Gátu loks ferðast til Bandaríkjanna þegar tilskipun Trumps var felld úr gildi: „Áttaði mig á því að mig væri ekki að dreyma“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 23:30 Fuad Zharef og Nael Zanor eru meðal þeirra þúsunda einstaklinga sem tilskipun Trump hafði áhrif á. Vísir/EPA Þúsundir einstaklinga gátu ekki ferðast til Bandaríkjanna í rúmlega viku, á meðan tilskipun Donalds Trumps um bann við komu fólks frá sjö ríkjum til Bandaríkjanna var í gildi.Fuad Sharef er einn þeirra, en hann vann sem verktaki fyrir bandaríska herinn í Írak og vildi flytja til Bandaríkjanna í von um betra líf fyrir sig, konu sína og þrjú börn þeirra. Þau fengu að fara um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna, einungis klukkustundum eftir að alríkisdómari, úrskurðaði að tilskipun Trumps stæðist ekki lög. Sharef hafði eytt tveimur árum í að útvega sér og fjölskyldu sinni vegabréfsáritanir til þess að eiga möguleika á að flytja til Bandaríkjanna. Vikan sem leið var því afar spennuþrungin fyrir Sharef, sem segist þó hafa lært mikilvæga lexíu vegna þessa. „Líf mitt breyttist á dramatískan hátt. En ég lærði þó þá lexíu, að ef þú átt rétt á einhverju, áttu aldrei að gefast upp,“ sagði Sharef, rétt áður en fjölskyldan hans hélt til Bandaríkjanna.Gat ekki hitt nýfæddan son sinnNael Zaino, sýrlenskur flóttamaður, er annar einstaklingur sem tilskipun Trump náði til. Hann vinnur fyrir alþjóðleg hjálparsamtök fyrir flóttamenn og var staddur í Tyrklandi þegar Trump skrifaði undir tilskipunina. Hann býr þó í Bandaríkjunum, þar sem hann á konu og nýfæddan dreng í Los Angeles. Hann nýtti sér úrskurð dómarans til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Hann lýsir stundinni þar sem öryggisvörður á flugvellinum í Bandaríkjunum stimplaði vegabréfið hans og gaf honum þar með leyfi til að fara inn í landið, sem ótrúlegri. „Hann sagði við mig: „Haltu áfram, nú skaltu hefja líf þitt og njóta tímans með syni þínum,“ segir Zaino, sem segist ekki hafa trúað þessu fyrr en hann gekk út af flugvellinum. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á því að mig væri ekki að dreyma.“ Flóttamenn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Þúsundir einstaklinga gátu ekki ferðast til Bandaríkjanna í rúmlega viku, á meðan tilskipun Donalds Trumps um bann við komu fólks frá sjö ríkjum til Bandaríkjanna var í gildi.Fuad Sharef er einn þeirra, en hann vann sem verktaki fyrir bandaríska herinn í Írak og vildi flytja til Bandaríkjanna í von um betra líf fyrir sig, konu sína og þrjú börn þeirra. Þau fengu að fara um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna, einungis klukkustundum eftir að alríkisdómari, úrskurðaði að tilskipun Trumps stæðist ekki lög. Sharef hafði eytt tveimur árum í að útvega sér og fjölskyldu sinni vegabréfsáritanir til þess að eiga möguleika á að flytja til Bandaríkjanna. Vikan sem leið var því afar spennuþrungin fyrir Sharef, sem segist þó hafa lært mikilvæga lexíu vegna þessa. „Líf mitt breyttist á dramatískan hátt. En ég lærði þó þá lexíu, að ef þú átt rétt á einhverju, áttu aldrei að gefast upp,“ sagði Sharef, rétt áður en fjölskyldan hans hélt til Bandaríkjanna.Gat ekki hitt nýfæddan son sinnNael Zaino, sýrlenskur flóttamaður, er annar einstaklingur sem tilskipun Trump náði til. Hann vinnur fyrir alþjóðleg hjálparsamtök fyrir flóttamenn og var staddur í Tyrklandi þegar Trump skrifaði undir tilskipunina. Hann býr þó í Bandaríkjunum, þar sem hann á konu og nýfæddan dreng í Los Angeles. Hann nýtti sér úrskurð dómarans til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Hann lýsir stundinni þar sem öryggisvörður á flugvellinum í Bandaríkjunum stimplaði vegabréfið hans og gaf honum þar með leyfi til að fara inn í landið, sem ótrúlegri. „Hann sagði við mig: „Haltu áfram, nú skaltu hefja líf þitt og njóta tímans með syni þínum,“ segir Zaino, sem segist ekki hafa trúað þessu fyrr en hann gekk út af flugvellinum. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á því að mig væri ekki að dreyma.“
Flóttamenn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira