Lífið

Forsætisráðherra Svíþjóðar gerir grín að Trump

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Isabelle Lövin, ásamt samstarfskonum.
Isabelle Lövin, ásamt samstarfskonum. Vísir/Skjáskot
Isabella Lövin, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur deilt ljósmynd af sjálfri sér, þar sem hún skrifar undir lagafrumvarp er varðar loftlagsmál, en á myndinni er hún umkringd kvenkyns vinnufélögum sínum.

Myndin þykir nokkuð lík ljósmyndum af forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, þar sem hann skrifar undir tilskipun sem tengjast fóstureyðingum, umkringdur hópi af karlkyns vinnufélögum.

Þær myndir hafa verið harðlega gagnrýndar, þar sem þær sýna einungis karlmenn við lagasetningu sem varðar líkama og réttindi kvenna.

Talið er næsta víst að Lövin, sé með þessum hætti að hæðast að forsetanum og ófjölbreyttum hópi samstarfsmanna hans. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×