Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 93-80 | Handbragð Friðriks Inga sást strax í fyrsta leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2017 21:30 Friðrik Ingi Rúnarsson. Vísir/Valli Friðrik Ingi Rúnarsson fer vel af stað með Keflavík en hann vann í sínum fyrsta leik sem þjálfari liðsins, er Keflvíkingar unnu öruggan sigur á Skallagrími á heimavelli. Keflavík gaf tóninn með góðum fyrsta leikhluta er liðið skoraði 30 stig og náði eftir smá hikst að hafa góða stjórn á Flenard Whitfield, stóra Bandaríkjamanninum í liði Skallagríms, í skefjum undir körfunni. Að sama skapi átti Amir Stevens stórleik í liði Keflavíkur og sá til þess að gestirnir úr Borgarnesi komust í raun ekki nálægt því að ógna forystu Keflvíkinga í síðari hálfleik. Heimamenn spiluðu góða vörn í kvöld og fengu líka mikilvæg stig frá Guðmundi Jónssyni, sem skoraði þrettán af 20 stigum sínum í þriðja leikhluta, þar af tvær þriggja stiga körfur í röð. Það reyndist rothögg Skallagríms í leiknum. Sigtryggur Arnar Björnsson reyndi hvað hann gat að halda sínum mönnum á floti í leiknum en allt kom fyrir ekki. Hann var stigahæstur í liði Skallagríms með 23 stig. Stevens skoraði 31 stig fyrir Keflavík.Whitfield tekinn úr sambandi Keflavík var með yfirhöndina í fyrri hálfleik, sérstaklega þegar þeir hertu vörnina inni í teignum um miðjan fyrsta leikhluta. Amir Stevens og Davíð Páll Hermannsson náðu að taka Flenard Whitfield, hinn öfluga miðherja Skallagríms, úr sambandi en Whitfield hitti úr aðeins þremur af fjórtán skotum sínum í fyrri hálfleik. Heimamenn notuðu fyrstu mínúturnar til að skjóta sig í gang. Það gekk hægt til að byrja með en þegar þristarnir fóru að detta fór að skilja á milli liðanna. Sigtryggur Arnar Björnsson og á köflum Eyjólfur Ásberg Halldórsson reyndu hvað þeir gátu að halda sínum mönnum á floti en það þurfti framlag frá fleirum, sérstaklega Whitfield. Amir Stevens átti stórleik í fyrri hálfleik en hann nýtti átta skot, skoraði sautján stig og tók ellefu fráköst. En það var fyrst og fremst öflug liðsvörn og þá sérstaklega inni í teignum sem að gerði gæfumuninn fyrir Keflvíkinga í fyrri hálfleik. Skallagrímur náði ekki að finna svörin í síðari hálfleik. Whitfield komst aldrei almennilega í gang, þrátt fyrir nokkrar troðslur og eina alvöru vörslu á Magnús Má. Keflavíkurvörnin var bara of sterk í þetta skiptið og má gera ráð fyrir því að nýi þjálfarinn hafi verið ánægður með að hafa haldið svo góðum dampi í vörninni. Keflavík er nú komið aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð en staðan er orðin ansi svört fyrir Skallagrími sem hafa tapað fimm leikjum í röð og eru sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar.Af hverju vann Keflavík? Liðsheildin var mun sterkari hjá heimamönnum. Auðvitað skilaði Stevens svakalegum tölum en fleiri stigu upp hjá Keflavík á báðum endum vallarins. Vörn liðsins var góð og leikplanið gekk upp. Whitfield hefur verið frábær í liði Skallagríms í vetur en var langt frá sínu besta í kvöld.Bestu menn vallarins Amir Stevens sýndi enn og aftur að hann er einn besti Bandaríkjamaður deildarinnar í ár. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði lítið en stýrði sókninni af miklum myndarskap. Ellefu stoðsendingar hans bera vott um það sem og að hans átta fráköst (öll í vörn) sýna að hann barðist líka mikið í vörninni. Guðmundur Jónsson skoraði líka mikilvæg stig, sérstaklega í þriðja leikhluta.Tölfræði sem vakti athygli Flenard Whitfield hitti úr níu af 27 skotum sínum í leiknum. Hann tók líka ellefu sóknarfráköst en það var líka vegna þess að hann sópaði boltanum ítrekað til sín eftir að hafa klikkað á skoti. Tröllatvennan hans (23 stig, 17 fráköst) lítur því aðeins öðruvísi út í því samhengi. Það vakti líka athygli að Keflavík setti niður ellefu þrista í leiknum en tók líka 31 þriggja stiga skot. Það var nóg skotið í kvöld. Það voru svo 98 fráköst alls í þessum leik. Það hlýtur að teljast ansi vænn skammtur.Hvað gekk illa? Það vantaði allt flæði í sóknarleik Skallagríms sem náði aldrei að finna lausn á vörn Keflvíkinga. Þeir urðu undir í baráttunni í kvöld, sérstaklega undir körfunni þar sem Whitfield er svo mikilvægur fyrir Skallagrím.Keflavík-Skallagrímur 93-80 (30-20, 15-15, 23-18, 25-27) Keflavík: Amin Khalil Stevens 31/20 fráköst, Guðmundur Jónsson 22/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/8 fráköst/11 stoðsendingar, Daði Lár Jónsson 9, Magnús Már Traustason 6, Reggie Dupree 6/5 fráköst, Ágúst Orrason 3, Davíð Páll Hermannsson 2. Skallagrímur: Flenard Whitfield 23/17 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 23/7 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/9 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 9, Kristófer Gíslason 4, Darrell Flake 4, Kristján Örn Ómarsson 3, Davíð Guðmundsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.Friðrik Ingi: Tilfinningin er æðisleg Friðrik Ingi Rúnarsson stýrði í kvöld sínum fyrsta leik sem þjálfari Keflavíkur og hafði betur í honum, og það á heimavelli. „Tilfinningin er alveg æðisleg. Ég gleðst fyrir hönd liðsins og strákanna. Þeir lögðu sig mikið fram og varnarleikurinn langtímum alveg til fyrirmyndar,“ sagði hann eftir sigurinn í kvöld. Friðrik Ingi vildi koma ákveðnum áherslum á varnarleikinn og það gekk vel eftir í kvöld að hans sögn. „Það er gömul saga og ný að varnarleikur skiptir miklu máli. Ef að skotin eru ekki að detta þá er hægt að stjórna leikjum með góðum varnarleik. Mér fannst það ganga vel í dag en það voru ákveðnir hlutir í sókninni sem er hægt að vinna betur með, en það kemur bara.“ Hann bendir þó á að Keflavík hafi spilað mjög vel inni á milli í vetur og því sé hann á jörðinni. Enn fremur segir hann að samheldnin hafi skilað Keflavík sigri í kvöld. „Til þess að vera góður í liðsíþróttum þarf að vinna saman. Það þarf að vera kærleikur og traust á milli manna. Mér fannst það skila sér í kvöld.“ Friðrik Ingi segir að það hafi verið lagt með að taka þá Whitfield og Sigtrygg Arnar úr takti við leikinn. „Þeir skora mikið og við vildum bremsa þá niður. Það gekk að mestu leyti vel.“Finnur: Megum ekki vera eins og litlir kettlingar Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, vildi sjá mun meiri baráttu og ákefð hjá sínum mönnum gegn Keflavík í kvöld. „Frammistaðan var alls ekki nógu góð. Við vorum flatir og litlir í okkur í þessum leik. Það er miður í svona mikilvægum leik,“ sagði hann. Finnur segir að hans menn hafi aldrei náð að leysa varnarleik Keflvíkinga almennilega í leiknum. „Þeir spila fast og við vorum bara litlir í okkur. Vorum ekki nógu ákveðnir og grimmir á móti þeim.“ Flenard Whitfield átti ekki góðan dag en hann hefur verið í lykilhlutverki í liði Skallagríms, sérstaklega í sókn. „Hann hitti á slæman dag en var líka á móti svakalega góðum leikmanni, Amir Stevens er frábær leikmaður og Flenard varð undir í dag.“ Skallagrímur hefur nú tapað fimm leikjum í röð og er í mikilli fallhættu sem sakir standa. „Staðan er orðin mjög erfið. Við þurfum að taka til í hausnum og þora að mæta í þessa leiki. Ekki vera bara eins litlir kettlingar. Við verðum að gefa liðunum leik.“Stevens: Friðrik Ingi segir það sem þarf að segja Amir Stevens átti stórleik með liði Keflavíkur í kvöld og var lykilmaður í sigri liðsins á Skallagrími, ekki síst í vörninni. „Við [Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur] ræddum það fyrir leik að ég átti að spila vel í vörn. Hann veit að ég get skorað mikið en hann vildi sjá hvernig mér myndi ganga gegn einum besta sóknarmanni deildarinnar. Mér fannst það ganga ágætlega,“ sagði Stevens. Hann segir að það hafi gengið á ýmsu í baráttunni við Whitfield undir körfunni. „Það var tekið á því, mikið af villum og ekki dæmt á allt. En þetta var góð barátta og mér finnst skemmtilegt að spila gegn honum.“ Stevens segir að innkoma Friðriks Inga hafi verið sterk og að nýi þjálfarinn hafi verið fljótur að láta til sín taka. „Hann segir það sem þarf að segja. Hann kemur inn með mikinn aga og allir strákarnir bera virðingu fyrir honum. Við þurfum að vera agaðir til að vinna leiki sem þessa.“ Keflavík hefur verið að berjast í neðri hluta deildarinnar en Stevens telur að liðið geti komist á gott skrið á lokaspretti deildarkeppninnar. „Við eigum góða möguleika á að vinna síðustu fimm leikina okkar og það ætlum við að gera. Mér líður sjálfum vel, ég tel að við séum með eitt besta lið deildarinnar - sérstaklega byrjunarliðið - og að við getum nú loksins sýnt okkar rétta andlit.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson fer vel af stað með Keflavík en hann vann í sínum fyrsta leik sem þjálfari liðsins, er Keflvíkingar unnu öruggan sigur á Skallagrími á heimavelli. Keflavík gaf tóninn með góðum fyrsta leikhluta er liðið skoraði 30 stig og náði eftir smá hikst að hafa góða stjórn á Flenard Whitfield, stóra Bandaríkjamanninum í liði Skallagríms, í skefjum undir körfunni. Að sama skapi átti Amir Stevens stórleik í liði Keflavíkur og sá til þess að gestirnir úr Borgarnesi komust í raun ekki nálægt því að ógna forystu Keflvíkinga í síðari hálfleik. Heimamenn spiluðu góða vörn í kvöld og fengu líka mikilvæg stig frá Guðmundi Jónssyni, sem skoraði þrettán af 20 stigum sínum í þriðja leikhluta, þar af tvær þriggja stiga körfur í röð. Það reyndist rothögg Skallagríms í leiknum. Sigtryggur Arnar Björnsson reyndi hvað hann gat að halda sínum mönnum á floti í leiknum en allt kom fyrir ekki. Hann var stigahæstur í liði Skallagríms með 23 stig. Stevens skoraði 31 stig fyrir Keflavík.Whitfield tekinn úr sambandi Keflavík var með yfirhöndina í fyrri hálfleik, sérstaklega þegar þeir hertu vörnina inni í teignum um miðjan fyrsta leikhluta. Amir Stevens og Davíð Páll Hermannsson náðu að taka Flenard Whitfield, hinn öfluga miðherja Skallagríms, úr sambandi en Whitfield hitti úr aðeins þremur af fjórtán skotum sínum í fyrri hálfleik. Heimamenn notuðu fyrstu mínúturnar til að skjóta sig í gang. Það gekk hægt til að byrja með en þegar þristarnir fóru að detta fór að skilja á milli liðanna. Sigtryggur Arnar Björnsson og á köflum Eyjólfur Ásberg Halldórsson reyndu hvað þeir gátu að halda sínum mönnum á floti en það þurfti framlag frá fleirum, sérstaklega Whitfield. Amir Stevens átti stórleik í fyrri hálfleik en hann nýtti átta skot, skoraði sautján stig og tók ellefu fráköst. En það var fyrst og fremst öflug liðsvörn og þá sérstaklega inni í teignum sem að gerði gæfumuninn fyrir Keflvíkinga í fyrri hálfleik. Skallagrímur náði ekki að finna svörin í síðari hálfleik. Whitfield komst aldrei almennilega í gang, þrátt fyrir nokkrar troðslur og eina alvöru vörslu á Magnús Má. Keflavíkurvörnin var bara of sterk í þetta skiptið og má gera ráð fyrir því að nýi þjálfarinn hafi verið ánægður með að hafa haldið svo góðum dampi í vörninni. Keflavík er nú komið aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð en staðan er orðin ansi svört fyrir Skallagrími sem hafa tapað fimm leikjum í röð og eru sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar.Af hverju vann Keflavík? Liðsheildin var mun sterkari hjá heimamönnum. Auðvitað skilaði Stevens svakalegum tölum en fleiri stigu upp hjá Keflavík á báðum endum vallarins. Vörn liðsins var góð og leikplanið gekk upp. Whitfield hefur verið frábær í liði Skallagríms í vetur en var langt frá sínu besta í kvöld.Bestu menn vallarins Amir Stevens sýndi enn og aftur að hann er einn besti Bandaríkjamaður deildarinnar í ár. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði lítið en stýrði sókninni af miklum myndarskap. Ellefu stoðsendingar hans bera vott um það sem og að hans átta fráköst (öll í vörn) sýna að hann barðist líka mikið í vörninni. Guðmundur Jónsson skoraði líka mikilvæg stig, sérstaklega í þriðja leikhluta.Tölfræði sem vakti athygli Flenard Whitfield hitti úr níu af 27 skotum sínum í leiknum. Hann tók líka ellefu sóknarfráköst en það var líka vegna þess að hann sópaði boltanum ítrekað til sín eftir að hafa klikkað á skoti. Tröllatvennan hans (23 stig, 17 fráköst) lítur því aðeins öðruvísi út í því samhengi. Það vakti líka athygli að Keflavík setti niður ellefu þrista í leiknum en tók líka 31 þriggja stiga skot. Það var nóg skotið í kvöld. Það voru svo 98 fráköst alls í þessum leik. Það hlýtur að teljast ansi vænn skammtur.Hvað gekk illa? Það vantaði allt flæði í sóknarleik Skallagríms sem náði aldrei að finna lausn á vörn Keflvíkinga. Þeir urðu undir í baráttunni í kvöld, sérstaklega undir körfunni þar sem Whitfield er svo mikilvægur fyrir Skallagrím.Keflavík-Skallagrímur 93-80 (30-20, 15-15, 23-18, 25-27) Keflavík: Amin Khalil Stevens 31/20 fráköst, Guðmundur Jónsson 22/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/8 fráköst/11 stoðsendingar, Daði Lár Jónsson 9, Magnús Már Traustason 6, Reggie Dupree 6/5 fráköst, Ágúst Orrason 3, Davíð Páll Hermannsson 2. Skallagrímur: Flenard Whitfield 23/17 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 23/7 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/9 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 9, Kristófer Gíslason 4, Darrell Flake 4, Kristján Örn Ómarsson 3, Davíð Guðmundsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.Friðrik Ingi: Tilfinningin er æðisleg Friðrik Ingi Rúnarsson stýrði í kvöld sínum fyrsta leik sem þjálfari Keflavíkur og hafði betur í honum, og það á heimavelli. „Tilfinningin er alveg æðisleg. Ég gleðst fyrir hönd liðsins og strákanna. Þeir lögðu sig mikið fram og varnarleikurinn langtímum alveg til fyrirmyndar,“ sagði hann eftir sigurinn í kvöld. Friðrik Ingi vildi koma ákveðnum áherslum á varnarleikinn og það gekk vel eftir í kvöld að hans sögn. „Það er gömul saga og ný að varnarleikur skiptir miklu máli. Ef að skotin eru ekki að detta þá er hægt að stjórna leikjum með góðum varnarleik. Mér fannst það ganga vel í dag en það voru ákveðnir hlutir í sókninni sem er hægt að vinna betur með, en það kemur bara.“ Hann bendir þó á að Keflavík hafi spilað mjög vel inni á milli í vetur og því sé hann á jörðinni. Enn fremur segir hann að samheldnin hafi skilað Keflavík sigri í kvöld. „Til þess að vera góður í liðsíþróttum þarf að vinna saman. Það þarf að vera kærleikur og traust á milli manna. Mér fannst það skila sér í kvöld.“ Friðrik Ingi segir að það hafi verið lagt með að taka þá Whitfield og Sigtrygg Arnar úr takti við leikinn. „Þeir skora mikið og við vildum bremsa þá niður. Það gekk að mestu leyti vel.“Finnur: Megum ekki vera eins og litlir kettlingar Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, vildi sjá mun meiri baráttu og ákefð hjá sínum mönnum gegn Keflavík í kvöld. „Frammistaðan var alls ekki nógu góð. Við vorum flatir og litlir í okkur í þessum leik. Það er miður í svona mikilvægum leik,“ sagði hann. Finnur segir að hans menn hafi aldrei náð að leysa varnarleik Keflvíkinga almennilega í leiknum. „Þeir spila fast og við vorum bara litlir í okkur. Vorum ekki nógu ákveðnir og grimmir á móti þeim.“ Flenard Whitfield átti ekki góðan dag en hann hefur verið í lykilhlutverki í liði Skallagríms, sérstaklega í sókn. „Hann hitti á slæman dag en var líka á móti svakalega góðum leikmanni, Amir Stevens er frábær leikmaður og Flenard varð undir í dag.“ Skallagrímur hefur nú tapað fimm leikjum í röð og er í mikilli fallhættu sem sakir standa. „Staðan er orðin mjög erfið. Við þurfum að taka til í hausnum og þora að mæta í þessa leiki. Ekki vera bara eins litlir kettlingar. Við verðum að gefa liðunum leik.“Stevens: Friðrik Ingi segir það sem þarf að segja Amir Stevens átti stórleik með liði Keflavíkur í kvöld og var lykilmaður í sigri liðsins á Skallagrími, ekki síst í vörninni. „Við [Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur] ræddum það fyrir leik að ég átti að spila vel í vörn. Hann veit að ég get skorað mikið en hann vildi sjá hvernig mér myndi ganga gegn einum besta sóknarmanni deildarinnar. Mér fannst það ganga ágætlega,“ sagði Stevens. Hann segir að það hafi gengið á ýmsu í baráttunni við Whitfield undir körfunni. „Það var tekið á því, mikið af villum og ekki dæmt á allt. En þetta var góð barátta og mér finnst skemmtilegt að spila gegn honum.“ Stevens segir að innkoma Friðriks Inga hafi verið sterk og að nýi þjálfarinn hafi verið fljótur að láta til sín taka. „Hann segir það sem þarf að segja. Hann kemur inn með mikinn aga og allir strákarnir bera virðingu fyrir honum. Við þurfum að vera agaðir til að vinna leiki sem þessa.“ Keflavík hefur verið að berjast í neðri hluta deildarinnar en Stevens telur að liðið geti komist á gott skrið á lokaspretti deildarkeppninnar. „Við eigum góða möguleika á að vinna síðustu fimm leikina okkar og það ætlum við að gera. Mér líður sjálfum vel, ég tel að við séum með eitt besta lið deildarinnar - sérstaklega byrjunarliðið - og að við getum nú loksins sýnt okkar rétta andlit.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira