Íslenski boltinn

Stóri Morten Beck kemur ekki aftur til KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Morten Beck Andersen í Evrópuleik gegn Glenavon síðasta sumar.
Morten Beck Andersen í Evrópuleik gegn Glenavon síðasta sumar. vísir/eyþór
Danski framherjinn Morten Beck Andersen kemur ekki aftur til KR.

Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild 365.

Andersen kom til KR í fyrra og lék með liðinu í Pepsi-deildinni. Daninn var lengi í gang en náði sér betur á strik eftir því sem á tímabilið leið.

Andersen endaði með sex mörk í 21 deildarleik og átti sinn þátt í því að KR náði Evrópusæti með frábærum endaspretti.

Að sögn Willums er KR í framherjaleit en auk Andersen en Jeppe Hansen er einnig farinn. Hann lék sem lánsmaður með KR seinni hluta síðasta tímabils.

KR samdi á dögunum við framherjann reynslumikla Garðar Jóhannsson og það verður að teljast líklegt að Vesturbæjarliðið bæti öðrum framherja í hópinn.


Tengdar fréttir

Robert Sandnes á leið í KR

Norðmaðurinn sem spilaði áður með Selfossi og Stjörnunni spilar í vesturbænum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×