Körfubolti

Fannar: Tryggvi breytir svo mörgu sem sést ekki á tölfræðinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þór Ak. gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 18 stiga sigur, 83-65, á KR í Domino's deild karla í gærkvöldi.



Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi voru hrifnir af því sem Þórsarar sýndu í gær og hrósuðu sérstaklega Tryggva Snæ Hlinasyni, Ingva Rafni Ingvarssyni, Þresti Leó Jóhannssyni og Sindra Davíðssyni.

„Hann er búinn að spila í svo fá ár. Það sem er að breytast núna er þessi hugur; að þú þurfir að vera nagli og stóri maðurinn í miðjunni. Hann er að öðlast þessa þekkingu núna. Hann er nógu sterkur, hreyfanlegur, hann getur skotið. Gaurinn er 19 ára. Hann breytir svo mörgu sem sést ekki á tölfræðinni,“ sagði Fannar um Tryggva Snæ sem hefur verið öflugur eftir áramót.

Fannar segir að auk þess að verja skot breyti Tryggvi líka fullt af skotum.

„Þú æfir skotin þín 1000 eða 10.000 sinnum yfir þína æfingatíð. Þú ert með þetta í ákveðinni hæð og svona. Þegar þú mætir svona stórum leikmönnum þarftu allt í einu að breyta skotinu. Endurtekningarnar gera þig betri en þarna þarftu allt í einu að hugsa,“ sagði Fannar.

Innslagið í heild sinn má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×