Erlent

Trump tilnefnir nýjan vinnumálaráðherra

Samúel Karl Ólason skrifar
Alexander Acosta, þegar hann var saksóknari í Flórída árið 2007.
Alexander Acosta, þegar hann var saksóknari í Flórída árið 2007. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Alexander Acosta í embætti vinnumálaráðherra Bandaríkjanna. Andrew Puzder, sem Trump hafði tilnefnt í embættið dró sig í hlé í gær eftir að hann missti stuðning þingmanna Repúblikana. Líklegast hefði hann ekki fengið nægilega mörg atkvæði til að verða staðfestur í embættið.

Acosta er skólameistari Florida International University College of Law í Miami og hefur lengi starfað á opinberum vettvangi. Hann hefur til dæmis starfað í þremur forsetanefndum og hefur því þrisvar sinnum farið í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar. Mjög ólíklegt þykir að óvæntir skandalar muni stinga upp kollinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×