Justin: Ég var með svima og hausverk Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 06:00 Justin Shouse. Vísir/Anton Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta og einn besti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug, hefur ekki spilað með liði sínu síðustu tvo leiki og snýr ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan mánuðinn. Ástæðan er höfuðhögg sem hann fékk á æfingu fyrir leik Stjörnunnar gegn Njarðvík 19. janúar en hann hefur nokkrum sinnum áður fengið högg á höfuðið og heilahristing. Hann sneri aftur síðastliðinn föstudag á móti Keflavík en spilaði bara fyrri hálfleikinn. Endurkoman á þeim tíma var, eftir á að hyggja, mistök. „Ég vissi að ég var ekki alveg 100 prósent en mér leið nógu vel til að láta á þetta reyna á móti Keflavík. Í fyrri hálfleik var þetta bara of mikið fyrir mig. Við unnum samt leikinn sem var frábært að sjá og það varð til þess að mér leið betur. Allir skiluðu framlagi og ég sá liðsheild og góðan liðsmóral inni á vellinum,“ segir Justin í viðtali við Fréttablaðið.Of lítil hvíld „Ég spilaði ekki leikinn á móti Njarðvík vegna samstuðsins sem ég lenti á æfingu daginn áður. Ég fékk fimm daga hvíld eftir það og var að koma til baka hægt og rólega. Það var bara ekki nógu langur tími. Ég fór of snemma af stað. Það er aðalatriðið í þessu,“ segir Justin.Stefán Karel Torfason.Vísir/StefánBandaríkjamaðurinn með íslenska ríkisfangið er potturinn og pannan í sóknarleik Stjörnunnar. Hann stýrir leik liðsins auk þess sem hann er einn helsti stigaskorarinn. Það var því ekki að gera mikið fyrir Garðbæinga að hafa hann í því ástandi sem hann var í inni á vellinum. „Ég var með svima og hausverk. Í Bandaríkjunum köllum við þetta „þúsund jarda störu“. Fyrirgefðu að ég er ekki að nota metrakerfið,“ segir Justin léttur að vanda. „Mér leið bara eins og einhver hefði rotað mig. Ég sá í rauninni bara það sem var beint fyrir framan mig en allt til hliðanna var í móðu. Þetta var bara of mikið fyrir mig,“ segir Justin sem ætlar að hvílast betur núna. „Ég sá eina svolítið misvísandi fyrirsögn um að ég myndi ekki snúa aftur fyrr en 16. febrúar. Fyrir utan leikinn í kvöld [gærkvöldi] eru næstum allir í fríi út af bikarnum. Ég vil samt um fram allt snúa aftur einkennalaus og ætla því að hvílast betur núna.“Talaði við Stefán Karel Justin segir að sér líði vel andlega. Hann er ekki að gleyma hlutum og ástandið því að batna frekar en hitt. „Ef ég geri of mikið koma einkennin aftur en mér líður vel á meðan ég hvíli mig,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Justin fær höfuðhögg þannig að hann hefur varann á. Fyrr á þessari leiktíð hætti Hólmarinn Stefán Karel Torfason körfuboltaiðkun 23 ára gamall að læknisráði vegna höfuðáverka. „Ég talaði við Stefán Karel um þetta þar sem hann þurfti að hætta. Ég hef einnig verið að reyna að koma mér inn hjá hinum og þessum læknum til að fá sem mest af upplýsingum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu þannig að ég vil bara vita sem mest áður en ég sný aftur. Ég vil halda mér góðum og mér er ansi annt um heilann. Ég nota hann frekar mikið,“ segir Justin.Vísir/AntonÆtlar að spila aftur Leikstjórnandinn hefur ekkert viljað ræða þessi meiðsli sín og sagði í gríni þegar blaðamaður kynnti sig: „Ansans. Ég vissi að ég hefði ekki átt að svara. Ég hélt að það væri læknir að hringja.“ Ástæðan fyrir því að hann vildi ekkert tjá sig um þetta til að byrja með er að honum leið bara alls ekki vel. „Ég lét mig eiginlega bara hverfa fyrstu dagana og svaraði ekki símanum né skilaboðum á Facebook. Ég vildi ekki þurfa að segja fólki að mér liði illa og ég væri að fá höfuðverki. En núna líður mér mun betur,“ segir Justin sem vildi ekki gera fólkið í kringum sig of hrætt. „Eðlilega eru fjölskyldan og vinir hrædd um mig en þetta allt saman er hluti ástæðunnar fyrir því að ég elska körfubolta. Það er alltaf eitthvað undir og áhætta fylgir leiknum. En þegar áhættan fer að snúast um eitthvað miklu meira en sigra og töp þarf maður samt að passa sig,“ segir Justin sem er fljótur til svars aðspurður hvort hann spili aftur á leiktíðinni: „Já, klárt mál. Ég læt allavega á það reyna.“ Dominos-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta og einn besti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug, hefur ekki spilað með liði sínu síðustu tvo leiki og snýr ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan mánuðinn. Ástæðan er höfuðhögg sem hann fékk á æfingu fyrir leik Stjörnunnar gegn Njarðvík 19. janúar en hann hefur nokkrum sinnum áður fengið högg á höfuðið og heilahristing. Hann sneri aftur síðastliðinn föstudag á móti Keflavík en spilaði bara fyrri hálfleikinn. Endurkoman á þeim tíma var, eftir á að hyggja, mistök. „Ég vissi að ég var ekki alveg 100 prósent en mér leið nógu vel til að láta á þetta reyna á móti Keflavík. Í fyrri hálfleik var þetta bara of mikið fyrir mig. Við unnum samt leikinn sem var frábært að sjá og það varð til þess að mér leið betur. Allir skiluðu framlagi og ég sá liðsheild og góðan liðsmóral inni á vellinum,“ segir Justin í viðtali við Fréttablaðið.Of lítil hvíld „Ég spilaði ekki leikinn á móti Njarðvík vegna samstuðsins sem ég lenti á æfingu daginn áður. Ég fékk fimm daga hvíld eftir það og var að koma til baka hægt og rólega. Það var bara ekki nógu langur tími. Ég fór of snemma af stað. Það er aðalatriðið í þessu,“ segir Justin.Stefán Karel Torfason.Vísir/StefánBandaríkjamaðurinn með íslenska ríkisfangið er potturinn og pannan í sóknarleik Stjörnunnar. Hann stýrir leik liðsins auk þess sem hann er einn helsti stigaskorarinn. Það var því ekki að gera mikið fyrir Garðbæinga að hafa hann í því ástandi sem hann var í inni á vellinum. „Ég var með svima og hausverk. Í Bandaríkjunum köllum við þetta „þúsund jarda störu“. Fyrirgefðu að ég er ekki að nota metrakerfið,“ segir Justin léttur að vanda. „Mér leið bara eins og einhver hefði rotað mig. Ég sá í rauninni bara það sem var beint fyrir framan mig en allt til hliðanna var í móðu. Þetta var bara of mikið fyrir mig,“ segir Justin sem ætlar að hvílast betur núna. „Ég sá eina svolítið misvísandi fyrirsögn um að ég myndi ekki snúa aftur fyrr en 16. febrúar. Fyrir utan leikinn í kvöld [gærkvöldi] eru næstum allir í fríi út af bikarnum. Ég vil samt um fram allt snúa aftur einkennalaus og ætla því að hvílast betur núna.“Talaði við Stefán Karel Justin segir að sér líði vel andlega. Hann er ekki að gleyma hlutum og ástandið því að batna frekar en hitt. „Ef ég geri of mikið koma einkennin aftur en mér líður vel á meðan ég hvíli mig,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Justin fær höfuðhögg þannig að hann hefur varann á. Fyrr á þessari leiktíð hætti Hólmarinn Stefán Karel Torfason körfuboltaiðkun 23 ára gamall að læknisráði vegna höfuðáverka. „Ég talaði við Stefán Karel um þetta þar sem hann þurfti að hætta. Ég hef einnig verið að reyna að koma mér inn hjá hinum og þessum læknum til að fá sem mest af upplýsingum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu þannig að ég vil bara vita sem mest áður en ég sný aftur. Ég vil halda mér góðum og mér er ansi annt um heilann. Ég nota hann frekar mikið,“ segir Justin.Vísir/AntonÆtlar að spila aftur Leikstjórnandinn hefur ekkert viljað ræða þessi meiðsli sín og sagði í gríni þegar blaðamaður kynnti sig: „Ansans. Ég vissi að ég hefði ekki átt að svara. Ég hélt að það væri læknir að hringja.“ Ástæðan fyrir því að hann vildi ekkert tjá sig um þetta til að byrja með er að honum leið bara alls ekki vel. „Ég lét mig eiginlega bara hverfa fyrstu dagana og svaraði ekki símanum né skilaboðum á Facebook. Ég vildi ekki þurfa að segja fólki að mér liði illa og ég væri að fá höfuðverki. En núna líður mér mun betur,“ segir Justin sem vildi ekki gera fólkið í kringum sig of hrætt. „Eðlilega eru fjölskyldan og vinir hrædd um mig en þetta allt saman er hluti ástæðunnar fyrir því að ég elska körfubolta. Það er alltaf eitthvað undir og áhætta fylgir leiknum. En þegar áhættan fer að snúast um eitthvað miklu meira en sigra og töp þarf maður samt að passa sig,“ segir Justin sem er fljótur til svars aðspurður hvort hann spili aftur á leiktíðinni: „Já, klárt mál. Ég læt allavega á það reyna.“
Dominos-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira