Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 09:00 Donald Trump og Malcolm Turnbull. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulag á milli Barack Obama, forvera síns, og Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, um að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og að hann muni endurskoða það. Leiðtogarnir töluðust á í síma um helgina, degi eftir að Trump setti „múslimabannið“ svokallaða á, og fjölmiðlar í Ástralíu segja símtalið hafa verið stirt. Símtalið átti að standa yfir í um klukkustund, en Washington Post segir Trump hafa bundið enda á símtalið eftir um 25 mínútur. Auk þess að kvarta yfir samkomulagi Turnbull og Obama er Trump sagður hafa stært sig af því hve stór kosningasigur hans var gegn Hillary Clinton. Þar að auki sagði Trump við Turnbull að hann hefði rætt við fjóra aðra þjóðarleiðtoga í síma þann dag og að umrætt símtal væri „langverst“ af þeim. Samkomulagið sem Trump er reiður yfir snýr að því að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum úr búðum sem Ástralía rekur í Papúa Nýja-Gínea og á Nauru. Það hefur lengi verið umdeild stefna yfirvalda í Ástralíu að allir flóttamenn sem reyna að komast þangað á bát verði sendir í umræddar búðir. BBC segir að flestir flóttamennirnir séu frá Íran, Írak og Sýrlandi.Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk“. Trump tísti um málið í nótt, eins og svo oft áður, og skapaði frekari óvissu varðandi samkomulagið. Í tístinu segir hann samkomulagið snúa að „þúsundum ólöglegra flóttamanna“, sem er ekki rétt.Do you believe it? The Obama Administration agreed to take thousands of illegal immigrants from Australia. Why? I will study this dumb deal!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Turnbull sagði í útvarpsviðtali í Ástralíu að hann væri vonsvikinn yfir því að hluti af því sem hann og Trump ræddu um hafi verið gerðir opinberir. Hann segir hins vegar að fregnir um að Trump hafi skellt á sig séu ekki réttar. Að öðru leyti hefur hann neitað að tjá sig um símtalið en þó segir hann að Trump hafi sagt að samkomulagið yrði virt. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, til ABC, segir að forsetinn „íhugi enn“ hvort að hann muni virða samkomulagið. Þá segir að Trump vilji virða samkomulagið vegna langvarandi vináttusambands Bandaríkjanna og Ástralíu. Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Naúrú Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulag á milli Barack Obama, forvera síns, og Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, um að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og að hann muni endurskoða það. Leiðtogarnir töluðust á í síma um helgina, degi eftir að Trump setti „múslimabannið“ svokallaða á, og fjölmiðlar í Ástralíu segja símtalið hafa verið stirt. Símtalið átti að standa yfir í um klukkustund, en Washington Post segir Trump hafa bundið enda á símtalið eftir um 25 mínútur. Auk þess að kvarta yfir samkomulagi Turnbull og Obama er Trump sagður hafa stært sig af því hve stór kosningasigur hans var gegn Hillary Clinton. Þar að auki sagði Trump við Turnbull að hann hefði rætt við fjóra aðra þjóðarleiðtoga í síma þann dag og að umrætt símtal væri „langverst“ af þeim. Samkomulagið sem Trump er reiður yfir snýr að því að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum úr búðum sem Ástralía rekur í Papúa Nýja-Gínea og á Nauru. Það hefur lengi verið umdeild stefna yfirvalda í Ástralíu að allir flóttamenn sem reyna að komast þangað á bát verði sendir í umræddar búðir. BBC segir að flestir flóttamennirnir séu frá Íran, Írak og Sýrlandi.Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk“. Trump tísti um málið í nótt, eins og svo oft áður, og skapaði frekari óvissu varðandi samkomulagið. Í tístinu segir hann samkomulagið snúa að „þúsundum ólöglegra flóttamanna“, sem er ekki rétt.Do you believe it? The Obama Administration agreed to take thousands of illegal immigrants from Australia. Why? I will study this dumb deal!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Turnbull sagði í útvarpsviðtali í Ástralíu að hann væri vonsvikinn yfir því að hluti af því sem hann og Trump ræddu um hafi verið gerðir opinberir. Hann segir hins vegar að fregnir um að Trump hafi skellt á sig séu ekki réttar. Að öðru leyti hefur hann neitað að tjá sig um símtalið en þó segir hann að Trump hafi sagt að samkomulagið yrði virt. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, til ABC, segir að forsetinn „íhugi enn“ hvort að hann muni virða samkomulagið. Þá segir að Trump vilji virða samkomulagið vegna langvarandi vináttusambands Bandaríkjanna og Ástralíu.
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Naúrú Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira