Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2017 21:49 Bandarískir sérsveitarmenn í Sýrlandi. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar, og arabískir bandamenn þeirra, búast við áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þá segjast þeir tilbúnir til að berjast gegn Tyrkjum sæki þeir að Raqqa eins og þeir hafa gefið í skyn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda fleiri hermenn til Sýrlands gegn ISIS. Ilham Ahmed, einn af leiðtogum Syrian Democratic Forces, SDF, sem eru regnhlífarsamtök fyrir sýrlenska Kúrda (YPG) og uppreisnarhópa Araba, var nýverið í Washington þar sem hún bað nýja ríkisstjórn Donald Trump um aðstoð. Bæði pólitíska- og hernaðarlega. Hún sagði blaðamönnum Reuters að aðstoð yrði nauðsynleg til að sigra ISIS. Hann sagði bandaríska embættismenn sem hún ræddi við hafa verið jákvæða og jafnvel velt upp möguleikanum á aukinni aðstoð. Sýrlenskir Kúrdar hafa myndað sjálfstjórnarsvæði í norðurhluta Sýrlands og hafa tekið stór svæði af Íslamska ríkinu. SDF vinnur nú að því að umkringja Raqqa, höfuðvígi ISIS, með stuðningi sérsveita Bandaríkjanna og loftárásum.Stuðningurinn veldur spennu Stuðningur Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda hafa myndað spennu á milli Bandaríkjanna og Tyrklands sem líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi, sem talin eru vera hryðjuverkasamtök. Þeir hafa staðið fyrir uppreisn Kúrda í Tyrklandi í um 30 ár. Tyrkir hafa gert innrás inn í Sýrland til stuðnings uppreisnarhópa og í vikunni var gefið út að markmið aðgerða þeirra í Tyrklandi væri að skapa öruggt svæði við landamærin með því að reka ISIS-liða og Kúrda á brott frá landamærunum. Tyrkir hafa meðal annars komið því í gegn að litið hefur verið framhjá Kúrdum í friðarviðræðum vegna Sýrlands, jafnvel þó þeir stjórni stórum hluta landsins. Ahmed segir ótækt að Tyrkjum verði hleypt nærri svæðum sem SDF hefur rekið ISIS-liða frá og byggt upp stöðugleika á.Skoða fjölgun hermanna Hernaðaryfirvöld í Pentagon í Bandaríkjunum íhuga nú möguleikan á því að fjölga hermönnum í Sýrlandi. Það er ein af mörgum hugmyndum sem verið er að skoða en engin hugmynd hefur verið kynnt fyrir Donald Trump á þessari stundu. Meðal þess sem verið er að skoða er að senda hefðbundna hermenn. Ekki bara sérsveitarmenn. Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Beina sjónum sínum að Raqqa Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. 7. nóvember 2016 07:00 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Kúrdar og aðrir vopnaðir hópar í Sýrlandi hafa fengið brynvarðar bifreiðir frá Bandaríkjunum. 31. janúar 2017 14:21 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar, og arabískir bandamenn þeirra, búast við áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þá segjast þeir tilbúnir til að berjast gegn Tyrkjum sæki þeir að Raqqa eins og þeir hafa gefið í skyn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda fleiri hermenn til Sýrlands gegn ISIS. Ilham Ahmed, einn af leiðtogum Syrian Democratic Forces, SDF, sem eru regnhlífarsamtök fyrir sýrlenska Kúrda (YPG) og uppreisnarhópa Araba, var nýverið í Washington þar sem hún bað nýja ríkisstjórn Donald Trump um aðstoð. Bæði pólitíska- og hernaðarlega. Hún sagði blaðamönnum Reuters að aðstoð yrði nauðsynleg til að sigra ISIS. Hann sagði bandaríska embættismenn sem hún ræddi við hafa verið jákvæða og jafnvel velt upp möguleikanum á aukinni aðstoð. Sýrlenskir Kúrdar hafa myndað sjálfstjórnarsvæði í norðurhluta Sýrlands og hafa tekið stór svæði af Íslamska ríkinu. SDF vinnur nú að því að umkringja Raqqa, höfuðvígi ISIS, með stuðningi sérsveita Bandaríkjanna og loftárásum.Stuðningurinn veldur spennu Stuðningur Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda hafa myndað spennu á milli Bandaríkjanna og Tyrklands sem líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi, sem talin eru vera hryðjuverkasamtök. Þeir hafa staðið fyrir uppreisn Kúrda í Tyrklandi í um 30 ár. Tyrkir hafa gert innrás inn í Sýrland til stuðnings uppreisnarhópa og í vikunni var gefið út að markmið aðgerða þeirra í Tyrklandi væri að skapa öruggt svæði við landamærin með því að reka ISIS-liða og Kúrda á brott frá landamærunum. Tyrkir hafa meðal annars komið því í gegn að litið hefur verið framhjá Kúrdum í friðarviðræðum vegna Sýrlands, jafnvel þó þeir stjórni stórum hluta landsins. Ahmed segir ótækt að Tyrkjum verði hleypt nærri svæðum sem SDF hefur rekið ISIS-liða frá og byggt upp stöðugleika á.Skoða fjölgun hermanna Hernaðaryfirvöld í Pentagon í Bandaríkjunum íhuga nú möguleikan á því að fjölga hermönnum í Sýrlandi. Það er ein af mörgum hugmyndum sem verið er að skoða en engin hugmynd hefur verið kynnt fyrir Donald Trump á þessari stundu. Meðal þess sem verið er að skoða er að senda hefðbundna hermenn. Ekki bara sérsveitarmenn.
Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Beina sjónum sínum að Raqqa Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. 7. nóvember 2016 07:00 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Kúrdar og aðrir vopnaðir hópar í Sýrlandi hafa fengið brynvarðar bifreiðir frá Bandaríkjunum. 31. janúar 2017 14:21 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Beina sjónum sínum að Raqqa Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. 7. nóvember 2016 07:00
Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00
Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34
Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15
Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Kúrdar og aðrir vopnaðir hópar í Sýrlandi hafa fengið brynvarðar bifreiðir frá Bandaríkjunum. 31. janúar 2017 14:21
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56