Íhuga að kalla út þjóðvarðliðið vegna ólöglegra innflytjenda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2017 15:36 Meðlimir þjóðvarðliðs Bandaríkjanna. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donald Trump er nú að skoða að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða til þess að safna saman ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í ellefu blaðsíðna drögum að tillögu sem AP fréttaveitan hefur komist yfir. Samkvæmt drögunum myndu þjóðvarðliðarnir grípa til aðgerða í ellefu ríkjum í Bandaríkjunum, ef ríkisstjórar þeirra samþykktu það. Talsmenn Hvíta hússins segja fregnirnar vera rangar. Um væri að ræða fordæmalausa hervæðingu löggæslustofnana sem snúa að ólöglegum innflytjendum. Þjóðvarðliðið hefur tekið þátt í innflytjendatengdum aðgerðum áður, en ekki af þessari stærðargráðu. Ríkin ellefu sem um ræðir eru þau fjögur sem eru við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó; Arizona, Kalifornía, Nýja Mexíkó og Texas. Þar að auki yrðu sjö ríki sem liggja að fyrri fjórum ríkjunum inn í aðgerðunum. Þau eru Oregon, Nevada, Utah, Colorado, Oklahoma, Arkansas og Louisiana. Talið er að rúmlega ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda haldi til í Bandaríkjunum og nærri því helmingur þeirra býr í ríkjunum ellefu. Samkvæmt AP fréttaveitunni er skjalið dagsett þann 25. janúar og segir í því að meðlimir þjóðvarðliðsins gætu handtekið ólöglega innflytjendur og haldið þeim. Skjalið er sagt hafa verið í dreifingu meðal starfsmanna Homeland Security í tvær vikur. Talsmenn átta ríkisstjóra, af ellefu, segjast ekki hafa vitað af skjalinu enn.Segja fregnirnar vera alfarið rangar Michael Short, einn af talsmönnum Hvíta hússins, segir fréttirnar vera ósannar. Blaðamenn AP segjast þó hafa margsinnis reynt að fá Hvíta húsið til að tjá sig um skjalið áður en fréttin var birt, án árangurs. Sean Spicer, talsmaður Donald Trump, segir skjalið ekki hafa komið frá Hvíta húsinu og að þetta sé ekki til íhugunar. Hann segist þó ekki geta sagt að þetta hafi hvergi verið til umræðu innan stjórnsýslunnar.Not true. https://t.co/T8rA87kJaU— Michael C. Short (@MCShort45) February 17, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump er nú að skoða að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða til þess að safna saman ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í ellefu blaðsíðna drögum að tillögu sem AP fréttaveitan hefur komist yfir. Samkvæmt drögunum myndu þjóðvarðliðarnir grípa til aðgerða í ellefu ríkjum í Bandaríkjunum, ef ríkisstjórar þeirra samþykktu það. Talsmenn Hvíta hússins segja fregnirnar vera rangar. Um væri að ræða fordæmalausa hervæðingu löggæslustofnana sem snúa að ólöglegum innflytjendum. Þjóðvarðliðið hefur tekið þátt í innflytjendatengdum aðgerðum áður, en ekki af þessari stærðargráðu. Ríkin ellefu sem um ræðir eru þau fjögur sem eru við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó; Arizona, Kalifornía, Nýja Mexíkó og Texas. Þar að auki yrðu sjö ríki sem liggja að fyrri fjórum ríkjunum inn í aðgerðunum. Þau eru Oregon, Nevada, Utah, Colorado, Oklahoma, Arkansas og Louisiana. Talið er að rúmlega ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda haldi til í Bandaríkjunum og nærri því helmingur þeirra býr í ríkjunum ellefu. Samkvæmt AP fréttaveitunni er skjalið dagsett þann 25. janúar og segir í því að meðlimir þjóðvarðliðsins gætu handtekið ólöglega innflytjendur og haldið þeim. Skjalið er sagt hafa verið í dreifingu meðal starfsmanna Homeland Security í tvær vikur. Talsmenn átta ríkisstjóra, af ellefu, segjast ekki hafa vitað af skjalinu enn.Segja fregnirnar vera alfarið rangar Michael Short, einn af talsmönnum Hvíta hússins, segir fréttirnar vera ósannar. Blaðamenn AP segjast þó hafa margsinnis reynt að fá Hvíta húsið til að tjá sig um skjalið áður en fréttin var birt, án árangurs. Sean Spicer, talsmaður Donald Trump, segir skjalið ekki hafa komið frá Hvíta húsinu og að þetta sé ekki til íhugunar. Hann segist þó ekki geta sagt að þetta hafi hvergi verið til umræðu innan stjórnsýslunnar.Not true. https://t.co/T8rA87kJaU— Michael C. Short (@MCShort45) February 17, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira