Viðskipti innlent

Daði nýr forstöðumaður hjá Advania

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Daði Einarsson
Daði Einarsson Mynd/Advania
Daði Friðriksson hefur verið ráðinn forstöðumaður mannauðslausnasviðs Advania. Á sviðinu starfa um fimmtíu manns sem fást við þróun, ráðgjöf og sölu og þjónustu á sviði mannauðslausna.

Daði hefur starfað við upplýsingatækni í rúm fimmtán ár. Hann var framkvæmdastjóri hjá Tölvumiðlun og einn eigenda fyrirtækisins, en starfsemi þess rann saman við Advania 1. janúar 2016. Eftir sameiningu hefur hann unnið að þróunarverkefnum á mannauðslausnasviði Advania.

„Ég er afar ánægður með að fá að leiða þennan öfluga hóp sem starfar á mannauðslausnasviði Advania. Samruni Advania og Tölvumiðlunar skapaði fjölmörg tækifæri til samþættingar og við höfum unnið hart að þróun lausna okkar í takt við þarfir markaðarins. Það eru spennandi tímar framundan og ég hlakka til að leiða áframhaldandi þróun mannauðslausna Advania og skapa viðskiptavinum okkar enn frekara forskot,” er haft eftir Daða í tilkynningu frá Advania.

Daði er 49 ára og er giftur Soffíu D. Halldórsdóttur tannsmið og eiga þau tvö börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×