Bíó og sjónvarp

Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík

Birgir Olgeirsson skrifar
Bryce Dallas Howard í Black Mirror.
Bryce Dallas Howard í Black Mirror. Vísir/IMDB
Til stendur að taka upp einn þátt af næstu Black Mirror-þáttaröð í og við Reykjavík á næstunni. Um er að ræða breskan vísindaskáldskap úr smiðju Charlie Brooker þar sem má finna mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það.

Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð.

Fyrsti þátturinn var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra.

Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir.

Þekktir leikarar hafa tekið að sér hlutverk í þessum þáttum, þar á meðal Bryce Dallas Howard og John Hamm, en ekki er vitað hverjir munu fara með helstu hlutverk í þeim þætti sem verður tekinn upp hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×