John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2017 23:30 John McCain. Vísir/EPA John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segir að stjórnmálamenn sem uppi voru eftir seinni heimsstyrjöldina, væru uggandi, væru þeir uppi nú og myndu líta yfir stöðu heimsmála. Þetta sagði McCain í ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen í gær, þar sem rúmlega 500 leiðtogar ríkja heimsins eru staddir um þessar mundir. Ljóst þykir að McCain hafi þar skotið föstum skotum á utanríkisstefnu Donalds Trumps, sem og forsetann sjálfan en Trump hefur með ýmsum hætti gefið það til kynna að hann sé ekki hliðhollur vestrænni samvinnu. Hann hefur til að mynda ítrekað sagt að sér finnist varnarbandalagið NATO vera úrelt fyrirbæri og þá hefur hann einnig varið Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og sagt að hann sjái ekki mun á hegðun Rússa og Bandaríkjamanna. Þá hefur Trump einnig talað gegn Evrópusambandinu. Sjá einnig: Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“Með ræðu sinni vildi McCain koma þeim skilaboðum til skila að enn væru til þeir Bandaríkjamenn sem teldu það mikilvægt að standa vörð um vestræna samvinnu og hefðu skilning um þann gífurlega ávinning sem væri í hugmyndinni um hana. Hann þakkaði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sérstaklega fyrir framlag sitt til vestrænnar samvinnu. „Ekki allir Bandaríkjamenn skilja það gríðarlega mikilvæga hlutverk sem Þýskaland og leiðtogi þess, Angela Merkel, leika í vörninni um hugmyndina um vestrið, en til þeirra sem það gera, skila ég þökkum.“ „Kæru vinir, á þeim fjórum áratugum sem ég hef mætt á þessa ráðstefnu, man ég ekki eftir ári þar sem tilgangur hennar er nauðsynlegri heldur en nú en við verðum að spyrja okkur hvort að vestrið muni lifa af í núverandi mynd.“ „Á öllum öðrum árum, væri þessi spurning fáránleg og gæfi tilefni til gagnrýni, en ekki í ár. Í ár er hún grafalvarleg.“Of margt væri þeim kunnuglegt„Hvað myndu frumkvöðlar þessarar ráðstefnu segja ef þeir myndu sjá heiminn í dag? Ég held að of margt væri þeim kunnuglegt.“ „Þeir myndu vera uggandi yfir mörgu. Þeir væru uggandi yfir þeirri stefnu sem víkur frá áherslu á heiminn og leggur áherslu á aðskilnað. Þeir væru uggandi yfir hatrinu sem beinist gegn innflytjendum, flóttafólki og minnihlutahópum, sérstaklega múslímum. Þeir væru uggandi yfir vangetu okkar til þess að aðskilja sannleikann frá lygum og þeir væru uggandi yfir því að fleiri og fleiri daðri við einræði og telji siðferði slíkra stjórna standa jafnfætis okkar eigin siðferði.“ „Það sem myndi þó vekja þeim mestan ugg í brjósti er sú tilfinning að margir, meðal annars í mínu eigin landi, vilji gefast upp á vestrinu, að það sé slæmur samningur sem við værum betur komin án og að þrátt fyrir að við höfum getuna til að standa vörð um núverandi heimsmynd, er ekki víst að við höfum viljann til þess.“ Hægt er að sjá hluta úr ræðu John McCain hér að neðan. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segir að stjórnmálamenn sem uppi voru eftir seinni heimsstyrjöldina, væru uggandi, væru þeir uppi nú og myndu líta yfir stöðu heimsmála. Þetta sagði McCain í ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen í gær, þar sem rúmlega 500 leiðtogar ríkja heimsins eru staddir um þessar mundir. Ljóst þykir að McCain hafi þar skotið föstum skotum á utanríkisstefnu Donalds Trumps, sem og forsetann sjálfan en Trump hefur með ýmsum hætti gefið það til kynna að hann sé ekki hliðhollur vestrænni samvinnu. Hann hefur til að mynda ítrekað sagt að sér finnist varnarbandalagið NATO vera úrelt fyrirbæri og þá hefur hann einnig varið Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og sagt að hann sjái ekki mun á hegðun Rússa og Bandaríkjamanna. Þá hefur Trump einnig talað gegn Evrópusambandinu. Sjá einnig: Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“Með ræðu sinni vildi McCain koma þeim skilaboðum til skila að enn væru til þeir Bandaríkjamenn sem teldu það mikilvægt að standa vörð um vestræna samvinnu og hefðu skilning um þann gífurlega ávinning sem væri í hugmyndinni um hana. Hann þakkaði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sérstaklega fyrir framlag sitt til vestrænnar samvinnu. „Ekki allir Bandaríkjamenn skilja það gríðarlega mikilvæga hlutverk sem Þýskaland og leiðtogi þess, Angela Merkel, leika í vörninni um hugmyndina um vestrið, en til þeirra sem það gera, skila ég þökkum.“ „Kæru vinir, á þeim fjórum áratugum sem ég hef mætt á þessa ráðstefnu, man ég ekki eftir ári þar sem tilgangur hennar er nauðsynlegri heldur en nú en við verðum að spyrja okkur hvort að vestrið muni lifa af í núverandi mynd.“ „Á öllum öðrum árum, væri þessi spurning fáránleg og gæfi tilefni til gagnrýni, en ekki í ár. Í ár er hún grafalvarleg.“Of margt væri þeim kunnuglegt„Hvað myndu frumkvöðlar þessarar ráðstefnu segja ef þeir myndu sjá heiminn í dag? Ég held að of margt væri þeim kunnuglegt.“ „Þeir myndu vera uggandi yfir mörgu. Þeir væru uggandi yfir þeirri stefnu sem víkur frá áherslu á heiminn og leggur áherslu á aðskilnað. Þeir væru uggandi yfir hatrinu sem beinist gegn innflytjendum, flóttafólki og minnihlutahópum, sérstaklega múslímum. Þeir væru uggandi yfir vangetu okkar til þess að aðskilja sannleikann frá lygum og þeir væru uggandi yfir því að fleiri og fleiri daðri við einræði og telji siðferði slíkra stjórna standa jafnfætis okkar eigin siðferði.“ „Það sem myndi þó vekja þeim mestan ugg í brjósti er sú tilfinning að margir, meðal annars í mínu eigin landi, vilji gefast upp á vestrinu, að það sé slæmur samningur sem við værum betur komin án og að þrátt fyrir að við höfum getuna til að standa vörð um núverandi heimsmynd, er ekki víst að við höfum viljann til þess.“ Hægt er að sjá hluta úr ræðu John McCain hér að neðan.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira