Þessir eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Trump atli ísleifsson skrifar 14. febrúar 2017 10:50 Keith Kellogg, David Petraeus og Robert Harward. Vísir/AFP Fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi aðstoðaraðmíráll eru að finna að lista yfir þá sem eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump. Michael Flynn sagði í gær af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi eftir að upp komst að hann hafi logið að varaforsetanum Mike Pence um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en hann tók við stöðu ráðgjafa forseta. Hver sá sem tekur við stöðunni mun standa frammi fyrir ýmsum áskorunum, svo sem ferðabanni Trump forseta og eldflaugatilraunum Norður-Kóreustjórnar svo eitthvað sé nefnt.Kellogg starfandi ráðgjafi Trump forseti hefur þegar skipað hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða. Samkvæmt heimildum AP ku Kellogg vera einn af þeim sem taldir eru líklegastir til að taka við stöðunni til frambúðar. Þessir þrír eru taldir líklegastir til að taka við stöðunni: Keith Kellogg er fyrrverandi hörshöfðingi sem starfaði lengi í Írak. Hann starfaði sem ráðgjafi Trump í öryggis- og utanríkismálum í kosningabaráttunni á síðasta ári. Hann var einnig talinn líklegur til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa forseta áður en Michael Flynn var skipaður.David Petraeus er fyrrverandi hersöfðingi og var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA á árunum 2011 til 2012. Hann lét af störfum sem yfirmaður CIA þegar í ljós að hann hafi látið höfund ævisögu sinnar trúnaðarupplýsingar í té, auk þess að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með henni. Trump fór fögrum orðum um Petraeus í kosningabaráttunni og var hann lengi talinn líklegur til að taka við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Robert Harward er fyrrverandi aðstoðaraðmíráll og liðsmaður sérsveita bandaríska flotans (Navy SEAL). Hann átti sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í forsetatíð George W. Bush. Eftir að hann hætti í hernum hefur hann gegnt yfirmannsstöðu hjá Lockheed Martin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf ekki að staðfesta skipunina. Donald Trump Tengdar fréttir Flynn hættir sem ráðgjafi Trump í þjóðaröryggismálum Michael Flynn sagði ósatt um samskipti sín við rússneska sendiherrann og leiddi það til afsagnar hans. 14. febrúar 2017 08:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi aðstoðaraðmíráll eru að finna að lista yfir þá sem eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump. Michael Flynn sagði í gær af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi eftir að upp komst að hann hafi logið að varaforsetanum Mike Pence um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en hann tók við stöðu ráðgjafa forseta. Hver sá sem tekur við stöðunni mun standa frammi fyrir ýmsum áskorunum, svo sem ferðabanni Trump forseta og eldflaugatilraunum Norður-Kóreustjórnar svo eitthvað sé nefnt.Kellogg starfandi ráðgjafi Trump forseti hefur þegar skipað hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða. Samkvæmt heimildum AP ku Kellogg vera einn af þeim sem taldir eru líklegastir til að taka við stöðunni til frambúðar. Þessir þrír eru taldir líklegastir til að taka við stöðunni: Keith Kellogg er fyrrverandi hörshöfðingi sem starfaði lengi í Írak. Hann starfaði sem ráðgjafi Trump í öryggis- og utanríkismálum í kosningabaráttunni á síðasta ári. Hann var einnig talinn líklegur til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa forseta áður en Michael Flynn var skipaður.David Petraeus er fyrrverandi hersöfðingi og var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA á árunum 2011 til 2012. Hann lét af störfum sem yfirmaður CIA þegar í ljós að hann hafi látið höfund ævisögu sinnar trúnaðarupplýsingar í té, auk þess að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með henni. Trump fór fögrum orðum um Petraeus í kosningabaráttunni og var hann lengi talinn líklegur til að taka við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Robert Harward er fyrrverandi aðstoðaraðmíráll og liðsmaður sérsveita bandaríska flotans (Navy SEAL). Hann átti sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í forsetatíð George W. Bush. Eftir að hann hætti í hernum hefur hann gegnt yfirmannsstöðu hjá Lockheed Martin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf ekki að staðfesta skipunina.
Donald Trump Tengdar fréttir Flynn hættir sem ráðgjafi Trump í þjóðaröryggismálum Michael Flynn sagði ósatt um samskipti sín við rússneska sendiherrann og leiddi það til afsagnar hans. 14. febrúar 2017 08:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Flynn hættir sem ráðgjafi Trump í þjóðaröryggismálum Michael Flynn sagði ósatt um samskipti sín við rússneska sendiherrann og leiddi það til afsagnar hans. 14. febrúar 2017 08:13