Körfubolti

Umræðan um Keflavíkurliðið: "Það er engin ástríða, það er ekkert að gerast“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dominos-körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sport á föstudagskvöldið og ræddu sérfræðingarnir um lið Keflavíkur sem hefur ekki riðið feitum hesti á tímabilinu.

Liðið er í áttunda sæti deildarinnar með 14 stig. Keflavík hefur í raun bara styrkt hópinn frá því á síðustu leiktí og furðuðu þeir Teitur Örlygsson og Kristinn Friðriksson á gengi liðsins.

„Ég skil bara ekki þetta fólk. Þeir eru með besta Kanann í deildinni og erum með Hössa [Hörður Axel Vilhjálmsson]. Munurinn á liðinu er samt gígatískur. Á þessum tíma í fyrra voru þeir 13/3 en núna 7/9 og það er enginn gleði í þessu liði,“ segir Kristinn Friðriksson.

Hér að ofan má sjá umræðuna um Keflavík í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×