Íhuga að kalla út þjóðvarðliðið vegna ólöglegra innflytjenda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2017 15:36 Meðlimir þjóðvarðliðs Bandaríkjanna. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donald Trump er nú að skoða að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða til þess að safna saman ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í ellefu blaðsíðna drögum að tillögu sem AP fréttaveitan hefur komist yfir. Samkvæmt drögunum myndu þjóðvarðliðarnir grípa til aðgerða í ellefu ríkjum í Bandaríkjunum, ef ríkisstjórar þeirra samþykktu það. Talsmenn Hvíta hússins segja fregnirnar vera rangar. Um væri að ræða fordæmalausa hervæðingu löggæslustofnana sem snúa að ólöglegum innflytjendum. Þjóðvarðliðið hefur tekið þátt í innflytjendatengdum aðgerðum áður, en ekki af þessari stærðargráðu. Ríkin ellefu sem um ræðir eru þau fjögur sem eru við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó; Arizona, Kalifornía, Nýja Mexíkó og Texas. Þar að auki yrðu sjö ríki sem liggja að fyrri fjórum ríkjunum inn í aðgerðunum. Þau eru Oregon, Nevada, Utah, Colorado, Oklahoma, Arkansas og Louisiana. Talið er að rúmlega ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda haldi til í Bandaríkjunum og nærri því helmingur þeirra býr í ríkjunum ellefu. Samkvæmt AP fréttaveitunni er skjalið dagsett þann 25. janúar og segir í því að meðlimir þjóðvarðliðsins gætu handtekið ólöglega innflytjendur og haldið þeim. Skjalið er sagt hafa verið í dreifingu meðal starfsmanna Homeland Security í tvær vikur. Talsmenn átta ríkisstjóra, af ellefu, segjast ekki hafa vitað af skjalinu enn.Segja fregnirnar vera alfarið rangar Michael Short, einn af talsmönnum Hvíta hússins, segir fréttirnar vera ósannar. Blaðamenn AP segjast þó hafa margsinnis reynt að fá Hvíta húsið til að tjá sig um skjalið áður en fréttin var birt, án árangurs. Sean Spicer, talsmaður Donald Trump, segir skjalið ekki hafa komið frá Hvíta húsinu og að þetta sé ekki til íhugunar. Hann segist þó ekki geta sagt að þetta hafi hvergi verið til umræðu innan stjórnsýslunnar.Not true. https://t.co/T8rA87kJaU— Michael C. Short (@MCShort45) February 17, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump er nú að skoða að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða til þess að safna saman ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í ellefu blaðsíðna drögum að tillögu sem AP fréttaveitan hefur komist yfir. Samkvæmt drögunum myndu þjóðvarðliðarnir grípa til aðgerða í ellefu ríkjum í Bandaríkjunum, ef ríkisstjórar þeirra samþykktu það. Talsmenn Hvíta hússins segja fregnirnar vera rangar. Um væri að ræða fordæmalausa hervæðingu löggæslustofnana sem snúa að ólöglegum innflytjendum. Þjóðvarðliðið hefur tekið þátt í innflytjendatengdum aðgerðum áður, en ekki af þessari stærðargráðu. Ríkin ellefu sem um ræðir eru þau fjögur sem eru við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó; Arizona, Kalifornía, Nýja Mexíkó og Texas. Þar að auki yrðu sjö ríki sem liggja að fyrri fjórum ríkjunum inn í aðgerðunum. Þau eru Oregon, Nevada, Utah, Colorado, Oklahoma, Arkansas og Louisiana. Talið er að rúmlega ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda haldi til í Bandaríkjunum og nærri því helmingur þeirra býr í ríkjunum ellefu. Samkvæmt AP fréttaveitunni er skjalið dagsett þann 25. janúar og segir í því að meðlimir þjóðvarðliðsins gætu handtekið ólöglega innflytjendur og haldið þeim. Skjalið er sagt hafa verið í dreifingu meðal starfsmanna Homeland Security í tvær vikur. Talsmenn átta ríkisstjóra, af ellefu, segjast ekki hafa vitað af skjalinu enn.Segja fregnirnar vera alfarið rangar Michael Short, einn af talsmönnum Hvíta hússins, segir fréttirnar vera ósannar. Blaðamenn AP segjast þó hafa margsinnis reynt að fá Hvíta húsið til að tjá sig um skjalið áður en fréttin var birt, án árangurs. Sean Spicer, talsmaður Donald Trump, segir skjalið ekki hafa komið frá Hvíta húsinu og að þetta sé ekki til íhugunar. Hann segist þó ekki geta sagt að þetta hafi hvergi verið til umræðu innan stjórnsýslunnar.Not true. https://t.co/T8rA87kJaU— Michael C. Short (@MCShort45) February 17, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira