Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2017 16:03 Frá björgunarstarfi á vettvangi 12. nóvember 2015. Vísir/Ernir Flest bendir til þess að flugvélin sem hrapaði til jarðar suðvestur af Hafnarfirði í nóvember 2015 hafi spunnið til jarðar. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar fyrir áramót. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að við rannsókn málsins hafi komið í ljós að slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. Vélin hét TF-IFC og var af gerðinni Tecnam P2002JF.WIKI COMMONS Tveir létust í flugslysinu fyrir rúmu ári en um borð í flugvélinni voru tveir reyndir flugkennarar. Um æfingaflug var að ræða þarsem annar kennarinn hugðist öðlast kennsluréttindi á þessa tegund vélar. Vélin hét TF-IFC og var af gerðinni Tecnam P2002JF. Fulltrúar frá Íslandi, Póllandi og Ungverjalandi, ásamt fulltrúm frá framleiðanda flugvélarinnar og rannsóknarnefnd flugslysa á Ítalíu, þar sem vélin er framleidd, skoða nú hvort atvikin séu hliðstæð. RNSA hefur bent flugrekandanum, Flugskóla Íslands, á að framkvæmda ekki æfingar sem gætu leitt til spuna á þessari tegund flugvéla þar til frekari niðurstöður liggja fyrir. Fram kom fyrir rúmu ári að Flugskóli Íslands ræki fimm slíkar flugvélar. Ein var tekin í notkun árið 2014, tvær árið 2015 og svo tvær í nóvember, skömmu áður en slysið varð. Um aðra þeirra véla var að ræða. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15 Allar kennsluvélar Flugskólans fara í ítarlega skoðun Ákvörðunin er tekin í kjölfar hins hörmulega slyss sem varð á fimmtudaginn þar sem tveir menn létust. 14. nóvember 2015 16:59 Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Flest bendir til þess að flugvélin sem hrapaði til jarðar suðvestur af Hafnarfirði í nóvember 2015 hafi spunnið til jarðar. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar fyrir áramót. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að við rannsókn málsins hafi komið í ljós að slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. Vélin hét TF-IFC og var af gerðinni Tecnam P2002JF.WIKI COMMONS Tveir létust í flugslysinu fyrir rúmu ári en um borð í flugvélinni voru tveir reyndir flugkennarar. Um æfingaflug var að ræða þarsem annar kennarinn hugðist öðlast kennsluréttindi á þessa tegund vélar. Vélin hét TF-IFC og var af gerðinni Tecnam P2002JF. Fulltrúar frá Íslandi, Póllandi og Ungverjalandi, ásamt fulltrúm frá framleiðanda flugvélarinnar og rannsóknarnefnd flugslysa á Ítalíu, þar sem vélin er framleidd, skoða nú hvort atvikin séu hliðstæð. RNSA hefur bent flugrekandanum, Flugskóla Íslands, á að framkvæmda ekki æfingar sem gætu leitt til spuna á þessari tegund flugvéla þar til frekari niðurstöður liggja fyrir. Fram kom fyrir rúmu ári að Flugskóli Íslands ræki fimm slíkar flugvélar. Ein var tekin í notkun árið 2014, tvær árið 2015 og svo tvær í nóvember, skömmu áður en slysið varð. Um aðra þeirra véla var að ræða.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15 Allar kennsluvélar Flugskólans fara í ítarlega skoðun Ákvörðunin er tekin í kjölfar hins hörmulega slyss sem varð á fimmtudaginn þar sem tveir menn létust. 14. nóvember 2015 16:59 Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15
Allar kennsluvélar Flugskólans fara í ítarlega skoðun Ákvörðunin er tekin í kjölfar hins hörmulega slyss sem varð á fimmtudaginn þar sem tveir menn létust. 14. nóvember 2015 16:59
Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19