Endurreisn fæðingarorlofskerfisins Þorsteinn Víglundsson skrifar 13. febrúar 2017 15:21 Við Íslendingar búum við nokkuð framsækna fæðingarorlofslöggjöf samanborið við önnur lönd. Auðvitað er það athyglisvert og umhugsunarvert að enn teljist það framsækin hugmynd að feður taki fæðingarorlof með börnum sínum. Markmiðið að baki núgildandi fæðingarorlofslöggjöf var á sínum tíma að tryggja báðum foreldrum sjálfstæðan rétt til að verja tíma með barni í fæðingarorlofi. Áður en feðrum var færður þessi sjálfstæði réttur af hálfu löggjafans var afar fátítt að feður fengju tækifæri til þess að verja tíma heima í kjölfar fæðingar barns. Hin hliðin á þessum veruleika var að sama skapi sú að börn fengu aðeins notið samvista við annað foreldri sitt á fyrstu mánuðum.Fjárhagslegur stuðningur við barnafjölskyldur Samhliða því sem fæðingarorlofslöggjöf okkar hefur tryggt báðum foreldrum barns rétt til töku fæðingarorlofs hefur fjárhagslegur stuðningur við barnafjölskyldur verið tryggður með því að að tryggja foreldrum 80% af launum þeirra á meðan á fæðingarorlofi stendur. Í því felst auðvitað að sama skapi hvati til þess að feður taki fæðingarorlof ekki síður en mæður, enda ættu fjárhagslegar ástæður síður að verða þess valdandi að aðeins mæður taki fæðingarorlof. Enn er það því miður svo að heildarlaun kvenna eru umtalsvert lægri en karla og án þessarar tekjutengingar blasir við að margar barnafjölskyldur ættu ekki raunverulega kost á því að faðir nýti sinn hluta orlofs, vegna þess að tekjutap á viðkvæmum tímapunkti í lífinu yrði of mikið. Þetta er því miður staðan hjá mörgum fjölskyldum í dag. Ein afleiðing hrunsins var sú að við höfum að mörgu leyti horfið var frá þeirri hugmyndafræði sem var ákveðið flaggskip í fjölskyldustefnu okkar. Í skrefum var hámarksgreiðsla lækkuð úr 575 þúsund krónum í 300 þúsund, árið 2010. Þessi mikla lækkun greiðslna til foreldra í fæðingarorlofi hefur valdið því að mun færri börn njóta samvista við feður í fæðingarorlofi en áður var og orlofstaka feðra er enn innan við þriðjung orlofstöku mæðra. Feður í lægsta og hæsta tekjuþrepunum hafa minnkað töku fæðingarorlofs til mikilla muna. Alvarlegri afleiðing þess feður taka styttra fæðingarorlof er sú að með því aukast líkur á því að tími barna heimavið styttist, sem verður til þess að börnin fara fyrr í dagvistun. Færa má rök fyrir því að hærri greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi stuðli að lengra fæðingarorlofi, þar sem foreldrar fullnýta rétt sinn. Sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þess vegna ekki síður til að vernda rétt barns til samvista við báða foreldra á fyrstu mánuðum ævinnar.Hærri greiðslur tryggja rétt barnanna Það er í mínum huga forgangsatriði að við endurreisum fæðingarorlofskerfi okkar. Það gerum við með því að hækka greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi, til að gera foreldrum kleift að fullnýta orlofið. Aðrir hafa haldið fram að lenging fæðingarorlofs sé brýnna hagsmunamál og þrátt fyrir að ég geti tekið undir að lenging orlofs sé einnig hagsmunamál barna þá er mikilvægara að byrja á því að endurreisa fæðingarorlofskerfið áður en við skoðum lengingu orlofs. Það er til lítils að lengja orlof um þrjá mánuði þegar veruleikinn er sá að stór hluti foreldra telur sig ekki eiga raunhæfan kost á að nýta réttinn vegna þess hversu lágar greiðslurnar eru. Sú staða bitnar auðvitað ekki síst á börnunum sem eiga að geta verið heima á fyrstu mánuðum. Við erum meðvituð um að þeir feður sem lægstar hafa tekjurnar hafa minnkað töku fæðingarorlofs. Markmið ríkisstjórnarinnar er því að styðja við tekjulægstu foreldrana með því að skoða að minnka sérstaklega skerðingu á fæðingarorlofsgreiðslum undir 300.000 kr.Dagvistun verði tryggð Lenging fæðingarorlofs er stundum rökstudd með því að þannig verði hægt að brúa það bil sem er á milli fæðingarorlofs og dagvistunar barna. Staðreyndin er hins vegar sú að í stærsta sveitarfélagi landsins stendur börnum að jafnaði ekki til boða leikskólapláss fyrr en á því ári sem þau verða 2 ára. Pláss hjá dagforeldrum er að sama skapi alls ekki tryggt. Þennan veruleika þekkja foreldrar ágætlega. Lenging fæðingarorlofs getur því að takmörkuðu leyti leyst þennan vanda, þar sem um ár getur liðið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólapláss býðst. Í því felst mikið óöryggi fyrir foreldra og í einhverjum tilvikum tekjutap. Ef ætlunin er að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og dagvistunar verður það ekki gert með lengingu fæðingarorlofs einni saman. Börn geta treyst því að skólaganga þeirra hefjist við 6 ára aldur og þá skiptir engu hver staðan er grunnskólum í einstökum hverfum. Ættu börn ekki að geta búið við sama öryggi hvað varðar leikskólagöngu? Ísland á að setja sér það markmið að búa vel að barnafjölskyldum með velferð barna að leiðarljósi og til þess að tryggja að ungt fólk velji sér búsetu á Íslandi. Við viljum vera fjölskylduvænt samfélag sem tryggir rétt barna til samvista við foreldra sína á viðkvæmasta skeiði lífsins. Í því sambandi skiptir höfuðmáli að við náum að reisa að nýju öflugt fæðingarorlofskerfi. Auknar greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi er fyrsta skrefið og jafnframt það mikilvægasta á þeirri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum við nokkuð framsækna fæðingarorlofslöggjöf samanborið við önnur lönd. Auðvitað er það athyglisvert og umhugsunarvert að enn teljist það framsækin hugmynd að feður taki fæðingarorlof með börnum sínum. Markmiðið að baki núgildandi fæðingarorlofslöggjöf var á sínum tíma að tryggja báðum foreldrum sjálfstæðan rétt til að verja tíma með barni í fæðingarorlofi. Áður en feðrum var færður þessi sjálfstæði réttur af hálfu löggjafans var afar fátítt að feður fengju tækifæri til þess að verja tíma heima í kjölfar fæðingar barns. Hin hliðin á þessum veruleika var að sama skapi sú að börn fengu aðeins notið samvista við annað foreldri sitt á fyrstu mánuðum.Fjárhagslegur stuðningur við barnafjölskyldur Samhliða því sem fæðingarorlofslöggjöf okkar hefur tryggt báðum foreldrum barns rétt til töku fæðingarorlofs hefur fjárhagslegur stuðningur við barnafjölskyldur verið tryggður með því að að tryggja foreldrum 80% af launum þeirra á meðan á fæðingarorlofi stendur. Í því felst auðvitað að sama skapi hvati til þess að feður taki fæðingarorlof ekki síður en mæður, enda ættu fjárhagslegar ástæður síður að verða þess valdandi að aðeins mæður taki fæðingarorlof. Enn er það því miður svo að heildarlaun kvenna eru umtalsvert lægri en karla og án þessarar tekjutengingar blasir við að margar barnafjölskyldur ættu ekki raunverulega kost á því að faðir nýti sinn hluta orlofs, vegna þess að tekjutap á viðkvæmum tímapunkti í lífinu yrði of mikið. Þetta er því miður staðan hjá mörgum fjölskyldum í dag. Ein afleiðing hrunsins var sú að við höfum að mörgu leyti horfið var frá þeirri hugmyndafræði sem var ákveðið flaggskip í fjölskyldustefnu okkar. Í skrefum var hámarksgreiðsla lækkuð úr 575 þúsund krónum í 300 þúsund, árið 2010. Þessi mikla lækkun greiðslna til foreldra í fæðingarorlofi hefur valdið því að mun færri börn njóta samvista við feður í fæðingarorlofi en áður var og orlofstaka feðra er enn innan við þriðjung orlofstöku mæðra. Feður í lægsta og hæsta tekjuþrepunum hafa minnkað töku fæðingarorlofs til mikilla muna. Alvarlegri afleiðing þess feður taka styttra fæðingarorlof er sú að með því aukast líkur á því að tími barna heimavið styttist, sem verður til þess að börnin fara fyrr í dagvistun. Færa má rök fyrir því að hærri greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi stuðli að lengra fæðingarorlofi, þar sem foreldrar fullnýta rétt sinn. Sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þess vegna ekki síður til að vernda rétt barns til samvista við báða foreldra á fyrstu mánuðum ævinnar.Hærri greiðslur tryggja rétt barnanna Það er í mínum huga forgangsatriði að við endurreisum fæðingarorlofskerfi okkar. Það gerum við með því að hækka greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi, til að gera foreldrum kleift að fullnýta orlofið. Aðrir hafa haldið fram að lenging fæðingarorlofs sé brýnna hagsmunamál og þrátt fyrir að ég geti tekið undir að lenging orlofs sé einnig hagsmunamál barna þá er mikilvægara að byrja á því að endurreisa fæðingarorlofskerfið áður en við skoðum lengingu orlofs. Það er til lítils að lengja orlof um þrjá mánuði þegar veruleikinn er sá að stór hluti foreldra telur sig ekki eiga raunhæfan kost á að nýta réttinn vegna þess hversu lágar greiðslurnar eru. Sú staða bitnar auðvitað ekki síst á börnunum sem eiga að geta verið heima á fyrstu mánuðum. Við erum meðvituð um að þeir feður sem lægstar hafa tekjurnar hafa minnkað töku fæðingarorlofs. Markmið ríkisstjórnarinnar er því að styðja við tekjulægstu foreldrana með því að skoða að minnka sérstaklega skerðingu á fæðingarorlofsgreiðslum undir 300.000 kr.Dagvistun verði tryggð Lenging fæðingarorlofs er stundum rökstudd með því að þannig verði hægt að brúa það bil sem er á milli fæðingarorlofs og dagvistunar barna. Staðreyndin er hins vegar sú að í stærsta sveitarfélagi landsins stendur börnum að jafnaði ekki til boða leikskólapláss fyrr en á því ári sem þau verða 2 ára. Pláss hjá dagforeldrum er að sama skapi alls ekki tryggt. Þennan veruleika þekkja foreldrar ágætlega. Lenging fæðingarorlofs getur því að takmörkuðu leyti leyst þennan vanda, þar sem um ár getur liðið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólapláss býðst. Í því felst mikið óöryggi fyrir foreldra og í einhverjum tilvikum tekjutap. Ef ætlunin er að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og dagvistunar verður það ekki gert með lengingu fæðingarorlofs einni saman. Börn geta treyst því að skólaganga þeirra hefjist við 6 ára aldur og þá skiptir engu hver staðan er grunnskólum í einstökum hverfum. Ættu börn ekki að geta búið við sama öryggi hvað varðar leikskólagöngu? Ísland á að setja sér það markmið að búa vel að barnafjölskyldum með velferð barna að leiðarljósi og til þess að tryggja að ungt fólk velji sér búsetu á Íslandi. Við viljum vera fjölskylduvænt samfélag sem tryggir rétt barna til samvista við foreldra sína á viðkvæmasta skeiði lífsins. Í því sambandi skiptir höfuðmáli að við náum að reisa að nýju öflugt fæðingarorlofskerfi. Auknar greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi er fyrsta skrefið og jafnframt það mikilvægasta á þeirri leið.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun