Íhuga að senda þjóðvarðliðið á innflytjendur Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft í mörgu að snúast undanfarið. Nordicphotos/AFP Í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið skoðað hvort kalla eigi út tugi þúsunda þjóðvarðliða til þess að smala saman skilríkjalausum innflytjendum. AP-fréttastofan fullyrðir þetta og vísar í ellefu blaðsíðna minnisblað Trump-stjórnarinnar, sem dagsett er 25. janúar og John Kelly heimavarnaráðherra er sagður hafa sett saman. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, ber þetta reyndar til baka og segir það ábyrgðarleysi að tala um þetta, en neitaði því ekki að einhvern tímann hafi þetta komið til tals. Samkvæmt minnisblaðinu er hugmyndin að kalla út þjóðvarðliða í ellefu ríkjum Bandaríkjanna, bæði þeim sem liggja næst mexíkósku landamærunum og einnig í ríkjum lengra frá landamærunum. Þjóðvarðliðin eru ekki undir stjórn alríkisins heldur lúta ríkisstjórum hvers ríkis, þannig að í minnisblaðinu er gert ráð fyrir því að ríkisstjórar ríkjanna ellefu þyrftu að samþykkja útkallið. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem þjóðvarðlið yrðu kölluð til að sinna landamæragæslu og eftirliti með innflytjendum, en aldrei í jafn viðamiklum aðgerðum. Samkvæmt minnisblaðinu gæti þurft að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða. Eitt af kosningaloforðum Trumps var að reka úr landi ólöglega innflytjendur. Nokkuð var þó á reiki í málflutningi hans hvort það átti að þýða að allir skilríkjalausir innflytjendur yrðu gerðir brottrækir, en alls eru þeir um ellefu milljónir talsins í Bandaríkjunum. Trump hefur verið iðinn við að efna kosningaloforð á fyrstu vikum sínum í embætti, en framkvæmdin hefur stundum þótt flausturskennd og mætt andstöðu, jafnvel úr röðum þingmanna Repúblikanaflokksins. Þá þurfti Trump að biðja Michael Flynn, sem hann hafði gert að þjóðaröryggisráðgjafa sínum, að segja af sér síðastliðinn mánudag vegna þess að hann hafði sagt Mike Pence ósatt um samskipti sín við rússneska ráðamenn. Á blaðamannafundi á fimmtudag sagðist Trump ekki telja að Flynn hafi gert neitt rangt annað en að segja Pence ósatt. Samskiptin við rússneska ráðamenn hafi ekki verið aðfinnsluverð. Á sama blaðamannafundi sagðist Trump svo hafa ákveðið að fela embættið öðrum herforingja, Robert Harward, en stuttu síðar sagðist Harward ekki hafa áhuga. Í gær skýrði Trump svo frá því að hann væri með fjóra aðra menn í huga, þar á meðal herforingjann Keith Kellog sem Trump fékk til að sinna embættinu tímabundið eftir að Flynn hætti þangað til að varanlegur eftirmaður hans fyndist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið skoðað hvort kalla eigi út tugi þúsunda þjóðvarðliða til þess að smala saman skilríkjalausum innflytjendum. AP-fréttastofan fullyrðir þetta og vísar í ellefu blaðsíðna minnisblað Trump-stjórnarinnar, sem dagsett er 25. janúar og John Kelly heimavarnaráðherra er sagður hafa sett saman. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, ber þetta reyndar til baka og segir það ábyrgðarleysi að tala um þetta, en neitaði því ekki að einhvern tímann hafi þetta komið til tals. Samkvæmt minnisblaðinu er hugmyndin að kalla út þjóðvarðliða í ellefu ríkjum Bandaríkjanna, bæði þeim sem liggja næst mexíkósku landamærunum og einnig í ríkjum lengra frá landamærunum. Þjóðvarðliðin eru ekki undir stjórn alríkisins heldur lúta ríkisstjórum hvers ríkis, þannig að í minnisblaðinu er gert ráð fyrir því að ríkisstjórar ríkjanna ellefu þyrftu að samþykkja útkallið. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem þjóðvarðlið yrðu kölluð til að sinna landamæragæslu og eftirliti með innflytjendum, en aldrei í jafn viðamiklum aðgerðum. Samkvæmt minnisblaðinu gæti þurft að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða. Eitt af kosningaloforðum Trumps var að reka úr landi ólöglega innflytjendur. Nokkuð var þó á reiki í málflutningi hans hvort það átti að þýða að allir skilríkjalausir innflytjendur yrðu gerðir brottrækir, en alls eru þeir um ellefu milljónir talsins í Bandaríkjunum. Trump hefur verið iðinn við að efna kosningaloforð á fyrstu vikum sínum í embætti, en framkvæmdin hefur stundum þótt flausturskennd og mætt andstöðu, jafnvel úr röðum þingmanna Repúblikanaflokksins. Þá þurfti Trump að biðja Michael Flynn, sem hann hafði gert að þjóðaröryggisráðgjafa sínum, að segja af sér síðastliðinn mánudag vegna þess að hann hafði sagt Mike Pence ósatt um samskipti sín við rússneska ráðamenn. Á blaðamannafundi á fimmtudag sagðist Trump ekki telja að Flynn hafi gert neitt rangt annað en að segja Pence ósatt. Samskiptin við rússneska ráðamenn hafi ekki verið aðfinnsluverð. Á sama blaðamannafundi sagðist Trump svo hafa ákveðið að fela embættið öðrum herforingja, Robert Harward, en stuttu síðar sagðist Harward ekki hafa áhuga. Í gær skýrði Trump svo frá því að hann væri með fjóra aðra menn í huga, þar á meðal herforingjann Keith Kellog sem Trump fékk til að sinna embættinu tímabundið eftir að Flynn hætti þangað til að varanlegur eftirmaður hans fyndist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira