram að þeir hafi þróað svokölluð „re-entry“ kjarnorkuvopn, sem skotið er á braut um jörðu og koma aftur til jarðarinnar til að lenda á skotmörkum sínum. Við slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Áðurnefndir sérfræðingar segja þó að þrátt fyrir að mjög ólíklegt sé að Norður-Kóreu hafi tekist það, sé trúanlegt að þeir hafi burði til þess að þróa slík vopn í framtíðinni. Í síðasta mánuði sagði Kim Jong-un að her sinn væri langt kominn í því að þróa eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Stjórnvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskot nýrrar tegundar eldflauga hafa heppnast vel um helgina. Þeir segjast hafa náð miklum árangri í tilraunum sínum, sem brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta er fyrsta tilraunaskot Norður-Kóreu síðan Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna, en hann hefur sagst ætla að taka harðari afstöðu gagnvart Norður-Kóreu en forveri sinn. Undanfarin ár hafa Norður-Kóreumenn unnið hörðum höndum að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið slík vopn. Yfirvöld í Japan segja mögulegt að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og kalla eftir því að Kína taki „uppbyggilega“ stöðu gagnvart nágrönnum sínum í suðri. Kína er helsta bandalagsríki Norður-Kóreu en vopnaáætlun ríkisins hefur rekið fleyg á milli ríkjanna. Þá hafna Kínverjar öllum ásökunum um að þeir gætu verið að gera meira til að draga úr eða koma í vegn fyrir vopnaáætlunina. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í dag að rótin að aðgerðum Norður-Kóreu væri stirt samband ríkisins við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Þá sagði hann Kínverja hafa stutt við aðgerðir gegn Norður-Kóreu og að þeir séu sífellt að reyna að miðla til friðar á Kóreuskaganum.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa Kínverjar áhyggjur af því að Bandaríkin og Suður-Kórea muni flýta byggingu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu, sem ætlað verður að koma í veg fyrir eldflaugaárásir úr norðri. Með kerfinu væri mögulegt að fylgjast með hernaðaraðgerðum Kína og umsvifum.Ný eldflaugKCNA, opinber fréttaveita Norður-Kóreu, segir hina nýju eldflaug brenna eldsneyti í föstu formi, sem veldur því að hún getur flogið lengra og hægt er að skjóta henni á loft með minni fyrirvara en eldflaugum sem notast við hefðbundið eldsneyti í fljótandi formi. Þá er hún sögð geta borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin sem skotið var á loft á laugardaginn hefur fengið heitið Pukguksong-2. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ólíklegt að Norður-Kórea geti komið kjarnorkuvopnum fyrir í eldflaugum. Yfirvöld í Pyongyang hafa haldið því fram að þeir hafi þróað svokölluð „re-entry“ kjarnorkuvopn, sem skotið er á braut um jörðu og koma aftur til jarðarinnar til að lenda á skotmörkum sínum. Við slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Áðurnefndir sérfræðingar segja þó að þrátt fyrir að mjög ólíklegt sé að Norður-Kóreu hafi tekist það, sé trúanlegt að þeir hafi burði til þess að þróa slík vopn í framtíðinni. Í síðasta mánuði sagði Kim Jong-un að her sinn væri langt kominn í því að þróa eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.
Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira